Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 5. apríl 2008 — 92. tölublað — 8. árgangur VERSLUN Sala á nýjum bílum er að segja má hrun- in eftir gengisfall krónunn- ar. Í vikunni sem er að líða seldist aðeins þriðjungur þess bílafjölda sem selst hefur vikulega það sem af er árinu. Bílasalar segjast hafa reynt að halda aftur af sér í verðhækkunum en þær hafa þó verið umtalsverð- ar. „Það er engin launung að fólk er miklu minna að skoða nýja bíla,“ segir Loftur Ágústsson, markaðs- stjóri Ingvars Helgasonar, sem kveður stöðuna einkennast af því að menn taki einn dag í einu og bíði átekta. „Við bíðum eftir að sjá hvar þetta endanlega jafnar sig og almenningur gerir það líka.“ Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar og formaður Bílgreinasam- bandsins, tekur undir að afar rólegt hafi verið á markaðnum frá því í síðustu viku. „Þegar krónan veikist svona skarpt finnur bílgreinin mjög hratt fyrir samdrætti í sölu því mjög stór hluti af bílverði er erlendur kostn- aður. Þegar umræðan er í hámarki og dýfan er sem dýpst heldur fólk náttúrulega að sér höndum. Síðan fer það að laga sig að aðstæðum og kemur út á markaðinn aftur,“ segir Egill. Aðeins var skráður 151 bíll í vik- unni eftir páska, samanborið við 281 bíl vikuna á undan og 275 bíla vikuna þar á undan, og í vikunni sem er að líða höfðu aðeins verið skráðir 105 bílar á hádegi á föstu- dag. Þrátt fyrir þetta bakslag jókst sala nýrra bíla um fjórtán prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. - gar/sjá síðu 4 Sala á bílum hrunin með falli krónunnar Gengislækkun krónunnar gerir að verkum að vikuleg sala á nýjum bíl- um er nú aðeins þriðjungur af því sem hún var allt þetta ár. Verð á bílum hefur hækkað mikið en bílasalar segjast þó halda aftur af hækkunum. Rockwood Fellihýsin 2008 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 FLOTT VEÐUR Í dag verða norðan 5-13 m/s allra austast annars hægviðri. Skýjað með köflum á Norðaustur- og Austurlandi annars bjartviðri. Frostlaust syðra að deginum. VEÐUR 4 -3 -2 0 3 2 MENNING „Já, ef Guð lofar. Þá fer ég með,“ segir Grétar Mar Jónsson alþingismaður. Félag tónskálda og textahöfunda vinnur nú að því að taka saman lista yfir þá hundrað heppnu sem sóttu um að komast með félaginu í afmælis- og pílagrímsför til Liverpool, á bítlaslóðir, 30. maí. Formaður félagsins, Jakob Frímann Magnússon, segir þá sem skráðir eru í félagið sitja fyrir. En þeir félagar sem ætla með ná ekki hundrað og er því biðlisti. - jbg/ sjá síðu 58 Eftirspurn á bítlaslóðir: Þingmaður á leið í bítlaferð Ekkert skemmtilegra en að leika Í Kommúnunni skipta fjórir hressir krakkar á aldrinum 12-13 ára með sér hlutverkum og halda brátt utan, meðal annars til Mexíkó með sýningunni. 34 Jóhann Meunier ræðir um tísku- heim Parísar, verslunina Liborius og fyrirhugað samstarf við Epal. 30 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008● STÍLLKeppnisfólk í Kópavogi● HÖNNUN Jean Nouvel heiðraður● HEIMA ER BEST Upplifanir Ástrósar Gunnarsdóttur VEÐRIÐ Í DAG SMÁATRIÐIN SKIPTA MÁLI MENNING Stórt málverk eftir Erró, úr Scape-seríu hans frá 1972-1974, er á uppboði í París í kvöld. Verkið er metið á 35-47 milljónir íslenskra króna. Verkið heitir Lovescape og er 2x3 metrar. Það er úr sömu seríu og verkið Comicscape, sem metið var á svipuðu verði í desember síðastliðnum. Það verk seldist á 720 þúsund evrur. Má búast við að verkið seljist á mun hærra verði en matsverði. - pbb Erró á uppboði: Verkið metið á 47 milljónir ERRÓ DEYR EKKI RÁÐALAUS María Ponce er 76 ára gömul og býr í þorpinu El Borbollon í El Salvador. María lét ekki fátækt sína koma í veg fyrir að hún kæmi sér þaki yfir höfuðið. Þar sem hún hafði ekki efni á hefðbundnum byggingarefnum þá nýtti hún tómar plastflöskur sem féllu til og byggði sér hús úr þeim. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Leiguþota Geirs H. Haarde forsætisráðherra, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og föruneytis lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan sex í gær. Voru þau að koma af fundi NATO í Búkarest í Rúmeníu. Samkvæmt útreikningum á heimasíðu The Carbon Neutral Company má áætla að einkaþotan hafi losað 11,2 tonn af koltvísýr- ingi (CO2) á leiðinni fram og til baka. Til þess að kolefnisjafna flugferðina þyrftu ráðuneytin að planta tæplega áttatíu trjám. Um sex klukkustundir tekur að fljúga frá Reykjavík til Búkarest og kom flugvélin við í Stafangri í Noregi þar sem tekið var elds- neyti. Fréttavefurinn Vísir greindi frá því á þriðjudaginn að kostn- aður við leigu á þotunni væri lík- lega um 60 þúsund evrur eða 7,2 milljónir króna. Daginn eftir var haft eftir Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra, að kostnaðarauki við leigu á einkaþotunni, í stað þess að far- þegar færu með áætlunarflugi, væri á bilinu 100 til 300 þúsund krónur. - ovd Leiguþota Geirs og Ingibjargar losaði um 11,2 tonn af koltvísýringi: Áttatíu tré kolefnisjafna flugið KÖRFUBOLTI Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna í þrett- ánda sinn í gær þegar liðið lagði KR að velli með eins stigs mun, 91-90. Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna sex leiki í röð í úrslitakeppni kvenna. - óój / sjá síðu 44 Keflavík sigraði í kvennakörfu: Íslandsmeistari í þrettánda sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.