Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 86

Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 86
50 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 12 7 12 12 16 7 14 7 SEMI PRO kl. 6 - 8 - 10 THE KITE RUNNER kl. 8 BE KIND REWIND kl. 10.10 BRÚÐGUMINN kl. 6 12 12 7 16 7 THE ORPHANAGE kl.5.30 - 8 - 10 AUGUST RUSH kl.5.30 - 8 - 10.30 BE KIND REWIND kl. 8 - 10.15 DIVING BELL kl.5.40 - 8 27 DRESSES kl.5.30 - 10.10 SEMI PRO kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SEMI PRO LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 BE KIND REWIND kl. 5.45 - 8 - 10.15 27 DRESSES kl. 8 - 10.30 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 3.30 ÍSL. TAL JUMPER kl. 6 - 10.10 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 SEMI PRO kl. 6 - 8 - 10 THE KITE RUNNER kl. 6 - 9 THERE WILL BE BLOOD kl. 8 INTO THE WILD kl. 10.10 ATONEMENT kl. 5.30 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 5% 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu S.V. - MBL. S.V. - MBL. B.B - 24 STUNDIR M.M.J - kvikmyndir.com -V.J.V. - Topp5.is / FBL - H.J. - MBL Topp5.is Hugljúf og í allan stað frábær mynd um drauma og hvernig þeir rætast ef maður bara vill trúa því. -24 Stundir MYND SÍÐASTA ÁRS. SÍÐARI ÁRA OG EIN BESTA „EIN BESTA HROLLVEKJA ÉG HVET ALLA TIL Að SKELLA SÉR Á ÞESSA“ - D.Ö.J. KVIKMYNDIR.COM ,,Í HÓPI BESTU HROLLA SEM KOMIÐ HAFA UNDANFARIN ÁR." - LIB, TOPP5.IS/FBL REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK THE BUCKET LIST kl. 6 - 8 - 10:10 7 AUGUST RUSH kl. 5:30 - 8 7 DARK FLOORS kl. 10:30 14 UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 6 L NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 16 STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 -10:10 7 P.S. I LOVE YOU kl. 8 L DIGITAL THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 L THERE WILL BE BLOOD kl. 10:20 16 27 DRESSES kl. 8 L UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 6 L THE BUCKET LIST kl. 8 7 STEP UP 2 kl. 6 - 10 7 JUNO kl. 8 7 DARK FLOORS kl. 10 16 NJÓTTU LÍFSINS ÓSKARSMYNDIRNAR ERU Í SAMBÍÓUNUM nánari upplýsingar um ÓSKARSMYNDIRNAR má finna á www.SAMbio.is ÞAÐ ELSKA ALLIR JUNO! BESTI VINUR MANNSINS AUGUST RUSH 27 DRESSES kl. 8 L DEATH AT A FUNERAL kl. 8 7 ATONEMENT kl. 10:10 12 SWEENEY TODD kl. 10:10 16 THE BUCKET LIST kl. 6 - 8:20 - 10:30 7 JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 7 UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 6:10 L STEP UP 2 kl. 8:20 - 10:30 7 - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR SEMI-PRO kl. 6, 8 og 10 12 FLUGDREKAHLAUPARINN kl. 5.30, 8 og 10.20 12 RAMBO kl. 8 og 10 16 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 L 2 - 24. Stundir - V.J.V., Topp5.is - M.M.J., kvikmyndir.com - S.V., MBL - L.I.B., topp5.is 20% afsláttur fyrir Vörðufélaga Borkó er listamannsnafn Björns Kristjánssonar. Hann hefur feng- ist við tónlist í mörg ár, hefur m.a. samið eitthvað fyrir leikhús og á að baki eina EP-plötu sem kom út fyrir nokkrum árum hjá Resonant- merkinu, en Celebrating Life er hans fyrsta stóra plata. Hún er búin að vera lengi í vinnslu; elsta lagið á henni er orðið sex