Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 87
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 51
Hljómsveitin Kings of Leon og
tónlistarmaðurinn Will Oldham,
einnig þekktur sem Bonnie
Prince Billy, hafa bæst í hóp
þeirra sem spila á Hróarskeldu-
hátíðinni í sumar.
Einnig hafa rokksveitin The
Dillinger Escape Plan og sinfón-
íuhljómsveitin The Tivoli
Symphony Orchestra frá Dan-
mörku bæst við dagskrána. Á
meðal fleiri flytjenda sem hafa
bókað sig á hátíðina eru Radio-
head, Neil Young, The Chemical
Brothers, Judas Priest, Slayer og
The Streets.
Hróarskelda 2008 fer fram
dagana 3.-6. júlí og hefst upphitun
29. júní.
Kóngarnir á
Hróarskeldu
KINGS OF LEON Sveitarokkararnir spila á
Hróarskelduhátíðinni í sumar.
Heilsíðugrein um feril
Bjarkar Guðmundsdóttur
var að finna í laugardags-
útgáfu breska dagblaðs-
ins The Independent. Til-
efnið er hvatningarorð
hennar til Tíbet á tónleik-
um sínum í Kína sem hafa
vakið mikla athygli víða
um heim.
„Það hlýtur að vera
leiðinlegt að vera Björk
þessa dagana. Eftir allar
frábæru plöturnar, fram-
sæknu tónlistarmynd-
böndin og framandi
klæðnaðinn á hin óút-
reiknanlega stjarna sífellt erfið-
ara með að koma aðdáendum
sínum á óvart. En henni tókst það
með því að æpa „Tíbet!, Tíbet!“ á
tónleikum í Sjanghaí
undir lok lagsins
Declare Independ-
ence,“ sagði í grein-
inni. „Þessi árás á kín-
versk stjórnvöld var
svolítið eins og að
kasta smásteinum í fíl.
Ef Steven Spielberg
getur ekki haft áhrif á
stefnu kínverskra
stjórnvalda, hvaða
möguleika á þá tónlist-
arkona eins og
Björk?“
Í greininni er því
einnig haldið fram að
Björk sé með uppreisnarandann í
blóðinu því móðir hennar sé fem-
ínisti og faðir hennar formaður
Rafgreinasambands Íslands.
Uppreisn í blóðinu
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTT-
IR Breska dagblaðið The
Independent birti heil-
síðugrein um feril Bjarkar
Guðmundsdóttur.
Nú standa Músiktilraunir yfir.
Þar hefur alltaf verið (mis)hátt
hlutfall hljómsveita sem spila
argasta þungarokk af öllum
tegundum. Arnar Eggert Thor-
oddsen sem sér um þáttinn
Metall!!! á Rás 2 ætlar að fjalla
um Músiktilrauna-þungarokkið í
þættinum í kvöld strax á eftir
tíufréttum. Af mörgu er að taka
og Arnar rótar eftir gullmolunum
í safni RÚV. Hlustendur mega
eiga von á að heyra í dauðarokk-
sveitinni Sororicide, sem vann
keppnina árið 1991 (undir nafninu
Infusoria), Bootlegs sem tók þátt
fjórum sinnum, hornfirsku
bylmingssveitinni Mosaeyði sem
sló í gegn með ópusnum „Ég elska
Satan“ og Bee Spiders, grugg-
sveit sem Jónsi í Sigur Rós fór
fyrir.
Ég elska Sat-
an á Rás 2
CRANIUM VARÐ Í ÖÐRU SÆTI 1993
Spilaði dauðarokk og lét mynda sig í
kirkju.
Verktakafyrirtækið Strúctor byggingaþjónusta ehf.
hefur stefnt Ríkharði Daðasyni, fyrrverandi
atvinnu- og landsliðsmanni í knattspyrnu, vegna
vangoldinna greiðslna í tengslum við viðgerð á
húsnæði hans að Sunnuvegi í Reykjavík.
Húsnæðið þarfnaðist viðgerða þegar Ríkharður
festi kaup á því og réð hann Strúctor, sem sérhæfir
sig í breytingum og endurnýjun húsnæðis, til að sjá
um verkið.
Að sögn lögfræðings Ríkharðs, Steinars Þórs
Guðgeirssonar, sem er fyrrverandi leikmaður Fram
eins og Ríkharður, var skjólstæðingur hans ósáttur
við viðgerðina. Neitar hann að greiða þá upphæð
sem fyrirtækið vill fá fyrir verkið og því er málið á
leið fyrir dómstóla.
Talsmaður Strúctor vildi ekkert láta hafa eftir sér
í tengslum við málið en staðfesti þó að Ríkharður
hefði ekki greitt fyrir umbeðna þjónustu og fullyrti
að fyrirtækið hefði staðið við öll sín loforð við
framkvæmd viðgerðarinnar.
Ríkharður Daðason spilaði fjölda landsleikja fyrir
Íslands hönd og var jafnan duglegur að þenja út
netmöskvana. Einnig spilaði hann sem atvinnumað-
ur bæði í Noregi og á Englandi við góðan orðstír.
Eftir að hann kom heim til Íslands spilaði hann með
sínum gömlu félögum í Fram áður en hann lagði
skóna á hilluna. - fb
Verktaki stefnir fótboltakappa
RÍKHARÐUR
DAÐASON
Knattspyrnu-
kappinn
fyrrverandi
Ríkharður
Daðason á
í deilum við
verktakafyrir-
tækið Strúctor
byggingaþjón-
ustu ehf.