Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 10

Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 10
10 15. mars 2008 LAUGARDAGUR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Filippseyskur vofuapi í tré í Bohol-héraði á Filipps- eyjum. Tegundin er einn minnsti prímati heims, verður mest 15 cm, og er í útrýmingarhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópusam- bandsins gáfu sér á fundi sínum í Brussel í gær frest til næstu ára- móta til að ljúka gerð frumvarps að nýjum bindandi reglum til að ná markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í aðildar- ríkjunum 27. Þeir vöruðu ríkin sem mest losa í heiminum – Bandaríkin, Kína og fleiri – við því sambandið kynni að beita þau viðskiptaþving- unum ef þau axla ekki sinn hluta ábyrgðarinnar á að draga úr losun- inni til að hamla gegn loftslags- breytingum. „Bregðist alþjóðaviðræður kann að verða gripið til viðeigandi ráð- stafana,“ sögðu leiðtogarnir i álykt- un. Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti bætti um betur og sagði: „Meginverkefnið er að setja upp kerfi sem myndi gera okkur kleift að ráðast gegn innflutningi frá löndum sem ekki fara að leikregl- um alþjóðlegrar umhverfisvernd- ar.“ Leiðtogarnir ályktuðu líka um stöðu efnahagsmála í því skyni að sannfæra fjárfesta og fyrirtækja- rekendur um að ESB-ríkin væru vel í stakk búin til að standa af sér kreppuna á alþjóðlega fjármála- markaðnum. Stöðug evra hjálpi til þess. Þeir lýstu fullri trú á að hægt væri að ná markmiðum um minni loftmengun án þess að það skaðaði efnahagslífið. Janez Jansa, forsætisráðherra Slóveníu sem fer með ESB-for- mennskuna þetta misserið, tjáði fréttamönnum að samið hefði verið um frest til að ljúka bindandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til að tryggja að Evrópusambandið haldi forystuhlutverki í þeim alþjóðlegu samningaviðræðum um þau mál sem fram undan eru. ESB hefur sett sér að skera losun niður um fimmtung fyrir árið 2020, miðað við losun ársins 1990. ESB- leiðtogarnir segjast vonast til að önnur helstu losunarríki heims setji sér hliðstæð markmið þegar sest verður niður til að semja um arftaka Kyoto-bókunarinnar í Kaupmannahöfn á næsta ári. Sarkozy Frakklandsforseti sagði ennfremur að hann hefði fengið „samhljóða“ stuðning við áform um stofnun svonefnds Miðjarðar- hafssambands til að styrkja tengsl ESB við grannríkin við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf. Pólski forsætisráðherrann Don- ald Tusk boðaði þá tillögur um nán- ari tengsl ESB og Úkraínu, svo að það mikilvæga grannríki sam- bandsins í austri stæði ekki verr að vígi en grannríkin í suðri. audunn@frettabladid.is Hóta loftslags- skussum refsingum Á miðmisseris-leiðtogafundi Evrópusambandsins í gær var spjótum beint að þeim ríkjum sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Sambandið kann að beita þau þvingunum ef þau skorast undan ábyrgð. KEIKIR Lawrence Gonzi, forsætisráðherra Möltu, t.v., og hinn breski kollegi hans Gordon Brown slá á létta strengi á fundinum í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FISKAFLI Heildarafli íslenskra skipa nú í febrúar var rúmlega 27 pró- sentum minni en í febrúar 2007. Það sem af er ári hefur aflinn dreg- ist saman um 22 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Í febrúar nam aflinn rúmum 85 þúsund tonnum samanborið við tæp 240 þúsund tonn í febrúar 2007. Botnfiskafli nam rúmum 40.700 tonnum í febrúar og dróst hann saman um tæplega 3.800 tonn frá sama mánuði í fyrra. Munar þar miklu að þorskafli dróst saman um 7.200 tonn en ýsuafli jókst um 2.500 tonn og ufsaafli um 1.500 tonn. Afl- inn er metinn á föstu verðlagi. Hag- stofa Íslands greindi frá. - ovd Fiskafli íslenskra fiskiskipa: Minni heildar- afli en í fyrra ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 North Face Aleutian svefnpoki Þægilegur að -2C° Mesta kuldaþol -19C° fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 12.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Flottari sími á ótrúlegu tilboði Gríptu augnablikið og lifðu núna Nokia 2630 Glæsilegur og öflugur sími. Styður rauntóna, javaleiki og fer á netið með Vodafone live!. Myndavél, FM-útvarp og Bluetooth. Hleðslutæki og steríó heyrnartól fylgja með. Tilboðsverð: 12.900 kr. Komdu við í næstu Vodafone verslun og nýttu þér frábært tilboð. F í t o n / S Í A ÍÞRÓTTIR Samningur um kostun sýninga á Formúlu 1 kappakstri á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport var undirritaður í fyrradag. Hún verður í höndum fyrirtækjanna BYGG, DHL, Lýsingar og N1. Hátt í fimm hundruð manns voru viðstaddir undirritun- ina, í Formúluveislu sem haldin var í Perlunni. Samdægurs hófst fyrsta beina útsending Stöðvar 2 Sport á Formúlunni. Þá var sýnt frá æfingum fyrir fyrstu keppni nýrrar mótaraðar sem fer fram í Ástralíu um helgina. Hægt verður að fylgjast með tímatöku og keppninni sjálfri á sjónvarpsrás- inni, auk umfjöllunar fyrir og eftir keppni. Við undirritunina voru Gylfi Óskar Héðinsson frá BYGG, Hermann Guðmundsson frá N1, Ari Edwald frá 365, Halldór Jörgensson frá Lýsingu og Shad Hallam frá DHL. - sþs Samningur um kostun sýninga á vinsælasta kappakstri heims undirritaður: Formúluveisla formlega hafin FORMÚLUPARTÍ Hátt í fimm hundruð manns voru viðstaddir undirritun samningsins um Formúluna í Perlunni í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.