Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 78
38 15. mars 2008 LAUGARDAGUR CORNISH REX K attaræktun Kolbrúnar hófst árið 1995 og þá með því að hún fékk sér tvo persneska ketti. Hún hafði alltaf verið mikil dýramanneskja og átt húsketti en yfirleitt hafa ræktendur átt nokkra húsketti áður en áhugi þeirra kviknar á sérstöku kyni til ræktunar. Í nokkur ár ræktaði hún persneska ketti, allt til ársins 2002, þegar hún ákvað að flytja inn tvo ketti af tegundinni Cornish Rex til landsins en þá var enginn slíkur köttur til hérlendis. „Persarnir kröfðust mikillar umhirðu hvað feldinn varðar og ég var því orðin svolítið þreytt á því. Ég hafði aldrei séð Rexana nema bara á mynd og var mjög heilluð af þeim, fannst þeir tignarlegir og flottir. Ég var búin að heyra að þeir væru æðislegir persónuleikar og ákvað því að demba mér út í að flytja tvo ketti inn frá Finnlandi. Svo seinna flutti formaður Kynjakatta inn tvo ketti líka en í dag erum við bara tvö sem ræktum kynið. Kisurnar halda til Akureyrar Fyrstu kettlingarnir fæddust því árið 2003 og síðan þá hefur Kolbrún tekið á móti mörgum gotum en einhverra hluta vegna virðast Akureyringar svolítið veikir fyrir þessum kisum. Umstangið er mikið í kringum kattaræktun, meira en margir gera sér grein fyrir að sögn Kolbrúnar. Og þótt margir fái dollara- merki í augun þegar Kolbrún segir hvað kettirnir kosta: milli 80.000-100.000 krónur – og vilja fá læðu til að fá kett- linga, segir Kolbrún að það sé lítið að uppskera peningalega séð í kattaræktun. „Stundum ganga gotin og kettlingaupp- eldið vel en það getur brugðið til beggja vona. Síðast lenti ég í því að báðar læðurnar mínar urðu að fara í keisara- skurð og samanlagt kostuðu þeir skurðir rúmlega 100.000 krónur. Svo vill það gerast að læðurnar mjólka ekki nóg og þá þarf að kaupa kettlingamjólk og svo er það allur dýralækniskostnaðurinn sem fylgir, sandur og matur. Svo þarf að flytja inn nýja ketti reglulega til að fara ekki út of mikla í skyldleikaræktun og þeir kettir þurfa að vera í einangrun úti í Hrísey eða úti í Vogum í fjórar vikur og slíkt kostar tæplega 200.000 krónur. Þetta er því meira af hugsjón og skemmtun sem fólk fer út í kattaræktun.“ Allir uppi í rúmi Og vinnan er gríðarleg. Kolbrún er heimavinnandi í dag en þegar hún vann úti var hún til að mynda að gefa kettling- um sem þurftu pela fyrir og eftir nætur- vaktir á Hrafnistu og svo eru það gotin sjálf – þar sem Kolbrún þarf að setja sig í ljósmæðurstellingar og vaka yfir fæðing- um einn til fjóra sólarhringa í senn. Þegar kettlingarnir eru svo fæddir vilja læðurn- ar hvergi annars staðar ala börnin sín upp en einmitt uppi í rúmi hjá Kolbrúnu – og undir sæng – því Cornish Rex-kettirnir sofa ekki ofan á sængum – heldur krefjast þess alltaf að fá að vera undir. Kolbrún segir þetta vitaskuld vinnu en hvað er það þá sem fær fólk út í kattaræktun? „Þetta er bara svo gaman. Maður parar læðuna sína og svo bíður maður í níu vikur eftir því að fá að sjá hvað maður fái. Hvað verða kettlingarnir margir og hvernig munu þeir líta út? Verða þeir falleg sýningardýr sem hægt verður að láta keppa eða ljúf gæludýr? Maður sér það yfirleitt strax á þeim