Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 24
24 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
FÖSTUDAGUR, 28. MARS.
Smáframhjáhald og ást-
arjátning til Fréttablaðs-
ins
Pétur Gunnarsson redaktör á Eyj-
unni.is sem mér finnst skemmti-
legasti vefmiðillinn kom að máli
við mig og gerði mér tilboð sem ég
gat ekki hafnað.
Á Eyjunni.is sem er vaxandi
vefmiðill handa fólki með greind-
arvísitölu sem er hærri en skó-
númerið þess getur að líta fréttir,
fréttayfirlit og umfram allt mörg
skemmtileg blogg, eina vitræn-
ustu umræðuna sem fer fram á
Íslandi í dag meðal almennings.
Pétur bauð mér að vera með og
prófa að blogga þarna soldið og gá
hvort það gæti orðið mér til
skemmtunar. Ókeypis.
Blogg er sérstakur hlutur. Ekk-
ert getur komið í staðinn fyrir
mína Kæru Dagbók! sem ég skrifa
í Fréttablaðið vikulega og hefur
verið partur af lífi mínu og blaðs-
ins síðustu 130 vikur án
þess að nokkurn tím-
ann hafi fallið út
dagur.
Kæra Dagbók!
er sambland af
persónulegu ver-
aldarstússi mínu
og þeirra sem mér
tengjast í mínu dag-
lega umhverfi. En til
að hin persónulegu og
ómerkilegu mál sem að
mér snúa verði síður uppá-
þrengjandi og til leiðinda fyrir
lesendur blanda ég þau með við-
brögðum mínum og hugsunum um
atburði líðandi stundar.
Grundvallarhugmyndin að dag-
bókarskrifum í dagblaði var sú að
birta í Fréttablaðinu eitthvað per-
sónulegt og hvunndagslegt, nokk-
urs konar mótvægi við ópersónu-
legar fréttir sem erfitt er að tengja
sig við – margar hverjar.
Nú langar mig til að prófa að
blogga á Eyjunni.is og hlífa les-
endum mínum þar algerlega fyrir
frásögnum af mínu daglega lífi,
ástamálum, matseld í Norska bak-
aríinu og sögum af hesta-
mennsku.
Á Eyjunni langar mig til að
bregðast við atburðum dagsins.
Jafnvel með því að tengja saman
gamalt og nýtt.
Þetta er ekki framhjáhald með
mínu elskaða Fréttablaði. Og vel
gæti verið að eitthvað
af Eyjublogginu
rataði í Frétta-
blaðið á endan-
um – ef Frétta-
blaðsstjórum
ofbýður ekki
þeim mun meir
sýn mín á veru-
leikann. Mér þykir
vænt um Frétta-
blaðið og hef það eftir
góðum heimildum að
Fréttablaðinu þyki vænt um
mig. Sumir lesendur virðast
hafa ánægju af því gagnkvæma
ástarsambandi. En ég er alltaf
skíthræddur um að ofbjóða fólki
með því að tala of mikið um fjöl-
skyldulífið í Fischerssundi – og
upp á hverju barnabörnin mín
geta fundið.
LAUGARDAGUR, 29. MARS.
Victor Hugo
Til að undirbúa mig fyrir
næsta áfanga í frönskunám-
inu er ég að lesa ágæta ævi-
sögu Victors Hugos. Hún er
á ensku, eftir enskan höf-
und. Hún er samt soldið tyrf-
in á köflum en mér hrýs
hugur við að byrja á hinum
endanum með því að lesa
verk þessa andlega risa,
kvennabósa, stjórnmála-
manns og rithöfundar.
Ég hef sérstakan áhuga
á góðum rithöfundum sem
skrifuðu fyrir stóran
markað, það er að segja
lesendur úr ýmsum stétt-
um og af mismunandi
menntunarstigi.
Og ég er að reyna að
afsanna þá kenningu að rit-
höfundar sem stundum
skrifa sakamálasögur séu
fábjánar að skrifa handa
öðrum fábjánum. Persónuleg
reynsla mín bendir til þess að
hærra hlutfall flóna finnist
meðal þeirra sem skrifa
bækur en þeirra sem lesa
þær.
SUNNUDAGUR, 30. MARS.
Matseld og Mannaveið-
ar
Hápunktur dagsins var beinlaus
eldislax sem ég skar í smábita og
eldaði í maríneringu af hnetu-
smjöri og sojasósu með fersku
engifer og furuhnetum.
Horfði á annan þáttinn af
íslensku seríunni „Mannaveiðum“.
Þetta er miklu skárra en „Press-
an“. Það gera fyrst og fremst leik-
ararnir og handrit sem er ekki
alveg áttavillt.
Um íslenskt sjónvarpsefni gegn-
ir sama máli og knattspyrnu.
Ég mundi aldrei í lífinu
horfa á landslið Slóvakíu
leika knattspyrnu – nema
hinn keppandinn væri
íslenska landsliðið. Ég
er stuðningsmaður
íslenska landsliðsins í
öllum greinum. Líka í
sjónvarpsmyndagerð.
MÁNUDAGUR, 31. MARS.
