Fréttablaðið - 27.03.2008, Side 25

Fréttablaðið - 27.03.2008, Side 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hallbera Guðný Gísladóttir er ósjaldan í rauðu enda æfir hún fótbolta með Val. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún klæðist þeim lit við önnur tækifæri. „Foreldrar mínir gáfu mér rauða kápu frá French Connection í afmælisgjöf í fyrra. Hún er keypt í Manchester en við vorum þar á Manchester- Newcastle leik,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Vals í fótbolta, sem nýlega var valin í íslenska landsliðið. Hallbera segist mjög ánægð með kápuna en hana grunar þó að einhver álög séu á henni. „Í hvert skipti sem ég fer í henni í bæinn lendi ég í einhverju óvæntu. Nú síðast endaði ég á því að fá far með götusópara sem gerist nú ekki á hverjum degi,“ segir hún kímin. „Eftir það er ég eiginlega hætt að þora í henni í bæinn,“ bætir hún við og hlær dátt. Hallbera segist luma á fleiri sögum af sér í kápunni en ætlar að halda þeim fyrir sig. Hallbera á annars föt í öllum regnbogans litum í bland við svört og klassísk. Síðast keypti hún sér rauða spariskó á Spáni þar sem hún var að spila með landsliðinu. „Ég er að verða ansi rauð,“ segir Hallbera en hún hefur spilað með Val síðastliðin þrjú ár. Hún er þó alin upp á Skaganum og spilaði lengi með ÍA. vera@frettabladid.is Álagakápan rauða ATHYGLISVERÐ TÍSKA Indverski hönnuðurinn Manish Arora er alltaf svolítið öðruvísi og vakti hönnun hans fyrir næsta vetur athygli á tískuvikunni í París nú í febrúar. TÍSKA 2 RJÚKANDI VÖFFLUR Vöfflujárn þykja hið mesta þarfaþing í eldhúsið og hægt að fá þau í ýmsum gerðum. HEIMILI 4 Í hvert skipti sem Hallbera fer í kápunni í bæinn gerist eitthvað óvænt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.