Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 80

Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 80
40 15. mars 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusöm- ust? Þegar ég vaknaði í morgun eins og alla aðra daga. Við hvað ertu hræddust? Er ekki hrædd við neitt, bít bara á jaxlinn og tek öllu sem kemur. Hver er fyrsta minningin þín? Ég, mjög ung á 17. júní-skemmt- un á Akranesi, sól og blíða eins og svo oft á Skaganum. Hvaða útivistarferð er þér minnisstæðust? Sú síðasta; í fjall- göngu með frábærum hópi fólks í æfingaferð 66°Norður og Íslenskra fjallaleiðsögumanna upp Skarðsheiði, algjör snilld. Hvað er það versta sem ein- hver hefur sagt við þig? „Skák og mát“ − á mjög erfitt með að tapa í skák en verð að viðurkenna að hafa heyrt þetta nokkrum sinnum. En ekkert svakalega oft. Hvað gerir þú alltaf á laugar- dögum? Sef meira en á virkum dögum. Hvaða kæki ertu með? Er hægt að flokka stjórnsemi undir kæki? Hvernig slakar þú á? Í faðmi fjölskyldunnar. Hverjar eru uppáhaldsflíkurn- ar þínar? Þær eru ansi margar en Glymur, öndunarfatnaðurinn frá 66°Norður, hefur reynst mér mjög vel og ullarfötin sem ég klæðist við hvert tækifæri. En svo á ég líka forláta dúnsokka sem eru nauðsynlegir fyrir fólk eins og mig. Uppáhaldstímarit og af hverju? Skakki turninn og Lifandi vísindi, fullt af alls konar fróðleik. Hlakka alltaf til að fá næsta tölublað. Hvar myndir þú helst vilja búa ef þú hefðir frjálst val? Á Ísland- inu, það er ekki hægt að hafa það betra. Draumafríið? Verður tekið í sumar á Íslandi. Upp á fjöll og niður í dali og svo verða sundlaug- ar landsins kannaðar. Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur lært í lífinu? Að njóta hverrar mínútu og sem flestra með þeim sem maður elskar. Svo lærir maður vonandi eitthvað meira. Ef þú værir að halda hið full- komna matarboð, hvaða fjórum manneskjum myndirðu vilja bjóða? Ásdísi systur, Vöku frænku, Friðrikku vinkonu og svo auðvitað Hillary Clinton. Hvaða bók gætir þú lesið aftur og aftur? Hef engan tíma í svo- leiðis lúxus. Hundur eða köttur? Hef átt bæði hund og kött og get ómögu- leg séð mig í þessum dýrum. En báðar tegundir mjög skemmtileg- ar. Áttu þér einhvern leynistað á Íslandi? Já, reyndar á ég það og ég ætla ekki að segja frá. Er einhver núlifandi mann- eskja sem þú hatar? Nei, hvorki núlifandi né þálifandi. Hvað bera næstu sex mánuðir í skauti sér? Nú er vorið að koma svo það er ótal margt fram undan. Einna helst fjallgöngur í mjög miklum mæli. Hvernig fjallgöngur? Við hjá 66°Norður ásamt Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum settum saman heildstæða og raunhæfa æfinga- áætlun sem ætti að gera flestum kleift að standa á hæsta tindi Íslands, Hvannadalshnúki. Dag- skrá áætlunarinnar byggist ekki eingöngu á göngum heldur er líka í boði fræðsla um hina ýmsu þætti sem hafa verður í huga þegar tek- ist er á við fjöll og firnindi. Ég hvet alla til að kynna sér æfinga- áætlunina nánar því að þetta er búið að vera ævintýri líkast hingað til og næsta fjall sem við förum á er Hekla hinn 29. mars. Allar upplýsingar er að finna á www.66north.is amb@frettabladid.is ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Helga Viðars- dóttir. FÆÐINGARÁR: 16. janúar 1974 og það markverðasta á því ári var að Siggi frændi fæddist. STARF: Framkvæmdastjóri markaðssviðs 66°Norður. HELGA VIÐARSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI HJÁ 66 NORÐUR Draumafríið er í sumar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þykir verst að tapa í skák Helga Viðarsdóttir er að skipuleggja ferð fyrir alla sem langar með á Hvannadalshnúk í sumar. Fréttablaðið tók hana í þriðju gráðu yfirheyrslu. ■ Á uppleið Stuttar strákaklipping- ar Nú eiga allar aðal- skvísurnar að verða eins og fyrirsætan Agyness Deyn. Vorboðar Þegar rónarnir eru farnir að garga á eftir þér í bænum og mótorhjólin geysast um bæinn þá veistu að vorið er á næsta leiti. Sumarbústaðaferðir Sólin hækkar á lofti og um að gera að hafa það rómó með elskunni við arineldinn. Garðumhirða Ömurlegt að leita að páskaeggjum í ljótum vorgörðum þar sem enn er að finna flugeldaspýtur og rakettubréf. Skjálfti Frábært nafn á nýjum íslenskum bjór. Afbragðsgóður og veldur vonandi ekki of miklum skjálfta. Ritdeilur Fræg- ir menn ráðast hver á annan í bloggheimum. Ekkert betra að gera í marsmán- uði en hlæja að svona steypu. ■ Á niðurleið Facebook Gamanið fer að kárna þegar vinur þinn úr tíu ára bekk fer að kalla þig „gæludýrið“ sitt og vill senda þér uppáhalds kynlífsórana sína. Að segja „ég vill“ Hver einasti Íslendingur hlýtur að hafa lært að beygja sögnina „ að vilja“ í sex ára bekk. Kreppuhlakkarar Nóg komið af fólki sem bíður með blóðbragð í munni eftir uppsögnum í bönkum. Kreppur bitna mest á þeim sem síst skyldi. Stöndum saman Íslendingar! SMS-viðreynsla Karlmenn sem halda að það sé nóg að senda manni eins atkvæðis sms- skeyti fullir á miðnætti til að sjarmera mann upp úr skónum. Fjáröflunardinnerar Hvers vegna gefur lið sem hefur efni á tugþúsunda-galadinner ekki bara allan peninginn og situr heima og skammast sín á meðan konur og börn svelta? Páskaskraut Gult og grænt þema, ungar og fjaðrir? Hverjum datt þessi viðbjóður eiginlega í hug. MÆLISTIKAN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.