Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 8
8 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR UMHVERFISMÁL Samningaviðræður um kaup ríkisins á hluta Geysis- svæðisins eru á lokastigi en við- ræðurnar hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Landeigendur funda í dag með lögmanni sínum um nýtt tilboð frá ríkinu. Taki þeir jákvætt í það má búast við að málið klárist á næstu dögum. Kostnaður við samninginn ligg- ur ekki fyrir en samkvæmt heim- ildum blaðsins verður hann á bil- inu 175 til 200 milljónir. Við það bætist kostnaður við mótvægis- aðgerðir. Nokkuð hefur borið í milli samningsaðila hingað til. Síðasta skriflega tilboð frá ríkis- valdinu hljóðaði upp á 65 milljón- ir, en síðan hafa þreifingar átt sér stað. Samkvæmt samningunum verður landeigendum tryggt heitt vatn, en landið verður friðað fyrir vatnstöku. Reiknað er með að Orkuveita Reykjavíkur komi að þeim hluta. Sú framkvæmd myndi þá nýtast fleirum en land- eigendunum. Þá er einnig gert ráð fyrir friðlandi fugla á svæð- inu, en ríkisvaldið hefur friðlýst votlendi í eigu sömu landeig- enda. Geysissvæðið er um tuttugu hektarar og af því á ríkið fyrir um sjö, þar á meðal goshverinn sjálfan, en hinn hluti svæðisins er í eigu nokkurra aðila. Þórður H. Ólafsson, sem fer fyrir Geysisnefnd, segir að málið sé í jákvæðu samningaferli nú. „Menn eru að ræða saman opið núna og við erum bjartsýnir á að ná lendingu. Við förum líklega að sjá til lands.“ Þórður vill ekki nefna neina upphæð í tengslum við samning- inn. „Það er verið að ræða um ýmsa hluti í flóknum samningum. Kostnaðurinn ræðst af mörgum þáttum; kaupum á landi, að heitt vatn sé tryggt gegn því að vatns- töku á svæðinu sé hætt og ýmsu fleiru. Hver samtalan verður kemur í ljós eftir því hvernig endanlegir samningar líta út.“ Þeir landeigendur sem rætt var við vildu ekki tjá sig um við- ræðurnar. Þær væru á viðkvæmu stigi. Viðræður um Geysissvæðið hafa staðið yfir í um tíu ár. Fram- an af var stál í stál; ríkið bauðst til að kaupa landið af eigendum en þeir buðust til að kaupa gos- hverina af ríkinu. Síðan þá hefur lítið verið framkvæmt á svæð- inu. - kp Ríkið kaupir Geysissvæðið Samningar landeigenda og ríkisins um kaup á þeim hluta Geysissvæðisins sem er í einkaeigu eru á loka- stigi. Líklegt kaupverð er 175 til 200 milljónir króna. GEYSIR Í HAUKADAL Allt Geysissvæðið verður líklega brátt í eigu ríkisins. MYND/HARPA TAÍLAND, AP Fulltrúar 163 ríkja á framhaldsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem stóð alla þessa viku í Bangkok í Taílandi virtust í gær ætla að ná saman um málamiðlun um það hvernig viðræðunum skyldi haldið áfram. Þær eru undirbúningur að því að ná fyrir lok næsta árs nýju alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem tekið geti við að Kýótó-bókuninni sem rennur út árið 2012. Þegar kom fram á daginn í gær voru viðræður í nokkrum hnút vegna þess að Japanar höfðu farið fram á að strax á þessu stigi yrðu ræddar tillögur þeirra að því að los- unarmörk yrðu sett fyrir hverja iðngrein fyrir sig. Því voru fulltrú- ar þróunarlanda mótfallnir; þeir vilja að fyrst verði losunarkvótar ákveðnir fyrir hvert land. Áður hafði tillaga sem fulltrúar Noregs og Evrópusambandsland- anna 27 lögðu fram á fimmtudag – og gekk út á að strangari hömlur yrðu einnig settar við losun frá skipum og flugvélum – hlotið mis- jafnar undirtektir. - aa Ráðstefna SÞ um loftslagsmál í Bangkok: Málamiðlun um framhald viðræðna LOSUN TAKMÖRKUÐ Fulltrúar Evrópu- landa leggja til losunarkvóta fyrir flug og siglingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Breskir