Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 16

Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 16
16 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Hringdu í síma ef blaðið berst ekki F lutningabílstjórar og eigendur eyðslufrekustu tóm- stundabíla hafa skipulagt mótmæli að frönskum sið síðustu daga. Enginn hefur komist hjá að taka eftir því. Áhugavert er að greina mismunandi andsvör og viðbrögð við kröfum þeirra og aðgerðum. Þeir sem ógna öryggishagsmunum með mótmælum er lúta að því að lækka eldsneytisgjöld og nota til þess stórvirk atvinnutæki fá í nefið hjá lögreglunni. Hinir sem á sínum tíma ógnuðu örygg- ishagsmunum með því að festa sig við slík tæki í mótmælum gegn virkjun endurnýjanlegra orkulinda máttu eðlilega þola viðeigandi og hefðbundin handtök lögreglu og ákæruvalds. Athyglisvert er að á Alþingi hefur enginn kallað eftir skýringum á þessari mismun- andi aðferðafræði. Engu er líkara en ríkisstjórnin reyni að víkja sér hjá því að svara kröfugerð bílstjóranna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur látið við það sitja að vísa til þeirrar stefnu að haga eigi skatt- lagningu á eldsneyti með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Það er ábyrg afstaða. Framsóknarflokkurinn hefur á hinn bóginn gert kröfur bílstjóranna að einu höfuðatriði í efnahagstillögum sínum sem aukheldur fela í sér annað tekjutap upp á tugi milljarða króna fyrir ríkissjóð. Flutningabílstjórarnir hafa haft það mikið fyrir að gera málstað sinn heyrinkunnan að segja má að þeir eigi rétt á að rökin með og móti lækkun eldsneytisgjalda séu vegin og metin í opinberri umræðu. Að því leyti er ekki unnt að skella skollaeyrum við mót- mælum þeirra. Rétt er að skattar eru almennt íþyngjandi bæði fyrir atvinnurek- endur og launafólk. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað verulega upp á síðkastið og þyngt bílarekstur fyrirtækja og heim- ila. Fall krónunnar hefur síðan sömu áhrif á þennan innflutning og allan annan. Allt fer þetta á þá vogarskál sem mælir með lækkun eldsneytisgjalda. Á hina vogarskálina kemur að sams konar rök má færa fyrir lækkun gjalda á flest önnur aðföng. Þar að auki eru eldsneytis- gjöld lægri hér en í mörgum grannlöndunum. Ofan á það lóð kemur að flestir þeir sem eru hlynntir lækkun eldsneytisgjalda eru líka áhugamenn um að flýta gerð Sundabrautar og fjórföldun akbrauta austur yfir fjall. Þær framkvæmdir kalla á tekjur. Þyngstu lóðin á þessari vogarskál eru síðan þeir brýnu og ríku almannahagsmunir að rekstur ríkissjóðs stuðli að því að jafna viðskiptahalla þjóðarbúsins. Kjarni málsins er sá að viðskipta- hallinn kallar á mikinn rekstrarafgang ríkissjóðs eigi krónan ekki að veikjast enn frekar. Þeir sem nú leggja til að veikja rekstrar- afkomu ríkissjóðs eru þar af leiðandi að vinna almenningi sama ógagn og þeir spákaupmenn sem tóku stöðu gegn krónunni. Ríkis- stjórnin sjálf er ekki alsaklaus í því efni. Formaður Framsóknarflokksins deilir á ríkisstjórnina fyrir sofandahátt. Það er að því leyti réttmæt gagnrýni að hvorki fjár- málaráðherra né þingmenn stjórnarflokkanna sýnast nenna að rökræða tillögur hans og sýna fram á að það væri að fljóta sof- andi að feigðarósi að gera tekjulækkunarhluta þeirra að veruleika. Vindhani fer oftast nær vel á burst en er að sama skapi ekki góður leiðarvísir í efnahagsmálum. Það væri ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar að veikja stöðu ríkissjóðs við þessar aðstæður. Fyrir því eru gild rök almannahagsmuna. Það er hins vegar eðlileg krafa að ríkisstjórn- in skýri þau út bæði fyrir þrýstihópum utan þings og formanni Framsóknarflokksins. Ríkissjóður og almannahagsmunir: Hverjir sofa? