Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 88

Fréttablaðið - 15.03.2008, Page 88
48 15. mars 2008 LAUGARDAGUR Sýningin Bæ bæ Ísland verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag. Hvorki meira né minna en tuttugu og þrír myndlistarmenn eiga verk á sýningunni sem tekst með bölsýni á við nútímann. Þess má geta að ekkert fyrirtæki treysti sér til þess að styrkja sýning- una, sem segir ef til vill sína sögu. Á meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Ásmundur Ásmundsson, Berg- lind Jóna Hlynsdóttir, Hallgrím- ur Helgason, Inga Svala Þórs- dóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Magnús Sig- urðarson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Auðarson & Huginn Þór Ara- son, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir. „Sýningin upprætir hugmynd- ina um Ísland sem Ísafold, þessa ástkæru fósturjörð,“ segir Hann- es Sigurðsson sýningarstjóri og er greinilega mikið niðri fyrir. „Hugmyndin um þjóðina sem var við lýði á 19. og 20. öld á ekki lengur við. Titill sýningarinnar vísar í þetta; í staðinn fyrir að nota kristilegu kveðjuna bless bless segir trúlaus þjóðin nú bæ bæ í staðinn. Að auki hljómar orðið bæ á íslensku eins og orðið að kaupa á ensku. Því gengur tit- illinn vel upp í einkavæddu, alþjóðavæddu og gráðugu samfé- lagi nútímans; hann hljómar sem hvatning til að kaupa landið.“ Sýningin gengur þó enn lengra en að skoða bara nútímann út frá græðgi og peningahyggju. Hún tekst jafnframt á við þá hugmynd að heimsendir sé yfirvofandi. „Nútíminn eins og við þekkjum hann byggist í einu og öllu á auð- lind sem er við það að klárast, olí- unni. Allt samgöngukerfi heimsins og allar neysluvörur eru fram- leiddar og fluttar til með olíu. Þegar hún þverr lýkur lífinu eins og við þekkjum það í dag. Ballið er búið og þessi sýning er erfis- drykkja,“ útskýrir Hannes. Sýningarskrá Bæ bæ Ísland, sem verður afhjúpuð á vefsíðu listasafnsins á opnunardaginn, er sett upp í senn sem „Svört skýrsla frá greiningardeild Listasafns- ins“ og hressilegt slúðurblað í anda Séð og heyrt. „Það mætti kalla þessa sýningarskrá Séð og heyrt frá helvíti. Alvarleiki og meðvitund um málefni eru hrein- lega dottin úr tísku,“ segir Hann- es. „Við viljum ekkert vita af því sem er yfirvofandi, enda er fram- tíðin síður en svo björt. Við sökkvum okkur í afþreyingar- menningu og veltum okkur upp úr fréttaefni sem skiptir í raun engu máli. Fáfræði er alsæla nútímans.“ Í tengslum við sýninguna verð- ur tónverkið „Stjórnarskrá Lýð- veldisins Íslands“ frumflutt í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 14, en verkið var unnið í sam- starfi myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar og tónskáldsins Karólínu Eiríksdótt- ur. Libia og Ólafur fóru þess á leit við Karólínu að hún semdi tónverk þar sem allar 81 grein stjórnarskrárinnar væru sungn- ar. Flytjendur verksins eru þau Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barítón, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassaleikari og kammer- kórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jóns- sonar. vigdis@frettabladid.is Erfidrykkja nútímans ÖLMUSA TIL FÁTÆKRA Málverk eftir Ósk Vilhjálmsdóttur sem sjá má á sýningunni Bæ bæ Ísland í Listasafninu á Akureyri. Í dag hefjast Þórbergsdagar í Esperantohúsi sem staðsett er á Skólavörðustíg 6b, en þeir eru haldnir í tilefni þess að liðin eru 120 ár frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar, einhvers ötulasta baráttumanns fyrir esperanto á sinni tíð. Þá fagna íslenskir esperantistar einnig þrem nýút- komnum bókum á esperanto sem snerta íslenskar bókmenntir. Í ágúst 2007 kom út hjá for- laginu Edistudio í Písa á Ítalíu bókin La lingvo serena með helstu frumsömdum verkum Baldurs Ragnarssonar á espe- ranto. Bókin er 800 blaðsíður og eru á fyrstu 120 síðunum greinar ýmissa þekktra esperantista um Baldur og skáldskap hans. Þar fyrir aftan taka við ljóð Baldurs á alþjóðatungunni og síðan grein- ar hans ýmsar, flestar um bók- menntir. Má segja að í þeim stikli Baldur nokkuð á tindum bók- mennta á esperanto, bæði frum- saminna og þýddra. Í desember kom svo út Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í þýðingu Bald- urs hjá forlaginu Mondial í New York og hjá sama forlagi þýðing hans á Snorra Eddu. Þórbergsdagar Esperantohúss standa til 31. mars og verður boðið upp á áhugaverðar uppák- omur í tengslum við þá. Í dag kl. 14 flytur Baldur Ragnarsson erindi um esperanto og þýðing- ar. Á morgun kl. 14 verður svo opnuð myndlistarsýning þeirra sem hafa teiknað myndir í þýð- ingartímaritið La Tradukisto. Þriðjudaginn 18. mars kl. 14 flyt- ur Benedikt Hjartarson erindi sem nefnist Þjóðlausar tungur: Hugleiðingar um Þórberg, evr- ópska tilraunaljóðlist og espe- rantisma á fyrri hluta 20. aldar. Laugardaginn 22. mars kl. 14 bera esperantistar saman stöðu esperantos á dögum Þórbergs og nú í upphafi 21. aldar. Þriðjudag- inn 25. mars á milli kl. 17 og 19 fer fram fyrri hluti örnámskeiðs í esperanto, en seinni hlutinn fer fram á milli kl. 17 og 19 fimmtu- daginn 27. mars. Aðgangur að uppákomunum er ókeypis og öllum opinn. - vþ Þórbergsdagar í Esperantohúsi ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON Hann var áhugamaður um alþjóðamálið esperanto. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . ATH! Frábær sýnishorn af Þú finnur muninn frá fyrsta sopa! ATH! Frábær sýnishorn af Ice Age 3 frumsýnt á Horton Föndurverslun Námskeið Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari Auglýsingasími – Mest lesið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.