nýfæddum hvort þeir hafi „rétt“ útlit sem muni komi þeim til góða á sýningum. Hverjum þykir sinn fugl fagur Kolbrún er ekki bara ljósmóðir sinna katta því hún bjó lengi í miðbænum, og þá í næsta húsi við kattaræktanda sem ræktaði Abyssiníu- og Sómalí- ketti og þegar kom að erfiðum fæðingum í því húsi hljóp Kolbrún yfir og hjálpaði til við að toga kettlingana út. Er ekkert mikill metingur á milli kattaræktanda? „Jú, blessuð vertu. Hverjum þykir sinn fugl fagur og allt það. En undir niðri held ég að allir gleðjist með öllum þegar kettirnir eru að vinna til verðlauna á sýningum. Mér finnast allir kettir fallegir – síðhærð- ir og hárlausir. En maður getur sannar- lega móðgast ef einhverjum þykja kettirnir manns ekki fallegir. Mörgum finnst Rexinn vera með hryllilega stór eyru, langt skott, lítið af hárum og hreinlega bara ljótir. Og svo eru sumir sem vilja bara sitt kyn og finnst það bara fallegt og ekkert annað. Svona er þetta bara – eins og með börnin.“ Ræktað kisur í 13 ár Hvað fær fimm barnabarna ömmu til að halda heimili með sex köttum af tegundinni Cornish Rex, ferja þá á árlegar kattasýn- ingar og taka á móti kettlingum sem telja orðið marga tugi? Er kattarækt gróðrabatterí eða kostnaðarsöm hugsjón? Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Kolbrúnu Gestsdóttir sem er annar tveggja Rex-ræktanda á landinu. LJÓSMÓÐURSTÖRF Kolbrún Gestsdóttir kattaræktandi hefur ræktað Cornish Rex-ketti í 6 ár en á síðustu kattasýningu Kynjakatta vann læða frá henni fyrstu verðlaun í sínum flokki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIKGLAÐIR Kisurnar hennar Kolbrúnar eru leik- glaðar út ævina en ekki bara á kettlingaskeiðinu. STÓR EYRU OG TÍGULEGT ÚTLIT. Því stærri sem eyru Cornish Rex katta eru því betri sýningarkettir þykja þeir. Fyrsta Cornish Rex-kettinum gaut læða, heimilisköttur, á bóndabýli í Bretlandi árið 1950. Innan um venjulegu kettlingana var þarna einn lítill sem skar sig úr hópnum – hafði afar sérstakan feld – sérstakar rákir á bakinu sem gengu í bylgjum – afskaplega stutt hár, langan háls, risastór eyru og tígulegt útlit. Menn segja að þarna hafi einhver erfðastökk- breyting átt sér stað og bóndinn ákvað að para aftur saman húskettina tvo sem fram- leiddu þetta litla dýr og fékk tvo í viðbót sem litu eins út. Vegna þess hve snögghærðir þeir eru hentar innivera Cornish Rex-köttum best og þeir eru líka ákjósanlegir innikettir vegna þess hve þeir sofa mikið og eru rólegir. Þeir eru samt ákaflega skemmtilegir og leikglaðir þegar þeir vaka. Kettir af þessari tegund þykja afar gáfaðir og eru nokkuð ævintýragjarnir og þeir vilja vera hjá þér og engum öðrum, helst innanundir fötunum þínum og líkar vel við alla – líka hunda – og búa einmitt oft í sambýli við stóra hunda. Ef þú finnur þá ekki eru þeir líklega að rannsaka eitthvað á heimilinu – þvottavélina eða stofuskápinn – þeir eru ótrúlega forvitnir. Margir sem hafa greinst með kattaofnæmi hafa getað verið með Cornish Rex-kött án þess að ofnæmið geri vart við sig. MYNDASTYTTUR Cornish Rex köttum finnst mjög gaman að „pósa“ eins og myndastyttur þar sem þeir sjást örugglega vel. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.