Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 13.03.2008, Qupperneq 78
 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR Einn af virtustu listamönn- um þjóðarinnar, Sigurður Guðmundsson, snýr til leiks í Listasafni Reykjavíkur með sýningunni Mállausir kjarnar sem verður opnuð í dag. Á sýningunni má sjá tuttugu stórar ljósmynd- ir sem aldrei hafa verið sýndar áður og eru fyrstu ljósmyndaverk Sigurðar síðan 1980. Myndirnar eru teknar á hefð- bundna filmuvél og hefur þeim ekki heldur verið breytt eftir á með stafrænni tækni. Þær eru festar á álplötur, innrammaðar og sýndar undir gleri. „Myndirnar eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára,“ segir Sigurð- ur. „Þessar myndir eru allar aðskilin verk; þær mynda ekki eina heild. Þó má segja að það sé einhver samnefnari með þeim. Í það minnsta hafa þær allar þróast sem sýn fremur en sem hugmynd; þannig losna þær undan rökhyggju tungumálsins. Verkin eru því fyrir augun ein, en það er ekki þar með sagt að þær séu eitthvert augna- yndi. Ég hef lengi haft áhuga á skynjun og verkin eru sprottin úr þeim farvegi. Ég vil bjóða fólki upp á að upplifa lífið með skynjun fremur en með greiningu, enda þykir hæfileikinn að kryfja hluti til mergjar án orða eftirsóknar- verður.“ Til að ná fram sem tærustum skynjunaráhrifum í ljósmyndun- um skapaði Sigurður aðstæður þar sem allt áreiti var útilokað frá meðvitund fyrirsætnanna eins og frekast var kostur. Í sumum til- fellum lét listamaðurinn dáleiða viðfangsefni sín til að ná fram fullkominni einbeitingu að stað og stund. Sigurður segir áhorfendum ekki ætlað að lesa meira í verkin en það sem birtist á mynd- fletinum. „Ég verð stundum fyrir von- brigðum þegar ég skoða verk ann- arra myndlistarmanna og ég skil þau á þann hátt að ég get lesið ein- hverja merkingu úr þeim. Ég vil sjálfur ekki notast við milliliðinn „hugmynd“ í mínum verkum þar sem ég vil ekki notast við listina til að tjá einhverjar tilfinningar eða kenndir.“ Sigurður fluttist til Kína fyrir tíu árum og hefur valið sér að lifa þar lífi byggðu á skynjunum frem- ur en skilningi. „Þegar ég flutti út tók ég þá ákvörðun að læra ekki að tala kínversku. Það er hreint út sagt yndislegt að vera mállaus og upplifa heiminn bara í gegnum skynjun. Fjölmiðlar verða bara að veggfóðri tilverunnar og hafa enga þýðingu. Með þessum hætti set ég stórt spurningarmerki við þá ofuráherslu á þekkingaröflun og greiningu sem við lifum flest eftir.“ Þess ber að geta að í tilefni sýn- ingarinnar kemur út bók á vegum Listasafns Reykjavíkur og For- lagsins um ljósmyndir Sigurðar. Opnunin fer fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í dag og hefst kl. 17. Sigurður verður svo með leiðsögn um sýninguna kl. 20. vigdis@frettabladid.is Sýn fremur en hugmynd MÁLLAUSIR KJARNAR Eitt af verkum Sigurðar á sýningunni í Hafnarhúsinu. Þuríður Sigurðardóttir opnar sýningu sem kallast Stóð í DaLí galleríi, Brekkugötu 9 á Akureyri, á laugardag kl. 17. Viðfangsefni Þuríðar á sýningunni er íslenski hesturinn, tengsl manns og dýrs og upplifun lita og áferðar hrossa- feldsins. Með því að höfða til löngunar- innar að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómót- stæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þuríður vinnur með upplifun áhorfenda í sýningar- rýminu, en skoðar líka eigin upplifun úti í náttúrunni í hestamennsku. Þuríður útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2001. Hún er einn af stofnendum START ART listamannahúss á Laugaveginum og einn hugmyndasmiða og umsjónarmanna Opna gallerísins sem sýndi víða í 101 Reykjavík. - vþ Áferð hrossa- feldsins ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Opnar sýn- inguna Stóð í DaLí galleríi á laugardag. Allra síðasta sýning! föstudaginn 14. mars. SÍÐ US TU SÝ NIN GA R LAUGADAGUR 8. MARS KL. 13 MEISTARI MOZART. STRENGJA-OG PÍANÓKVINTETT TÓNLEIKAR KENNARA TÓNÓ KÓP. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS. TÓNLIST COLES PORTERS. KRISTJANA STEFÁNS & FÉLAGAR SUNNUDAGUR 9. MARS KL. 16 SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR. HELGA RÓS OG GUÐRÚN DALÍA ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR. LUBOV STUCHEVSKAYA, TÓMAS TÓMASSON OG KURT KOPETSKY MIÐVIKUDAGUR 12. MARS KL. 20 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR SIMON SMITH - ÖLL PÍANÓVERK HAFLIÐA HALLGRÍMSSONAR EINSTAKT TÆKIFÆRI ! Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ívanov e. Anton Tsjekhov sýn. mið. 12/3, fim 13/3 sun 16/3 örfá sæti laus Allra síðustu sýningar Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 15/3 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson sýn. fös 14/3, lau. 15/3 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fim 6/3, fös 7/3 örfá sæti laus norway.today e. Igor Bauersima Síðasta sýning í kvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.