múslimar, sem vonuðust til að drepa um 1.500 flugfarþega á leið yfir Atlantshaf í samræmdum sprengjutilræðum, sögðu á „píslarvotta-myndbandsupptök- um“ að tilræðin yrðu hefnd fyrir hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Þetta bar saksóknari fyrir rétti í Lundúnum í gær. Saksóknarinn tjáði kviðdómi að minnst sex manns hefðu tekið upp slík skilaboð. Hinir ákærðu voru handteknir í ágúst 2006, er rannsóknarlög- regla taldi að þeir hygðust brátt láta til skarar skríða. - aa Breskir múslimar fyrir rétti: Tóku upp píslar- vottamyndbönd BANDARÍKIN, AP Í niðurstöðum nýrrar könnunar á viðhorfum bandarískra kjósenda kemur fram, að 81 prósent þeirra telur að Bandaríkin séu ekki á réttri leið. Þessi megna óánægja með stefnu núverandi valdhafa boðar ekki gott fyrir John McCain, væntanlegan forsetaframbjóð- anda repúblikana, í kosningabar- áttunni sem hann á fyrir höndum við frambjóðanda demókrata, hvort sem sá verður Barack Obama eða Hillary Rodham Clin- ton. Bæði Clinton og Obama, sem enn eiga í hörðum slag um útnefn- ingu Demókrataflokksins, hafa bæði sagt að það að kjósa McCain til setu í Hvíta húsinu væri ekk- ert annað en að kjósa framhald þess sem þau kalla gjaldþrota stefnu George W. Bush forseta bæði í efnahags- og utanríkismál- um, ekki sízt hvað varðar Írak. Í könnuninni, sem gerð var á vegum CBS-sjónvarpsstöðvar- innar og The New York Times, segist 81 prósent Bandaríkja- manna telja að „hlutirnir hafi farið alvarlega af leið“ í Banda- ríkjunum. Fyrir ári voru 69 pró- sent aðspurðra í sambærilegri könnun þessa sinnis, og árið 2002 voru það aðeins um 35 prósent. - aa Niðurstöður viðhorfskönnunar slæm tíðindi fyrir forsetaframbjóðanda repúblikana: Telja Bandaríkin á rangri braut Á BRATTANN John McCain mætir á kosningafund í Pensacola á Flórída. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 Hvar á Norðurlöndum er lítraverðið á bensíni lægst? 2 Hverrar þjóðar eru þeir karl- menn sem verða elstir í heimi? 3 Hvar á landinu er fyrirhugað að reisa fyrsta álverið í heim- inum sem knúið verður áfram með jarðhita eingöngu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 FÆREYJAR Rúmlega þrjár og hálf milljón króna söfnuðust til handa íbúum Skálavíkur á Sandey í Færeyjum. Er féð ætlað til uppbyggingar vegna skemmda af völdum óveðurs sem gekk yfir byggðarlagið 31. janúar síðastlið- inn. Tjónið er metið á tæpar 180 milljónir íslenskra króna en verst urðu hafnarmannvirki, bátar og kirkjugarðurinn úti í óveðrinu. Hefur söfnunarfénu verið komið til sveitarstjórnar Skála- víkur og verður fénu varið til viðgerða á höfninni. Að sögn Palla á Lava, aðstoðar- sveitarstjóra Skálavíkur, eru bæjarbúar mjög þakklátir fyrir stuðning og hlýhug Íslendinga sem og annarra sem staðið hafa að sams konar fjársöfnunum í Færeyjum fyrir Skálavík. Segir hann fulla þörf hafa verið á söfnun sem þessari þótt annað hafi komið fram í fréttum. - ovd Skálavíkursöfnun lokið: Íbúar þakklátir Færeysk menningarveisla Kjarvalsstaðir Laugardaginn 5. apríl kl. 14 –18 Færeyskir tónlistarmenn og dansarar Leikbrúðuland sýnir brúðuleikhús Fróðleikur um Færeyjar Leiðsögn og leikir fyrir alla aldurshópa um sýningu Mikinesar Einstök matarkynning á færeyskum þjóðarréttum Listasafn Reykjavíkur Reykjavik Art Museum — — — — — Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði • Framkvæmdastjórnun • Umferðar- og skipulagsfræðum • Steinsteyputækni • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Heilbrigðisvísindi • Ákvarðanaverkfræði VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.