Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 98
HANDBOLTI Eins og fram kemur í fréttinni hér til hliðar greindi formaður HSÍ, Guðmundur Ingvarsson, ekki frá öllum öllum hliðum „Noregsmálsins“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var þráspurður út í leikina en sá ekki ástæðu til þess að greina frá því að þeir hefðu verið af borðinu fyrir um mánuði síðan heldur lét í það skína að HSÍ hefði afþakkað leiki sem því hreinlega stóðu ekki til boða. Guðmundur þverneitaði að segja Fréttablaðinu í gær af hverju ekki hefði verið greint frá því á fundinum sem nú er komið í ljós. Guðmundur vildi í fyrstu ekki heldur svara því hvort hann teldi sig hafa komið heiðarlega fram á fundinum. Eftir að hafa verið spurður þrisvar fékkst hann þó til að gefa svar. „Það hefði hugsanlega mátt orða hlutina öðruvísi en það sem skiptir máli er að niðurstaðan sem fékkst var sú besta fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. Formaður HSÍ: Hefði mátt orða hlutina öðruvísi GUÐMUNDUR INGVARSSON Neitar að svara því af hverju ekki var greint frá öllum hliðum Noregsmálsins á fimmtu- dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær verða engir landsleikir við Norðmenn um páskana eins og til stóð. Guðmundur Ingvars- son, formaður HSÍ, og Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari sögðu á blaðamannafundi á fimmtudag að þeir hefðu ákveðið að afþakka leikina þar sem dagarnir sem Norðmenn væru til í að koma einfaldlega hentuðu ekki. Því hefði það verið talinn betri kostur að afþakka leikina og æfa frekar eingöngu um páskana í staðinn. Eftir því sem Gunnar Pettersen, landsliðsþjálf- ari Noregs, segir voru þeir nafnar ekki að segja fullkomlega satt og rétt frá við fjölmiðlamenn á fundinum enda var það ljóst fyrir um mánuði að leikirnir gætu aldrei farið fram. HSÍ svaraði ekki tölvupósti „Við gerðum samkomulag við HSÍ í ágúst 2007 um að spila tvo leiki á Íslandi. Við sendum tölvupóst til HSÍ vegna málsins sem var svarað og leikirnir bókaðir. Ákveðið var að spila á þriðjudegi og miðvikudegi fyrir páska. Við sendum svo aftur tölvupóst þann 28. nóvember í leit að staðfestingu og spurðum hvort sam- komulagið væri enn til staðar. Við skrifuðum einnig í tölvupóstinn að ef við fengjum ekki svar þá litum við svo á að leikirnir færu ekki fram. HSÍ svaraði aldrei þeim tölvupósti. Í kjölfarið sagði ég leikmönnum mínum að það yrðu engir leikir um páskana og að þeir fengju frí,“ sagði Pettersen við Fréttablaðið í gær og hann segir norska sambandið ekkert hafa heyrt frá HSÍ fyrr en á dögunum. „HSÍ hafði samband fyrir um tveim vikum og spyr hvenær við ætlum að koma til lands- ins? Við svöruðum því einfaldlega til að við hefðum sent tölvupóst í nóvember sem ekki var svarað og því gerðum við ekki ráð fyrir neinum leikjum. Þeir staðfestu að hafa fengið póstinn, sögðust hafa gert mistök, báðust afsökunar og skildu því vel af hverju við værum ekki að koma,“ sagði Pettersen en hann ku ekki fara alveg rétt með dagsetningu á tölvupósti HSÍ en hann er sagður hafa borist í byrjun febrúar. Orðrómur var í gangi þess efnis að Norð- menn ætluðu að hefna sín á HSÍ fyrir að senda B-lið á Posten Cup í janúar með því að senda sitt B-lið hingað um páskana. Pettersen segir þann orðróm ekki eiga við rök að styðjast. Ekki fúlir út af Posten Cup „Við vorum vissulega ekki hrifnir af því að HSÍ sendi B-lið á Posten Cup en það hefur ekkert með það að gera að leikirn- ir fara ekki fram um páskana. Við vild- um spila þessa leiki enda góð æfing að spila við íslenska liðið. Það eru engin leiðindi í þessu og við viljum halda áfram því góða samstarfi sem við höfum átt við HSÍ. Vonandi finnum við nýja dagsetningu á þessa leiki,“ sagði Pettersen. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, var ábyrg- ur fyrir samskiptunum við Norðmenn. Hann staðfestir að hafa fengið umræddan tölvupóst í nóvember. „Ég fékk þennan póst og það er rétt að þar kemur skýrt fram að Norðmenn líti svo á að leik- irnir muni ekki fara fram ef póst- inum verði ekki svarað. Ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá mér en þetta fór alveg fram hjá mér ein- hverra hluta vegna. Ég hef mislesið póst- inn eða eitthvað á þessum tíma því miður. Þetta eru mín mistök og því miður dýr mistök,“ sagði Einar við Fréttablaðið. Klúðrið uppgötvast of seint til að fá leiki við aðra þjóð Leiða má líkum að því að ef málið hefði komið fyrr upp hefði mátt fá aðra þjóð til að spila við Ísland á hentugri dögum um páskana. Landsliðsþjálfarinn sagði á blaðamannafundinum að hann hefði ekki útilokað að vilja spila á hentugri dögum ef sá möguleiki hefði verið fyrir hendi. Það reyndist aftur á móti ekki unnt í ljósi þess hversu seint HSÍ kemst að því að hafa klúðrað málinu. Fréttablaðið óskaði eftir því við bæði HSÍ og norska handknattleikssamband- ið að fá áðurnefnda tölvupósta. Norska sambandið hafnaði beiðninni en HSÍ svaraði henni ekki. henry@frettabladid.is HSÍ klúðraði Noregsleikjunum Þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði viljað leika við Norðmenn næstkomandi þriðjudag og miðvikudag er ljóst að af leikjunum hefði aldrei getað orðið. Norðmenn slógu leikina út af borðinu í nóvember á síð- asta ári er HSÍ svaraði ekki tölvupósti. HSÍ hefur vitað af málinu í mánuð án þess að greina frá því. GUNNAR PETTERSEN Landsliðs- þjálfari Noregs segir það hafa verið ljóst í nóvember að ekki yrði leikið við Ísland um páskana. HSÍ uppgötvaði það ekki fyrr en í byrjun febrúar. NORDIC PHOTOS/AFP Sérverslun vélhjólamannsins ::: Laugavegi 168 Sími 511 2121 Opnum nýjan gám fullan af úrvalshjólum á frábæru verði! Fyrstur kemur fyrstur fær! Verðdæmi: 2006 HONDA VT750DCA6 SHADOW SPIRIT 660.000,- 2001 KAWASAKI VN750A17 VULCAN 455.000,- 2001 KAWASAKI VN750A17 VULCAN 455.000,- 2005 TRIUMPH SPRINT ST 935.000,- 2006 HARLEY-DAVIDSON VRSCD NIGHT ROD 1.520.000,- 2004 SUZUKI (MC) VS1400GLPK4 INTRUDER 735.000,- Vorum að fá gám af mótorhjólum í hús. Síðasti gámur seldist upp á viku. Verðið á hjólunum í þessum gám er jafnlágt og þá. Hjólin eru til sýnis um helgina, bæði laugardag og sunnudag frá kl. 12 - 18. Ólíklegt að svona verð bjóðist aftur eins og gengið er að þróast. Komið og skoðið um helgina. FR UM SÝ NI NG UM H EL GI NA !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.