Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 11
LAUGARDAGUR 5. apríl 2008 11
AUSTURRÍKI, AP Kína hefur bæst í
sívaxandi hóp þjóða sem nýlega
hafa sent Alþjóða kjarnorkumála-
stofnuninni, IAEA, gögn sem sýna
fram á mögulegar tilraunir Írans
til framleiðslu kjarnorkuvopna.
Kínastjórn hefur hingað til verið
andstæðingur þeirra refsiaðgerða
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa
beitt Íran vegna kjarnorkustefnu
sinnar. Samkvæmt þeim háttsettu
erindrekum sem komu upplýsing-
unum um gögnin á framfæri er
Kína óvæntasti meðlimurinn á
löngum lista þjóða sem lagt hefur
fram gögn sem bent gætu til að
Íransstjórn hefði ekki hreint mjöl í
pokahorninu í kjarnorkumálum. - kg
Kjarnorkumál Írans:
Gögn frá Kína
um tilraunir
SKOÐANAKÖNNUN Ríkisendurskoðun
nýtur trausts um 66 prósenta
þjóðarinnar samkvæmt nýrri
viðhorfskönnun Capacent Gallup
sem gerð var í mars.
Niðurstöður úr þjóðarpúlsi
Gallup frá sama tímabili sýna
meðal annars að 90 prósent
þjóðarinnar treysta Háskóla
Íslands, 80 prósent treysta
lögreglunni, 52 prósent Þjóðkirkj-
unni og 42 prósent Alþingi.
Könnunin leiddi einnig í ljós að
orðið „eftirlit“ kom oftast upp í
huga fólks þegar minnst var á
Ríkisendurskoðun og 48 prósent
telja stofnunina ekki veita stjórn-
völdum nægilega mikið aðhald. - kg
Almenningsviðhorf:
Treysta Ríkis-
endurskoðun
NOREGUR Réttarhöld standa nú yfir
í Ósló í Noregi þar sem þrír menn,
Arfan Qadeer Bhatti, Andreas Bog
Kristiansen og Ibrahim Özbabacan
hafa verið ákærðir fyrir að hafa
skipulagt eða undirbúið hryðju-
verkaárás á bandaríska og ísra-
elska sendiráðið í Ósló haustið 2006.
Bhatti og Özbabacan eru einnig
ákærðir fyrir að hafa skotið að
bænahúsi gyðinga í Ósló í septemb-
er í hittiðfyrra.
Yfirheyrslur hafa staðið undan-
farna daga. Bhatti, sem er af norsk-
pakistönskum uppruna og talinn
forsprakki þremenninganna, hefur
langan afbrotaferil að baki og er
talinn vera félagi í mótorhjólasam-
tökum. Hann er ákærður fyrir
ýmislegt annað, meðal annars að
hafa ætlað að ræna peningum úr
peningaflutningabíl og að hafa
borið vopn án leyfis.
Talið er að þremenningarnir hafi
gert með sér samkomulag um að
framkvæma eitt eða fleiri hryðju-
verk á norskri grund, að sögn Dag-
bladet.
Réttarhöldin hófust um mánaða-
mótin og standa fram í miðjan júní.
Um áttatíu vitni koma fyrir réttinn.
Síðustu daga hefur meðal annars
verið hlustað á upptökur lögregl-
unnar á símtölum milli mannanna
og félaga þeirra.
Þetta eru fyrstu réttarhöldin sem
haldin eru í Noregi vegna gruns um
hryðjuverk eða skipulagningu
hryðjuverka. Líklegt þykir að málið
fari fyrir Hæstarétt Noregs hvern-
ig svo sem niðurstaðan verður í
héraðsdómi í Ósló. - ghs
Fyrstu réttarhöldin sem haldin hafa verið vegna hryðjuverka í Noregi hafin:
Þrír grunaðir um hryðjuverk
FRÁ ÓSLÓ Reiknað er með að málið fari
fyrir Hæstarétt.
MENNTUN Japönsk stjórnvöld
bjóða íslenskum framhalds-
skólanemum á fyrsta og öðru ári
að sækja um styrk til námsdval-
ar í Japan frá ágúst til janúar.
Markmiðið er að gefa íslenskum
ungmennum kost á því að
kynnast japanskri tungu,
menningu og lífsháttum.
Styrkurinn hljóðar upp á
greiðslu ferðakostnaðar,
skólagjalda, húsnæðis og fæðis
og verða umsækjendur að búa
yfir góðri enskukunnáttu.
Umsóknarfrestur er til 15.
apríl og liggja eyðublöð frammi
í sendiráði Japans á Íslandi,
Laugavegi 182, eða á síðunni no.
emb-japan.go.jp. Allar frekari
upplýsingar fást í síma 5108600,
eða á japan@itn.is. - kg
Japönsk stjórnvöld:
Styrkja náms-
menn til Japans