Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 80
44 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Stórmyndamaðurinn Roland Emmerich
er hvergi af baki dottinn og um helgina
verður frumsýnd enn ein „stórmyndin“ þar
sem útlit og tæknibrellur eiga að nægja til
að trekkja áhorfendur að.
Kvikmyndin 10.000 BC komst að sjálfsögðu á toppinn
í Bandaríkjunum um síðustu helgi þegar hún var
frumsýnd með pomp og prakt. Myndbrotin gáfu líka
góð fyrirheit, mammút-fílar og önnur forsöguleg dýr
kveiktu von um að þýski leikstjórinn væri að ná sér
aftur á strik eftir fremur mögur ár. En dómarnir tala
sínu máli: imdb.com leyfir myndinni að slefa yfir
falleinkunn á meðan hin miskunnarlausa síða
RottenTomatoes gefur henni sjö prósent af hundrað
mögulegum. Sömu einkunn og Paris Hilton-hörmung-
ina The Hottie and the Nottie fær en hún er af
mörgum talin vera versta kvikmynd sögunnar.
Hugsanlega hæfir
Hin þýski Emmerich stökk fram á sjónarsviðið árið
1992 þegar kraftabúntin Jean-Claude Van Damme og
Dolph Lundgren fóru á kostum í Universal Soldier.
Upp úr þeirra mynd spratt upp undarlegur hópur
aðdáenda testesterón-tröllanna og ófáir unglingspilt-
ar hældu myndinni sem þeirri bestu. Hún hafði
auðvitað allt sem táningsdrengir vilja sjá; sprengjur,
byssur, flottar græjur og framtíðina.
Emmerich sýndi, svo ekki varð um villst, að hann
kunni að festa hasar á filmu og framleiðendur í
draumaverksmiðjunni sáu í Þjóðverjanum hugsan-
legan gullkálf. Enda skilaði Universal Soldiers
kostnaðinum við gerð myndarinnar vel til baka. Í
kjölfarið tókust á góð kynni með Emmerich og
handritshöfundinum Dean Devlin sem urðu eins
konar Bernie Taupin og Elton John-par Hollywood og
þeir kumpánar settust helst ekki niður við skriftir
nema kvikmyndin kostaði yfir 50 milljónir dollara,
eða þrjá milljarða íslenskra. Fyrsti ávöxtur sam-
bands þeirra var Stargate með James Spader (sem þá
var heitasta nafnið í Hollywood) og Kurt Russell
(sem var líka ansi eftirsóttur meðal stórlaxanna).
Emmerich og Devlin fundu einhverja uppskrift af
góðum kokkteil því Stargate rann ljúflega ofan í
áhorfendur og lifir enn góðu lífi í skelfilegum
sjónvarpsþáttum.
Stutt gullæði
En það var fyrst árið 1996 að Emmerich gerði af fullri
alvöru tilkall til hins eftirsóknarverða „gullkálfa“-
starfs. Will Smith og Jeff Goldblum lömdu á geimver-
um sem ætluðu að tortíma jörðinni á meðan Bill
Pullman hélt innblásnar og þjóðrembingslegar ræður
um ágæti Ameríku í Independence Day. Engu var til
sparað við markaðsherferðina sem öll gekk út á 4. júlí,
þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Og myndin, hún sló að
sjálfsögðu í gegn.
Emmerich fékk fúlgur fjár fyrir sína næstu mynd
þegar hann endurvakti japanska skrímslið Godzilla.
En söguþráðurinn var slappur, myndin of löng og
áhorfendum fannst þeir vera hafðir að háði og spotti.
Þeim þótti ekki nóg að allt væri „stórt“ þegar innihald-
ið væri bæði rýrt og veikt. Trúin á Emmerich minnk-
aði eilítið og hann færði sig aðeins niður skalann, tók
sér frí frá stórslysamyndum og gerði The Patriot með
Mel Gibson og Heath heitnum Ledger. En leikstjórinn
hafði glatað tilfinningunni fyrir því sem kvikmynda-
húsagestir vildu og myndin kolféll í miðasölu.
Og það liðu enda fjögur ár þar til Emmerich fór
aftur á stjá. Leikstjórinn blandaði sér inn í umræðuna
um hnatthlýnunina með The Day after Tomorrow þar
sem sjónarspilið í upphafi hélt ungum sem öldnum
hugföngnum en framhaldið reyndist heldur þunnt,
eins og svo oft hjá Þjóðverjanum.
Stórmyndamaðurinn Roland
BYRJUNIN LOFAÐI GÓÐU The Day after Tomorrow lofaði vissulega góðu í byrjun en koðnaði niður með lélegum söguþræði.
VERSTA STÓRMYNDIN? Rotten Tomatoes setur sjö prósent á
myndina, sömu prósentutölu og The Hottie and the Nottie
sem margir telja verstu mynd sögunnar.
MISTÆKUR Í MEIRA LAGI Emmerich varð stjarna tíunda
áratugar síðustu aldar en er smám saman að verða heldur dýr
í rekstri.
Lars and the Real Girl
Lars er vægast sagt feiminn strákur
frá litlum smábæ í norð-
urríkjum Bandaríkjanna.