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Menning Færeysk menningarveisla verður hald-in að Kjarvalsstöðum í dag, laugar- dag, í tengslum við lok sýningar á verk- um Sámals Joensens Mikiness (1906-1979). Mikines er kunnasti málari Færeyinga og er oft kallaður faðir fær- eyskrar málaralistar. Það var svo sannarlega kominn tími til kominn að halda góða Mikines-sýningu hérlendis en það hafði ekki verið gert í næstum hálfa öld. Nú er síðasta sýningarhelgi og ástæða til að hvetja alla, sem enn hafa ekki farið, að drífa sig í Kjarvalsstaði um helgina og kynnast verkum þessa stórkostlega listamanns. Á sýning- unni eru um fimmtíu landslagsmyndir, manna- myndir og mannlífsmyndir og spanna allan lista- mannsferil hans. Margar af bestu myndum Mikiness endurspegla þúsund ára sögu og gætu allt eins hafa verið málaðar í íslenskum sjávarþorpum. Þær lýsa harðri lífsbaráttu og óblíðum náttúruöflum en einn- ig mannlegri reisn og gleði. Snilld Mikiness nær einna lengst þegar hann lýsir veikindum og dauða og eru sum verka hans á því sviði ógleymanleg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri mun hefja menningarveisluna klukkan tvö. Dag- skráin er fjölbreytt og þar er eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Fjölskylduleið- sögn verður um sýninguna í formi leiks, þar sem ljósi verður varpað á málarann á frum- legan og skemmtilegan hátt. Leikbrúðuland mun skemmta yngstu kynslóðinni. Tríó Katrinar Petersen flytur færeysk lög og síðan mun Færeyingafélagið í Reykjavík sýna hinn fræga færeyska dans og jafnvel gefa gestum kost á þátttöku. Síðast en ekki síst verður kynning á færeyskum mat. Þá munu Flugfélag Íslands og fleiri aðilar kynna fjölbreytta ferðamöguleika til Færeyja. Færeyska menningarveislan í dag er gott tæki- færi til að kynnast mörgu hinu besta í færeyskri menningu og hvet ég áhugasama til að láta ekki happ úr hendi sleppa heldur eiga skemmtilegan dag með fjölskyldunni að Kjarvalsstöðum. Vona ég að hin fjölsótta og velheppnaða Mikines-sýning í Reykjavík varði veginn að stórauknum menningar- samskiptum og ferðamannastraumi milli Íslands og Færeyja á næstu árum. Höfundur er borgarfulltrúi. Færeysk menningarveisla KJARTAN MAGNÚSSON ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Á regnköldum febrúardegi 1988 tók ég jarðlestina upp í Harlem. Jesse Jackson hélt framboðsfund fyrir utan eina háhýsið í hverfi svartra, á 125. stræti. Forvitinn ungur Íslend- ingur vildi fylgjast með. Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna hafði svartur maður komist í undanúr- slit forsetakosninga. Og hér var hann mættur í höfuðborg síns heimafólks, Harlem. Fundurinn var þó undarlega fámennur. Frambjóðandinn stóð við upphækkað púlt, undir regnhlíf lífvarðarins, og þrumaði út í loftið af þeim alkunna eldmóði sem stundum kom niður á máli hans. (Maður á alltaf dálítið erfitt með að skilja enskuna hjá Séra Jackson.) Skilaboðin voru þó alltaf jafn skýr: Réttlæti. Réttlæti fyrir svarta. Réttlæti fyrir alla. Loksins-loksins maður Sem frambjóðandi var Jesse Jackson rödd svarta mannsins. Hann var í raun ekki í forseta- framboði, heldur að vekja athygli á stöðu síns fólks. Um skeið hafði hann þó forystu í forkosningum demókrata, þar til hvítir karlar komu, sáu og sigruðu og settust sem fyrr í sitt hvíta hús (Bush eldri sigraði Dukakis í forseta- kosningunum). En Jesse var minn maður. Ég hafði búið nokkur ár í Ameríku og heillast af menningu svartra, allt frá Michael Jackson og Teddy Pendergrass til Grandmaster Flash og Public Enemy, frá Martin Luther King og Malcolm X til Bill Cosby og Eddie Murphy. Það var eitthvað við þessa menn. Svalir, orðheppnir og glaðsinna. Og framleiddu kynþokkafyllstu tónlistina auk þess að vera heimsmeistarar í húmor á fæti. Á sama tíma var staða þeirra og barna þeirra hinsvegar vonlaus. Önnur hver blökkukona var einstæð móðir og annar hver blökkumaður féll í skotárás. Krakkar reyktu krakk í frímínútum. Við hliðina á Wall Street var land sem hét Rúanda. Og þaðan bárust stöðugt slæmar fréttir en enginn virtist geta fært þeim góðar. Frá 125. stræti í Harlem var Trump-turninn gyllti líkt og Versalir að sjá frá Bastillutorgi, sumarið 1789. Nema hvað hér vantaði fólkið. Þótt ræðumaður væri innblásinn var múgurinn hvorki stór né æstur. Hin svarta þjóð var í böndum dóps og deyfðar. Ég fór vonsvikinn heim. Tuttugu árum síðar er svartur maður aftur í forsetaframboði. Barack Obama. Líkastur guði, mælskari en andskotinn og gáfaðri en báðir til samans. Fólk kemur frelsað út af framboðs- fundum, slefandi af Obama-æði. Kunningjarnir gleyma sér yfir ræðum hans á Youtube og mæta augnstjarfir á barinn: „Maðurinn er alveg magnaður!