Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 85

Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 85
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 49 Söngkonan Amy Winehouse hefur þurft að eyða háum fjárhæðum í að þrífa og end- urbæta íbúð sína í Austur-London. Þegar Amy flutti fyrst inn í íbúðina með eiginmanni sínum, sem nú situr í fangelsi, var hún stórglæsileg. Eftir eiturlyfjaveislur þeirra hjóna þótti íbúðin hins vegar vera orðin hreinn viðbjóður, svo illa útlítandi að eigandi hennar hótaði að fara í mál við Amy ef hún gerði ekkert í málunum. Heroes-leikkonan Hayden Panettiere segir að hún muni aldrei verða eins grönn og fyrirsæta. Hún segist hafa ákveðið að sætta sig við þessa staðreynd og njóta þess að vera með ávalar línur. „Ég er ekki ein af þessum klikkuðu stelpum sem halda að þær séu feitar. Ég er sátt við það sem ég hef,“ segir leikkon- an unga. Hayden, sem er 18 ára, er sögð vera á föstu með mótleikara sínum úr Heroes, Milo Ventimiglia. Kate Beckinsale heldur því fram að hún sé ófríð. Leikkonan þekkta er oft ofarlega á blaði í kosning- um um fallegustu konur heims en það er ekki nóg fyrir hana. „Ég var mjög ljót þar til ég náði fimmtán ára aldri og hef ekki náð að losa mig út úr því hugarfari,“ segir hún. Charlize Theron verður ekki sökuð um að vera ljót, ekki frekar en Beckinsale. Hún seg- ist þó elska að leika ófríðar persónur. „Það skiptir ekki máli hvernig maður lítur út á skjánum, þetta snýst um að segja sögu. Ég dæmi ekki persónur eftir því hvernig þær líta út,“ segir Charlize sem hreppti Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Monster árið 2004. FRÉTTIR AF FÓLKI „Þær stúlkur sem ekki hafa náð átján ára aldri þegar keppnin fer fram þurfa skriflegt leyfi frá for- eldrum,“ segir Arnar Laufdal, framkvæmdastjóri Fegurðar- samkeppni Íslands. Undirbúning- ur fyrir Ungfrú Reykjavík er nú í fullum gangi og meðal tuttugu keppenda eru tvær stúlkur sem ekki hafa náð átján ára aldri. Þær eru hins vegar með leyfi frá for- eldrum um að mega taka þátt í þessari keppni. Mikla athygli vakti þegar Manuela Ósk Harðardóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið um helg- ina að fegurðarsamkeppnir væru ávísun á einhvers konar átröskun en Arnar vildi ekki tjá sig um þau ummæli. Elín Gestsdóttir, sem var framkvæmdastjóri keppn- innar þegar Manuela var krýnd fegurst allra fljóða, segir að þessi ummæli hafi stungið hana. „Já, ég verð að viðurkenna að þetta kom mér svolítið á óvart,“ segir Elín en hún telur að rík áhersla hafi verið lögð á að stúlkurnar sem kepptu borðuðu holla og næring- arríka fæðu. Hún segist ekki hafa heyrt af öðrum stúlkum sem hafi þessa sögu að segja eftir þátt- töku í keppn- inni. Elín viðurkennir hins vegar að kannski sé átján ára aldurs- takmarkið of lágt og hún hafi sjálf sagt stúlkum sem vildu fá að vera með að bíða sökum ungs aldurs. „Þær fegurðardrottning- ar sem hafa kannski náð hvað lengst að undanförnu hafa allar verið komnar yfir tvítugt,“ segir Elín og bendir máli sínu til stuðn- ings á Ragnhildi Steinunni sem var 23 ára og Unni Birnu Vil- hjálmsdóttur en hún var 21 árs. Ekkert lát virðist hins vegar á áhuga á fegurðarsamkeppnum hér á landi, því að sögn Arnars bárust tvö hundruð ábendingar fyrir keppnina í ár. Ungfrú Reykjavík verður krýnd í lok apríl en ungfrú Ísland hinn 30. maí. - fgg Með skriflegt leyfi foreldra í Ungfrú Reykjavík UNDRANDI Elín var hissa á ummæl- um Manuelu í Frétta- blaðinu. ÁVÍSUN Á ÁTRÖSKUN Manuela Ósk Harðardóttir sagði feg- urðarsam- keppnir ávísun á átröskun. Leikarinn Hugh Laurie segir að Bretar hafi snúið við sér baki eftir að hann sló í gegn í Banda- ríkjunum í sjónvarpsþáttunum House. Hann segist ekki hafa fengið nein tilboð frá föðurlandi sínu í langan tíma og undrast það mjög. „Hurðinni hefur verið skellt á mig. Fólk virðist telja að ég hafi gengið markaðsöflunum á hönd,“ sagði Laurie. „Fólk virðist halda að ég hafi svarið eið um að verða ekki vinsæll.“ Bætti hann því við að hann hefði mikinn áhuga á að starfa aftur með Stephen Fry sem lék meðal annars með honum í hinum vinsælu þáttum Jeeves and Wooster. Bretar sneru við mér baki HÚS IÐ O PNA R KL . 24 MIÐ AVE RÐ K R. 10 00 FOR SALA Á NAS A FÖST UDA GINN 22. F EB . MILL I KL. 13-1 6 ALD URST AKM ARK 20 Á RA AÐ L OKN UM ST ÓRT ÓNL EIKU M Í LAU GAR DALS HÖL L GLE ÐIN HEL DUR ÁFR AM Á N ASA . ÞAN GAÐ ERU ÁHA NGE NDU R VE LKO MNI R OG G ILDA MIÐ ARN IR Ú R HÖ LLIN NI EIN NIG SEM AÐG ÖNG UMI ÐAR Á N ASA ÞET TA K VÖL D. TIL H AMI NGJU MEÐ SÁLA RAF MÆ LIÐ! EFTIRP ARTÝ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.