Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 82
46 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
maturogvin@frettabladid.is
Dagur heilags Patreks, eða St.
Patrick’s Day, verður haldinn
hátíðlegur víða um heim nú á laug-
ardag og mánudag. Þó að Írar hafi
upphaflega verið einir um að
fagna þessum dýrlingi þjóðarinn-
ar hefur siðurinn breiðst út og nú
eru þeir mun fleiri sem flagga
grænu honum til heiðurs. Yfirleitt
fara hátíðarhöldin fram 17. mars á
ári hverju, en þar sem dagurinn
hittir í ár á upphaf vikunnar fyrir
páska ákvörðuðu írskir biskupar
að honum yrði þess í stað fagnað á
laugardegi. Þó má búast við því að
fagnaðarlæti sem ekki tengjast
kirkjunni nái hámarki á mánudag,
að vanda.
Þeir sem vilja samgleðjast Írum
geta sótt í matarhefðir og skellt í
eina nautakjöts- og Guinness-
kássu. Uppskriftina má sjá á
heimasíðu Food Network.
Hreinsið kjötið og skerið í hent-
uga bita. Veltið kjötinu upp úr 1
msk. af olíu. Blandið hveiti, salti,
pipar og cayenne-pipar í lítilli
skál. Hitið restina af olíu á pönnu
yfir háum hita. Brúnið kjötið,
lækkið hitann og bætið lauk, hvít-
lauk og tómatablöndunni við.
Setjið lok yfir og látið malla í 5
mínútur.
Færið innihaldið yfir í pott og
hellið helmingnum af Guinness-
bjórnum í pönnuna. Látið suðu
koma upp og skrapið kjötleifar af
pönnunni. Hellið yfir kjötið, ásamt
restinni af bjórnum. Bætið gulrót-
um og timjani út í, hrærið og
smakkið til. Látið malla undir loki
yfir lágum hita þar til kjötið er
meyrt, í um 2-3 tíma. Skreytið með
steinselju og berið fram. - sun
Írsk kjötkássa á degi dýrlings
Barþjónakeppnin Finlandia
Vodka Cup var haldin í snjóhúsi í
Lapplandi í lok febrúar, þar sem
barþjónar öttu kappi í 10 metra
háu snjóhúsi með ísborðum. Full-
trúi Íslands þar var Valtýr Berg-
mann, sem sigraði undankeppn-
ina hér heima með drykk sínum,
SpassiMongo.
Markmið keppninnar er bæði
að finna færasta barþjóninn og
besta nýja drykkinn byggðan á
Finlandia vodka.
Sigurvegari Finlandia Vodka
Cup að þessu sinni var Ungverj-
inn Mihaly Handtuch, en Valtýr
Bergmann lenti í 8. sæti, sem
telst góður árangur. Hann hlaut
þriðju verðlaun fyrir fordrykk
sinn, en keppt var um fordrykki,
kokkteil og í svokölluðu Quick
Mix, þar sem keppendur fá að
velja sér hráefni úr kassa og fá
fimm mínútur til að blanda
drykk.
Valtýr í 8. sæti
BARÞJÓNAKEPPNI Í SNJÓHÚSI Finlandia
Vodka Cup var haldin í 10 metra háu
snjóhúsi í Lapplandi í lok febrúar. Full-
trúi Íslands hafnaði í 8. sæti af 28.
Frá því að sólþurrkaðir
tómatar héldu innreið sína í
íslenskar matarverslanir
hafa þeir átt sjálfsskipaðan
sess í öðrum hverjum eld-
hússkáp á landinu. Þeir sem
vilja flækja málin aðeins
geta gert eigin útgáfu af
tómötunum. Í stað þess að
reyna að þurrka þá í vetrar-
sólinni í eldhúsglugganum
er hins vegar gáfulegra að
snúa sér að ofninum. Með
því að þurrka þá í ofni verða
tómatarnir bragðmeiri og
alveg samkeppnishæfir við
þá sem maður kaupir í
krukkunum.
Notið plómutómata, og
skerið í helminga á lengd-
ina. Stráið sjávarsalti í
sárið, og leggið tómatana
með sárið niður á eldhús-
bréf. Látið standa í um
klukkutíma.
Hitið ofninn í um 150
gráður. Leggið tómatana, með sárið upp, á plötu með bökunarpappír.
Bakið í um 3 ½ til 4 tíma, eða þar til kanturinn á tómötunum fer að
krullast.
Enn betri tómatar
OFNÞURRKUÐ GÆÐI Við þurrkun verða tómatar
bragðmeiri og má þurrka þá hvort sem er í ofni
eða láta sólarljósið sjá um það. NORDICPHOTOS/GETTY
Hvaða matar gætirðu síst verið
án?
Það myndi vera sætabrauð, súkku-
laði, kaffi og te.
Besta máltíð sem þú hefur fengið:
Baklava-bakkelsi sem ég fékk í tyrknesku
bakaríi í Amsterdam.
Er einhver matur sem þér finnst vond-
ur?
Ég skil ekki sellerí. Mér finnst það alveg
ótrúlega vont eitt og sér. Annars borða ég
held ég bara allt, bara minna af því sem er
ekki gott.
Leyndarmál úr eldhússkápnum:
Vonandi verður leynivopnið lavendersykur-
inn sem ég er að búa til núna.
Hvað borðar þú til að láta þér líða
betur?