“ Og rétt er það. Obama er loksins-loksins maður. Eins og Frelsarinn sjálfur kemur hann gangandi út úr átta ára eyðimörk heimsku og lyga. Eins og Frelsari svartra? Það hélt maður í fyrstu. Að nú fengju þeir loks sinn foringja og það engan venjulegan mann. Það vakti því óneitanlega athygli að blökkumaðurinn skyldi aldrei minnast á kynþátt sinn eða -þætti yfir höfuð. Þvert á móti gerði hann í því að hefja sig yfir hörundslitinn. „There is no black America and no white America! No Latino America and no Asian America! There is only the United States of America!“ Hann reyndi jafnvel að hefja sig yfir flokkadrætti: „Köllum þau ekki rauðu ríkin og bláu ríkin! Köllum þau Bandaríkin!“ Von og breyting Þetta var strategían. Að gleyma sárum og skærum, til að geta lært og læknað. Obama kom okkur öllum á óvart. Í opnum skildi hans lá von um nýja tíma. Hinn frægi draumur Kings hafði fundið sinn framkvæmdamann. „Von“ og „breyting“ voru slagorðin sem fengu alhvít ríki til að velja blökkumann sem frambjóðanda sinn. Magnað. Obama tekur hér við kyndlin- um af Nelson Mandela, sem seint á síðustu öld skildi að sáttaleiðin var betri en reiðin. Ekki láta sorgir fortíðar dekkja horfur framtíðar. Til að sameina sundraða þjóð þurfti eitthvað stórt. Og Mandela var maðurinn. Fyrir úrslitaleik heimsmeistara- mótsins í ruðningi árið 1995, sem háður var á Ellis Park í Jóhannes- arborg, gekk hinn nýkjörni forseti inn á völlinn íklæddur landsliðstreyju Suður-Afríku. Í hugum svartra var búningur þessi, sem svartur maður hafði aldrei klæðst fram að þessu, höfuðtákn Búa-kúgunar. Fyrir blökkumann að klæðast honum var líkt og fyrir gyðing að klæðast SS-búningi. En um leið og Mandela birtist í treyjunni risu áhorfendur á fætur og hylltu hann sem forseta sinn. Meirihluti þeirra var hvítur. Undur og stórmerki höfðu gerst. Svartur maður hafði sameinað svart-hvíta þjóð. Leiðtoginn skal vera litblindur. Nelson Obama HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Forsetakosningar Hættulegt ástand Borgarstjórn boðar sérstaka aðgerða- áætlun til eflingar miðborgarinnar. Stendur meðal annars til að gera skurk í öryggismálum, almennings- samgöngum og hreinsun. Fínt mál, enda má miðbærinn muna sinn fífil fegri. Verra var að heyra hrakspár Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra í fréttum Stöðvar tvö á fimmtudag. Þar sagði hann miðborgina hrein- lega vera hættulega fólki sökum aukins sóðaskapar, sprautunála og ofbeldis, og að fólk væri hrætt við að ganga um miðbæ- inn sinn að næturlagi. Já, það er merkilegt að fólk upplifir sig ekki óhult í miðbænum eftir svona ræður. Hluti af vandanum Miðbærinn á við ýmsan vanda að etja – þar á meðal tröllasögur á borð við þær sem borgarstjóri ber á borð og er ef til vill best lýst sem munnlegu veggjakroti. Hvernig væri að borgarstjóri hreinsaði óábyrgan hræðsluáróður úr málflutningi sínum um leið og hann ræðst á veggi miðbæjarins með háþrýstisprautuna að vopni? Til Kína eða ekki? Samband ungra sjálf- stæðismanna hefur hvatt íslenska stjórn- málamenn til að sniðganga opnun- ar- og lokahátíð Ólympíuleik- anna í Peking til að sýna andstöðu íslenskra stjórnvalda við meðferð kínverskra stjórnvalda á þegnum sínum. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir íslensk stjórnvöld ekki hafa ákveðið hvort þau ætli að gera, en minnir á að leikarnir snúist ekki um pólitík. En felst ekki í þeim orðum einmitt rök- semd fyrir því að íslenskir ráðamenn mæti ekki á Ólympíuleikana í ár; hvaða erindi eiga þeir þangað fyrst þeir snúast ekki um pólitík? bergsteinn@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.