Nálarstungur í Heilsu-
drekanum
Loksins, loksins er ég aftur kom-
inn í nálarstungur í Heilsudrekan-
um undir handleiðslu hennar Qing
sem ætti að fá marg-
falda fálkaorðu fyrir
að halda Íslending-
um vinnufærum og
jafnvel heilbrigðum
án þess að leggjast
upp á heilbrigðis-
kerf-
ið.
Þetta kostar
ekki mikið.
Það er vit í kín-
verskri læknis- fræði. Ann-
ars væru Kínverjar varla svona
margir. Ekki hafa þeir haft það
svo gott gegnum tíðina.
Góðu fréttirnar við þessa gigt
sem ég geng með eru þær að mér
er sagt að hún læknist yfirleitt á
sex til tólf mánuðum. Nú er ég
búinn að vera undirlagður af þess-
um fjanda í níu mánuði. Vondu
fréttirnar eru þær að ef hún hverf-
ur ekki á sex til tólf mánuðum
hverfur hún sennilega aldrei. Það
eru líka vondar fréttir að lyfin
sem ég þarf að taka
eru eiginlega verri
en sjúkdómarnir:
þunglyndi og
fjölvöðvagigt.
Frá og með
í dag ætla ég
að fasta til
föstudags-
kvölds eða leng-
ur. Þetta er reyndar
ekki ströng fasta því að daglegur
matseðill er svona: tveir lítrar af
vatni, grænt te eftir þörfum, tvö
epli á dag, tveir bananar og ein
appelsína. Einn bolli af kaffi þegar
ég fer á fætur, annar kaffibolli
fyrir svefninn og svo aukabolli ef
ég vakna um miðja nótt og verð
andvaka. Annars get ég ekki sofn-
að aftur.
Það skal tekið fram að þessi
matarkúr er uppfundinn af sjálf-
um mér án samráðs við lækna og
tryggingafélög og ég tek enga
ábyrgð á þeim sem ákveða að
reyna þetta mér til samlætis.
Sigrid vinkona mín hefur
mikið álit á föstum. Og þá er
hún að tala um alvöruföst-
ur. Maður lætur ekkert í
sig nema vatn eða grænt
te. Ég væri alveg til í að
prófa þetta, en Sigrid
segir að manni fari ekki
að líða verulega vel fyrr en
eftir fjórtán daga. Það finnst
mér dáldið bratt.
ÞRIÐJUDAGUR, 1. APRÍL.
Apríl velkominn
Ég er feginn því að apríl skuli vera
genginn í garð. Ég hefði gjarna
viljað fá að eiga afmæli í apríl en
ekki í nóvember.
MIÐVIKUDAGUR, 2 APRÍL.
Mér hlýtur að vera að skána
gigtin. Sólveig heimtaði að við
færum austur í Landeyjar að
skoða reiðhest sem Viðar vinur
minn á Kaldbak heldur að sé eins-
og skapaður fyrir mig. Stór og fal-
legur og ákaflega sérvitur.
Ég prófaði hestinn. Hann var
alveg yndislegur. En þrátt fyrir
stærðina og sérviskuna var eins
og hann væri soldið einn í heimin-
um og gæti ekki orðið hamingju-
samur nema hann eignaðist góðan
vin.
Það varð úr að Viðar ætlar að
senda mér klárinn í bæinn til að
gefa okkur kost á að kynnast og
athuga hvort við getum orðið vinir.
Hver veit. En þegar maður er
kominn á minn aldur er það alvöru-
mál að finna sér reiðhest sem gæti
orðið besti vinur manns - og sá síð-
asti. Hérna megin.
FIMMTUDAGUR, 4. APRÍL.
Fasta á fimmtudegi
Þessi fimmtudagur ætti eigin-
lega að vera föstudagur því að nú
er ég orðinn soldið leiður á föst-
unni. Leiður, en ósveigjanlegur.
Alla vega verður mér þó ekki
kennt um að hafa ekki hert sult-
arólina þegar þjóðarbúið þurfti
að draga saman seglin. Var sold-
ið eftir mig eftir reiðtúrinn.
Hvað hef ég að gera við gæðing
sem þarf að svífa um veröldina
daglega ef ég er kraftlaus og næ
ekki upp í ístaðið? En sennilega
er það fastan sem gerir mig
svona svartsýnan. Fasta er nefni-
lega ekki skemmtileg meðan á
henni stendur frekar en svo
margt annað.
En það er gaman þegar hún er
búin. Þá tekur hófsemin við.
Ástarjátning, framhjáhald
og hugsanleg hrossakaup
Í dagbók Þráins Bertelssonar er birt hugljúf ástarjátning til Fréttablaðsins, en einnig er vikið að saklausu framhjáhaldi. Þá er
birtur matseðill vikunnar hjá manni sem fastar sér til heilsubótar. Einnig er minnst á Darwin, stjórnmálamenn, Mannaveiðar og
Heilsudrekann.
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
Meistaranám í haf- og
strandsvæðastjórnun
Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun
býr nemendur undir að takast á við eitt af mest
knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu
og stjórnun auðlinda.
Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur
Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við
Háskólann á Akureyri.
Nánari upplýsingar: www.hsvest.is
Umsóknarfrestur: 5. júní 2008
Í samstarfi við:
Lj
ó
sm
yn
d
:
A
g
n
es
G
ei
rd
al