Hann hefur aldrei verið
við kvenmann kenndur
en kemur fjölskyldu
sinni á óvart
þegar hann mætir
með stúlku
upp á arminn.
Aðeins einn
hængur er á
málinu; stúlkan
er kynlífsdúkka
sem Lars pantaði á
netinu. Fjölskyldan veit ekki alveg
í hvorn fótinn hún á að stíga en
fljótlega snýst smábærinn á sveif
með Lars og reynir að gera honum
og dúkkunni lífið bærilegra.
Leikstjóri: Craig Gillespie
Aðalhlutverk: Ryan Goosling
og Emily Mortimer
Dómur IMDB: 7,8/10
The King of Kong
Þessi kostulega og stórskrýtna
heimildarmynd hefur farið sig-
urför um heiminn en hún segir
frá Steve Wiebe sem reynir að
slá heimsmet í Donkey Kong.
Titilhafinn er furðufuglinn
og sósugerðarmaðurinn
Billy Mitchell sem telur sig
jafn umdeildan og fóstureyðingar
í Bandaríkjunum. Eini vandinn hjá
Wiebe er að hann þykir nokkuð
grátgjarn.
Leikstjóri: Seth Gordon
Dómur IMDB: 8,4/10
10.000 BC
D’Leh er mammút-veiðimaður sem
reynir að bjarga ættbálki sínum
frá þrælkunarvinnu óþekktra afla.
Hann reynir um leið að vinna sér
virðingu ættbálksins með því að
drepa stærsta mammútfíl sem á að
færa honum yfirráð og ást dular-
fullrar konu.
Leikstjóri: Roland Emmerich
Aðalhlutverk: Steven Strait og
Camilla Belle
Dómur IMDB: 5,2/10
Horton
Einvalalið gamanleikara ljær per-
sónum teiknimyndarinnar Horton
rödd sína. Myndin er byggð
á bók dr. Seuss og segir frá
fílnum Horton sem
ákveður að bjarga
samfélagi Whoville frá
glötun. Þrátt fyrir að enginn
treysti því að þetta risavaxna
spendýr geti reddað einu né
neinu þá ákveður Horton
að standa fast við sitt enda
eru allir jafnir óháð stærð.
Leikstjóri: Jimmy Hayward
og Steve Martino
Aðalhlutverk: Jim Carrey og Steve
Carell
Dómur IMDB: 7,9/10
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Bíódagar verða haldnir á vegum
kvikmyndaklúbbsins Græna ljósið í
Regnboganum dagana 11.-24.apríl.
Kvikmyndahúsið Regnboginn verður
lagt undir hátíðina sem er þó ekki
kvikmyndahátíð í orðsins fyllstu
merkingu. Heldur verða kvikmyndirn-
ar sýndar mörgum sinnum á besta
tíma, ólíkt því sem tíðkast á venjuleg-
um hátíðum þar sem hver kvikmynd
er sýnd einu sinni til tvisar. Að sögn
Ísleifs B. Þórhallssonar, forsvars-
manns Bíódaga, heppnaðist hátíðin í
fyrra mjög vel en hana sóttu yfir tíu
þúsund manns. „Við sýndum þá Die
Falscher sem var valin besta erlenda
myndin á Óskarnum í ár og svo Away
From Her en þar fór Julie Christie á
kostum,“ segir Ísleifur sem lofar engu
síðra hlaðborði á næstu Bíódögum.
Þegar hafa sjö titlar verið negldir
inn í dagskrá Bíódaga og ber þar
hæsta ísraelsku kvikmyndina The
Band‘s Visit. Myndin segir frá
ísraelskri hljómsveit sem leggur land
undir fót en verður innlyksa í egypsk-
um smábæ. Myndin hefur verið lofuð í
hástert og ef allt hefði verið með
eðlilegum hætti hjá óskarsakademí-
unni þá hefði hún vafalítið hlotið
tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Bandarískum starfsbræðrum þótti
hins vegar ekki nægjanlega margir
Ísraelar vinna að gerð hennar og því
var myndinni ýtt út af borðinu.
Hið sama átti hins vegar ekki við
um War/Dance sem var tilnefnd í hópi
heimildarmynda. Þrenn systkini frá
Úganda eru allslaus en ákveða að skrá
sig í árlega danskeppni sem haldin er í
höfuðborginni. - fgg
Bíódagar byrja í apríl
VINSÆLIR Ísleifur B. Þórhallsson segir að Bíó-
dagarnir hafi mælst vel fyrir í fyrra en þá hafi
mætt yfir tíu þúsund manns.
> FJALAKÖTTURINN ENN Á KREIKI
Fjalakötturinn verður að venju með
fjölbreytta dagskrá. Á laugardag
verða sýndar norrænar stuttmyndir
en á sunnudag verður heimildar-
myndin Ketill frumsýnd en henni er
meðal annars leikstýrt af Tómasi
Lemarquis.
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
ATH!
Frábær sýnishorn af
Ice Age 3 frumsýnt á Horton
Þú finnur muninn
frá fyrsta sopa!