Besta trixið til að láta sér líða vel
er að baka eitthvað ótrúlega gott
og mikið.
Hvað áttu alltaf til í ísskápn-
um?
Lýsi, af því að það er ótrúlegt! Og
svo smjör, egg, osta og gott
úrval af marmelaði og sultum.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju,
hvað tækirðu með
þér?
Kartöflur. Þær geta
bjargað mannslífum.
Hvað er það
skrýtnasta sem þú
hefur borðað?
Allt kjöt í hlaupi er
frekar skrýtið.
> Prófaðu...
...að plata bæði þig og aðra til að borða
meiri ávexti með því að gera úr þeim
salat. Það er töluvert meira
aðlaðandi fyrir augað en
stakur banani. Fyrir
frekara dekur má
svo prófa að strá
kókosflögum, dálitlu
af dökku súkkulaði eða
einni mulinni makkar-
ónuköku yfir hollustuna.
Guinnesskássa
1 kíló nautakjöt
3 msk olía
2 msk hveiti
Salt og nýmulinn svartur pipar
Klípa af cayenne pipar
2 stórir laukar, skornir gróft
1 hvítlauksgeiri, kraminn
2 tsk tómatpúrra, leyst upp í 4 msk af vatni
1 ¼ bolli Guinness
2 bollar gulrætur, skornar gróft
1 timjangrein
1 söxuð steinselja til skreytingar
KJÖT Í GUINNESS Þessi kjötkássa er með
afar írskum formerkjum, en í hana er
meðal annars notaður Guinness-bjór.
NORDICPHOTOS/GETTY
Jóhannes Bragi Bjarna-
son, auglýsingagerðar-
maður, plötusnúður og
mataráhugamaður, hefur
miklar mætur á ítölskum
kjötbollurétti sem
tengdafaðir hans kenndi
honum.
„Þegar maður er ekki að spila
eitthvað þá verður maður að
hafa eitthvað í sig og þetta er
alltaf vinsælt heima hjá mér,“
segir Jóhannes Bragi, sem er
einráður í eldhúsinu á sínu
heimili. „Tengdapabbi á
heiðurinn af þessu. Hann alla
vega kynnti mig fyrir þessum
rétti en það er mikið atriði að
nota vel af sítrónum í hann.
Þetta er aðeins meira vesen
en að elda spaghetti bologn-
ese, svona klukkutími með
öllu, en er vel þess virði,“
segir hann. „Þegar ég
smakkaði þetta fyrst varð ég
yfir mig hrifinn af þessu
sítrónu „elementi“. Annars er
þetta bara mjög venjulegur
réttur, myndi ég segja.“
Asískur og ítalskur matur
Jóhannes Bragi segist þó ekki
leggja það í vana sinn að elda
hefðbundinn heimilismat. „Ég
myndi segja að ég væri meira
í asískum og ríkulegum
ítölskum mat. Annars er þetta
eitthvað sem kemur upp úr
mér því ég á mjög erfitt með
að fara eftir uppskriftum. Ég
les þær aðallega mér til
hliðsjónar.“
Hann segir að eldamennska
sín falli vel að starfi sínu sem
plötusnúður í dúettinum
Gullfoss og Geysir, enda fer
það aðallega fram á nóttunni.
„Það er ekki verra að hafa
smá prótín í líkamanum til að
hafa úthald í það,“ segir hann.
freyr@frettabladid.is
Prótín fyrir plötusnúðinn
„Þetta eru í grunninn ítalskar kjötbollur
sem tengdapabbi gerir af mikilli snilld
en ég lagaði hana að því sem ég átti í
ísskápnum einhvern tímann um daginn,“
segir Jóhannes um uppskriftina.
500 gr nautahakk
1 brauð bleytt í mjólk
1 egg
2 hvítlauksrif
2 tsk oregano
2 tsk fersk steinselja
Hnefi af söxuðum ólífum
1 tsk salt
2 tsk svartur pipar
Parmesan ostur
Sítrónubörkur af heilli sítrónu og safi
Aðferð:
Blandið öllu saman, þannig að auðvelt sé
að hnoða litlar bollur, veltið upp úr hveiti
og steikið í smá olíu í 2-3 skömmtum.
Sósa:
2 dollur LaSelva tómatsósa með basil
3-4 þurrkaðir litlir chilli-bitar
1 laukur gróft skorinn
2 hvítlauksrif
Tómatpúré
Sítrónusafi
Hnefafylli af rifnu fersku basil.
Aðferð:
Laukur, hvítlaukur og chili steikt þangað til
það glansar og sósunni þá hellt út í. Látið
malla aðeins. Smakkað til með pipar, salti
og tómatpúré. Að lokum er basilinu hent
út á. Borðað með spaghetti eða einhverju
öðru pasta.
ÍTALSKAR KJÖTBOLLUR
JÓHANNES OG ALDÍS Aldís Eyja, fósturdóttir Jóhannesar Braga Bjarnasonar,
aðstoðar hann í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
MATGÆÐINGURINN BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR HÖNNUÐUR
Baklava-bakkelsi besta máltíðin
...alla daga
t...
r.
ir
Allt sem þú þarft...
F é bl ðið l d bl ð l d i
FÖSTUDAGUR
8. FEBRÚAR 200
8
FYLGIRIT FRÉT
TABLAÐSINS
Kolfinna Baldvinsdóttir og
Ásdís Olsen hreyfa við fólki