Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 6

Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 6
6 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Töluverður reykur barst inn í húsakynni smurstöðv- ar Heklu á Laugavegi í gærmorg- un þegar kviknaði í hrúgu sígarettustubba undir stétt á bak við húsið. Starfsmenn smurstöðv- arinnar og nærliggjandi húsa eru vanir að henda logandi vindlinga- stubbum niður um brunnlok sem þar er. Slökkvilið var kvatt á vettvang en engar skemmdir urðu á húsnæðinu. Samkvæmt upplýs- ingum frá Heklu voru samstundis pöntuð stubbahús á svæðið til að forða frekari vandræðum sem gætu hlotist af reykingum starfsfólks utandyra. - kg Reykur barst inn í Heklu: Kviknaði í síga- rettustubbum HEILBRIGÐISMÁL Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfarar Landspítalans skora á heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn Landspítalans að bæta kjör heilbrigðisstétta á spítalan- um. Þetta kom fram í yfirlýs- ingu sem fulltrúar stéttanna tveggja sendu frá sér í gær. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að starfsmönnum þyki orðið nóg komið í aðgerðum sem miða að því að ná fram hagræðingu í sparnaði í rekstri Landspítalans. Telja þeir að sparnaðurinn sé farinn að bitna á þjónustu við sjúklinga. Þeir segja að erfið- lega hafi gengið að manna allar stöður sjúkra- og iðjuþjálfa undanfarin ár á spítalanum vegna lélegra launakjara og miklu vinnuálagi. - kdk Sjúkra- og iðjuþjálfarar: Þykir nóg um sparnaðinn DÓMSMÁL Ritstjóri og blaðamaður Vikunnar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaðir af kröfu um greiðslu miskabóta. Ásgeir Davíðsson, Geiri í Goldfinger, stefndi þeim fyrir ærumeið- andi ummæli í viðtali við fyrrverandi dansara. Ásgeir krafðist bóta og að ummælin yrðu dæmd ómerk. „Það er mikill léttir að þessu sé lokið,“ segir Elín Arnar ritstjóri. „Þetta er líka almennt gott fyrir blaðamenn, þeir hefðu lent í vandræðum með vinnu sína hefði dómafordæmið orðið á hinn veginn.“ - kp / sjá síðu 58 Blaðamenn Vikunnar: Sýknaðir í meiðyrðamáli ELÍN ARNAR VINNUMARKAÐUR Guðmundur Ragn- arsson var í gær kjörinn formaður VM, félags vélstjóra og málm- tæknimanna. Bæði Örn Friðriksson og Helgi Laxdal, sem gegnt hafa formennsku og varaformennsku til skiptis, eru hættir störfum. Í kjörinu í gær fékk Guðmundur Ragnarsson 34 prósent atkvæða, Gunnar S. Gunnarsson fékk 25 pró- sent, Valgeir Ómarsson 23 og Guð- mundur S. Guðmundsson 18 pró- sent. Þá er nokkur endurnýjun í stjórninni því þrír frambjóðend- anna voru í stjórn og detta nú út úr stjórn og varastjórn. „Við bíðum átekta eftir hvað ger- ist á mörkuðum og hvað stjórnvöld ætla að gera í sambandi við það að meta stöðuna og bæta kjör almenn- ings,“ segir hinn nýi formaður. „Nóg er af verkefnum fram undan, þannig eru til dæmis samningar vélstjóra á fiskiskipum lausir í maí.“ Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði aðal- fund VM og gerði verkþekkingu, verkmenntun og hugvit að umtals- efni. Forsetinn dró upp mynd af því þegar hann var að alast upp á Þing- eyri og smiðja Guðmundar Sigurðs- sonar var miðjan í lífi þorpsins. Hróður verkþekkingar barst víða um heim. „Ólafur Ragnar sagði að þetta væri eins í dag. Víða um landið séu starfandi fyrirtæki sem byggi á verkþekkingu sem sé mikilvæg auðlind fyrir Ísland í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá VM. - ghs Nýr formaður, Guðmundur Ragnarsson, kjörinn á aðalfundi VM: Bíðum átekta varðandi kjörin NÝR FORMAÐUR Nýr formaður, Guð- mundur Ragnarsson, heilsar Helga Laxdal, fráfarandi varaformanni VM. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Gjermund Hagesæt- er, þingmaður Framfaraflokksins í Noregi, hefur sent bréf til Krist- inar Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, og óskað eftir mati henn- ar á því hvaða kosti og galla það hefði í för með sér fyrir Íslend- inga og Norðmenn að binda íslensku krónuna við þá norsku ef sú staða kæmi upp. Fjármálaráð- herrann verður að gefa skriflegt svar á innan við einni viku. Hagesæter segir að málið hafi komið til umræðu á þingmanna- fundi EFTA í Brussel á mánudag- inn var. Á fundinum hafi verið sex norskir þingmenn og þrír íslensk- ir og þar hafi þetta komið til umræðu. Hagesæter