ára gam- alt. Platan kemur út hjá Kimi Rec- ords hér á Íslandi og á vegum Morr Music í Evrópu, en Borkó er þessa dagana á tónleikaferð um álfuna með múm. Borkó má hiklaust telja til krútt- senunnar. Þegar hann spilaði á Air- waves síðasta haust fylgdu honum nokkrir af hirðhljóðfæraleikurum þeirrar senu og bæði Örvar Þóreyj- arson Smárason og Gunnar Örn Tynes úr múm koma við sögu á Celebrating Life; Örvar sem texta- höfundur og hljóðfæraleikari og Gunnar sem upptökustjóri með Borkó sjálfum. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar maður heyrir fyrstu tón- ana í upphafslaginu Continental Lover er líka múm. Áferðin og stemningin eru mjög lík. Eins og hjá múm er tónlist Borkó marglaga sambland af raftónlist og lifandi hljóðfæraleik. En þegar maður hlustar meira og betur á Celebrat- ing Life þá uppgötvar maður að Borkó hefur alveg sín sérkenni sem skilja hann frá múm og öðrum krútturum. Eitt af þeim eru áhrif frá stór- sveitum áttunda áratugarins. Gítar- leikurinn og risið í laginu Sushi Stakeout minnir t.d. einna helst á Pink Floyd á Dark Side Of The Moon eða Wish You Were Here og lokalagið Hondo & Borko er ein- hvers konar uppfærð útgáfa af proggrokki. Andi áttunda áratug- arins svífur yfir vötnum. Það er samt alls ekki eins og þetta sé ein- hver retró-plata, heldur er sevent- ís-fílingurinn eitt af hráefnunum í bragðmikilli tónlistarsúpu Borkós. Flest þeirra átta laga sem eru á Celebrating Life eru án söngs og þau lög sem eru sungin eru bara með texta í smá kafla. Samt er plat- an melódísk og poppuð. Og fjöl- breytt. Lagið Summer Logic er borið uppi af lúðrablæstri og munn- hörpuleik, en í næsta lagi Doo Doo Doo eru raddir og gítar mest áber- andi. Textinn og söngmelódían í Dingdong Kingdom („Hello is it me you’re looking for/ding dong, are you standing at my door/peeping through my keyhole/smelling my kingdom...“) eru bráðskemmtileg og sýna að húmorinn er eitt af því sem skapar Borkó. Celebrating Life er heilsteypt og virkar mjög vel þegar maður spil- ar hana alla í gegn í einu. Fyrsta íslenska snilldarplatan á árinu 2008. Trausti Júlíusson Fyrsta snilldarplata ársins TÓNLIST Celebrating Life Borkó ★★★★ Þó að það sé margt sem minnir á krúttsveitir eins og múm og Benna Hemm Hemm hjá Borkó þá hefur tónlist hans alveg sín sérkenni líka. Hún er margþætt en líka melódísk og poppuð. Fyrsta snilldarplata ársins. Trappa, önnur plata hljómsveitarinnar Steintryggs, er komin út. Freyr Bjarnason spjallaði við bank-bræðurna Steingrím Guðmundsson og Sigtrygg Baldursson. Þeir Steingrímur og Sigtryggur hafa unnið að Tröppu undanfarin fjögur ár með hléum. Fengu þeir til liðs við sig fjölda hljóðfæraleikara af ýmsum þjóðernum og eftir það sá ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost, sem er búsettur hérlendis, um að fullvinna verkið með hljóðgöldrum sínum. „Við vorum að djöflast í „lókal“ tónlistarmönnum hér og hvar,“ segir Sig- tryggur um þriggja vikna tónleikaferð Steintryggs til Evrópu. „Við vorum með stúdíó með okkur og það var það sem þetta gekk út á, að ferðast, spila, taka upp og hitta „lókal“ tónlistarmenn.