Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 90
50 15. mars 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Heimur nútímans byggist á ímynd æskunnar. Fjölmiðlar og kvikmyndir hamra á því að konur eigi að vera aldurslausar og helst líta út eins og kvikmyndastjörnur, Barbie-dúkkur eða ofurfyrirsætur. Latneska heitið fyrir hina eilífu stúlku er Puella aeternus og varð umfjöllunarefni Jungs og rannsókna hans á duldum boðskap klassískra ævintýra. Puellan er í eilífri leit, og eins og Pétur Pan vill hún aldrei verða fullorðin. Að halda í eilífa æsku getur hins vegar orðið lífsviðfangsefni hjá sumum konum. Eilíf leit að nýjum yngingarmeðferðum og skurðaðgerðum. Það sorgleg- asta við þá kaleiksleit finnst mér er að slíkar konur missa einmitt allt það stelpulega fas sem þær höfðu til að bera. Þegar konur eru orðnar of uppstrílaðar, of „high maintenance“ , þegar augnlokin strekkjast og varirnar tútna út og hrukkurnar hverfa í svipleysið þá verða þær allar eins og klónar af konu sem í raun er ekkert stelpulegt við lengur. Þegar ég hugsa um stelpulegar konur þá geta þær stundum verið vel komnar á sextugs- eða sjötugsaldurinn, enn í snjáðum gallabuxum með slegið hár og ómálaðar og hrukkurnar gera ekkert nema að fegra það sem fyrir var. Þegar ég hugsa um nútíma „puellur“ þá kemur mér til dæmis enska leikkonan og söngkonan Jane Birkin til hugar: jafn kúl og hún var á sjöunda áratugnum. Ekkert kerlingalegt við svona töffara. Það sem ég á hins vegar erfiðara með að skilja eru allar þessar ungu konur, oft áberandi í íslenskum fjölmiðlum, sem virðast eldast um aldur fram vegna kerlingalegs fatavals, hárgreiðslu og förðunar. Ekkert rokk í því. Þegar ég bjó í Frakklandi fannst mér þær innfæddu ná listinni að vera unglegar án þess að reyna of mikið með einstakri snilld. Fatakeðjan Comptoir des Cotonniers hefur verið með skemmtilega auglýsingaherferð til margra ára þar sem stúlkum og mæðrum þeirra er stillt upp saman á svölum myndum. Markmið verslunarinnar er að selja fatnað sem gengur bæði á mæður og dætur þeirra og stundum er erfitt að sjá hvor er hvað af þessum svölu konum. Elegant dætur með rokkaralegum mæðrum, og ekki snefill af neinu yfirdrifnu eða gervilegu. Puella að eilífu Jane Birkin og dóttir hennar, Lou Doillon. Ævintýralegur blær sveif yfir sýningu Alexanders McQueen í París á dögunum en hann sýndi guðdómlega fallega hönnun sem einkenndist af asískum áhrifum. Fyrirsætur svifu eins og geishur eða tíbeskar prinsessur niður tískupallana og litrófið var rautt, svart og fjólublátt. Aukahlutir voru einstaklega íburðarmiklir og fallegir. Fleiri hönnuðir héldu til austurs fyrir línur sínar næsta vetur: Dries von Noten var með eins konar Mongólíuþema þar sem fyrirsætur klæddust síðum jökkum og kjólum yfir næfurþunnar buxur og Anne Valerie Hash notaði mikið kínakraga og bróderaðar flíkur. - amb HÖNNUÐIR SÆKJA INNBLÁSTUR TIL HINS DULARFULLA AUSTURS ÁHRIF FRÁ ASÍU TIGNARLEGT Sannkallaður prinsessu- kjóll með bróderuðu korseletti og víðu pilsi frá Alexander McQueen ÍBURÐUR Stórfengleg rauð kápa með hvítum kjól undir frá Alexander McQueen. ÆVINTÝRA- PRINSESSA Gullfalleg- ur rauður silkikjóll og íburðarmikið hárskraut frá Alexander McQueen. DÖMULEGT Kvenlegur kvöldkjóll undir kínverskum áhrifum frá franska hönn- uðinum Anne Valerie Hash. Geggjað bleikt blúndusett frá Afterwear eftir Signe Tolstrup. Fæst hjá Systrum, Laugavegi. Svört undirföt sem ýkja allar kúrvur eftir Made by Niki. Fæst hjá Systrum, Laugavegi. Fögur svört silkiblússa frá Liborius, Laugavegi. OKKUR LANGAR Í … HÁFJALLALÚKKIÐ Gull- fallegur bróderaður jakki í mongólskum stíl með loðkraga frá Dries Van Noten. Aðal-vinningurToshibatölva! Þú sendir SMS BT BTFá númerið 1900!Þú færð spurningu og þúsvarar með því að senda SMS-iðBT A, B eða C á númerið 1900. 10. hve r vinn ur! GEGGJA ÐIR AUKA- VINNIN GAR! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik lýkur 29. mars 2008 Aukavinningar: Ferða DVD spilari · PLAYSTATION 3 · iPod nano(4GB) · PANASONIC tökuvél · Sony myndavél · GSM símar· Páskaegg frá Nóa Siríus nr 3, 5 og 7 · PSP tölvur · Bíómiðar á Awake · Gjafabréf á Tónlist.is · Kippur af gosi og enn meira af DVD, geisladiskum, tölvuleikjum m.a. Ratatouille, Surfs up, Balls of fury, Fifa Street 3, Army of Two, Burnout Paradise MYNSTUR Drapplitað dress með asískum áhrifum eftir Nicolas Ghésquiere hjá Balenc- iaga. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Versace færir út kvíarnar til Asíu Ítalska hátískuhúsið Versace tilkynnti í fyrradag að það myndi þróa nýjan markað í Asíu vegna framlags nýrra fjárfesta um 45 milljón evrur. Fyrsta skrefið í Asíu- útrásinni verður svokölluð „flagship“-verslun í Kuala Lumpur í Malasíu sem verður opnuð um helgina. Verslun- in er á tveimur hæðum og býður upp á fatnað, fylgihluti, snyrtivörur og húsbúnað. Næst munu verslanir verða opnaðar í Hong Kong, Taívan og Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.