telur mikil- vægt að Norðmenn ræði málið og taki afstöðu til þess. Hann hefur því óskað eftir afstöðu og rök- stuðningi ráðherrans. Í frétt norska blaðsins Bergens Tidende kemur fram að íslensku þingmennirnir hafi ekki farið leynt með að myntsamstarf með Norðmönnum væri til umræðu til lausnar á efnahagsvanda og geng- issveiflum íslensku krónunnar. „Það hefur í för með sér að Noreg- ur og Ísland hafa sama vaxtastig. Í dag er vaxtamunurinn næstum því tíu prósent,“ segir blaðið. Bent er á tvo möguleika; að stofna sameiginlega norræna krónu eða að binda gengi íslensku krónunnar við norsku krónuna „án þess að það hafi nokkur sérstök áhrif hér á landi,“ segir þar. „Mér finnst skynsamlegt að við Norðmenn myndum okkur skoðun á því hvað nánara samstarf á milli þjóðanna myndi þýða og hvað það myndi þýða fyrir okkur ef nokk- urs konar myntbandalag kæmist á milli Íslands og Noregs. Það kemur kannski aldrei neitt opinbert erindi frá Íslandi en mér finnst mikilvægt að við Norðmenn ræðum þetta líka,“ segir hann. Hagesæter veltir fyrir sér hvort Íslendingar myndu ekki græða meira á myntsamstarfi. „Norð- menn græða heldur ekkert á því að hafa jafn náinn EES-samstarfs- aðila eins og Íslendinga sem hafa gengi sem sveiflast jafn mikið og raunin er. Það sem er Íslendingum í hag er líka Norðmönnum í hag vegna þess að við eigum í miklum viðskiptum og eigum náið sam- starf á mörgum sviðum,“ segir hann og bendir á að myntbandalag myndi styrkja stöðu norsku krón- unnar og stækka myntsvæðið sem nemur Íslendingum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður var í Brussel ásamt Illuga Gunn- arssyni og Arnbjörgu Sveinsdótt- ur. Hún segist hafa „farið yfir umræðuna heima“ en engin dýpri umfjöllun hafi átt sér stað. ghs@frettabladid.is Ráðherrann svari til um myntsamstarf Norskur þingmaður hefur sent norska fjármálaráðherranum bréf og beðið um mat á kostum og göllum þess að binda gengi íslensku krónunnar við þá norsku. „Það sem er Íslendingum í hag er líka Norðmönnum í hag,“ segir þingmaðurinn. FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er reiðubúinn að ferðast í félagi við Hugo Chavez, forseta Venesúela, að landamærum Kólumbíu ef það kann að hjálpa til að fá Ingrid Betancourt, fyrrver- andi forsetaframbjóðanda í Kól- umbíu, lausa úr gíslingu kólumb- ísku skæruliðahreyfingarinnar FARC. Frá þessu greindi franski utanríkisráðherrann Bernard Kouchner í gær. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kouchner jafnframt að til greina kæmi að fangelsuðum skæruliðum FARC yrði boðið tíma- bundið hæli á yfirráðasvæðum Frakka í Suður-Ameríku, skyldu þeir verða látnir lausir í tengslum við samninga um lausn Betancourt og fleiri gísla FARC. Sérstök sendinefnd Frakklands- stjórnar kom til höfuðborgar Kól- umbíu, Bogota, á fimmtudag, með umboð til samninga um lausn Bet- ancourt, sem hefur bæði kólumb- ískt og franskt ríkisfang og hefur verið í gíslingu í sex ár. Talsmenn FARC hafa hins vegar ítrekað að hvorki henni né öðrum gíslum sam- takanna yrði sleppt nema liðsmenn þeirra í kólumbískum og banda- rískum fangelsum yrðu látnir laus- ir. Sonur Betancourt hefur greint frá því að hún sé svo alvarlega veik að fái hún ekki blóðgjöf mjög fljót- lega sé henni vart hugað líf. - aa Frönsk stjórnvöld gera atlögu að því að fá Ingrid Betancourt leysta úr haldi FARC: Sarkozy beitir sér í gíslamáli Í SEX ÁR Í GÍSLINGU Þessa mynd af Ingrid Betancourt birtu skæruliðar FARC í lok nóvember 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓR YFIR UMRÆÐUNA Katrín Júlíusdóttir, fulltrúi Íslendinga í EFTA- nefndinni, „fór yfir umræðuna heima“ á þingmannafundi EFTA í Brussel. BRÉFLEG FYRIRSPURN Þingmaður á norska stórþinginu, Gjermund Hages- æter, fulltrúi Framfaraflokksins, hefur skrifað bréf og óskað eftir afstöðu Kristinar Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, gagnvart þeirri hugmynd að binda norsku krónuna við þá íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI Vilt þú að ríkið ráðstafi hærri upphæðum en nú er gert til öryggis- og löggæslu? Já 79,4% Nei 20,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú verið teppt(ur) í umferðinni vegna mótmælaað- gerða atvinnubílstjóra? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.