“ Tyrkneskur flautusnillingur Á meðal gesta Steintryggs á plötunni er tyrkneski strengja- og flautusnillingurinn Hadji Tekbilek. „Hann er rosalega flinkur músíkant og spilar á skemmtileg hljóðfæri,“ segir Steingrímur. Einnig koma við sögu dansk-hollenski hljóðfæraleikarinn Sören Venema, Daninn Lars Bo Kujahn sem leikur á flathörpu, Quanooon frá Egyptalandi og barkasöng- hópurinn Huun Huur Tu sem spilaði á Listahátíð í Reykjavík 2005. Að auki koma fram Kammerkór Suðurlands, saxófónleikarin Jóel Pálsson, Dave Randall, gítarleikari bresku sveitarinnar Faithless, og munnhörpuleikarinn David Jones frá Wales. Áhrif héðan og þaðan „Við lítum ekki á þetta sem heimstónlist miðað við þann skilning sem er beinlínis lagður í það orð,“ segir Sigtryggur um tónlist Steintryggs. „Við lítum á þetta sem tilraunakennda tónlist. Við erum að taka fullt af áhrifum héðan og þaðan úr heiminum og búum til ryþmagrunna sem við teljum vera nokkuð einstaka fyrir okkur, báða slagverksmenn. Svo fer þetta allt í gegnum filterinn hjá karlinum, Ben Frost.“ Steintryggur heldur útgáfutónleika á Organ í kvöld til að fagna plötunni og hefjast þeir klukkan 22.00. Eftir það spilar sveitin á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði á föstudaginn langa. Gestkvæmt hjá Steintryggi STEINTRYGGUR Sigtryggur Baldursson, Ben Frost og Steingrím- ur Guðmundsson hafa sent frá sér plötuna Trappa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íslenska listahópnum The Weird Girls Project hefur verið boðið að koma fram á Concrete and Glass-lista- hátíðinni í London í byrjun október. Með hópnum í för verður listakonan Berglind Ágústsdóttir sem mun flytja þrjú lög af fyrstu sólóplötu sinni. Á meðal þeirra flytjenda sem koma fram á hátíðinni eru Yeah Yeah Yeahs, MIA, The Horrors, Liars og TV on the Radio. Kitty Von-Sometime, leiðtogi The Weird Girls Project, segir að einn af skipuleggjendum hátíðar- innar hafi frétt af tilurð hópsins á síðustu Airwaves- hátíð og ákveðið að bjóða honum til London. „Ég hélt að okkur yrði ekki boðið því þetta er stór hátíð og við erum tiltölulega nýstofnaður hópur, höfum aðeins starfað í eitt ár. Þess vegna er þetta mikill heiður,“ segir Kitty. Hópurinn er skipaður hátt í þrjátíu stúlkum sem eru flestar á þrítugsaldri. Hefur hann tekið þátt í ýmsum uppákomum sem Kitty hefur séð um að skipuleggja. Fá stúlkurnar aldrei að vita fyrr en á hólminn er komið hvert verkefnið er eða hvernig þær verða klæddar. „Ég sagði við þær að þær yrðu að samþykkja að vera ljósmyndaðar og kvikmyndað- ar ef þær vildu vera með og það hefur ekki skipt neinu máli. Þær treysta mér algjörlega og gera það sem ég segi. Þetta hefur líka styrkt þeirra sjálfs- mynd og þær eru ekki eins feimnar og áður,“ segir hún. Á meðal verkefna The Weird Girls Project er þátt- taka í tónlistarmyndbandi á Laugarvatni fyrir banda- rísku hljómsveitina Heartsrevolution og ljósmynda- taka þar sem hópurinn stillti sér upp og hermdi eftir frægu málverki Leonardo Da Vinci, Síðustu kvöld- máltíðinni. - fb Skrýtnar stúlkur til London THE WEIRD GIRLS PROJECT Kitty og vinkonur hennar í The Weird Girls Project taka þátt í listahátíð í London í október.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.