Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 28
5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
LEIKKONAN BETTE DAVIS FÆDD-
IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1908
„Forboðin ástarævintýri
gera hjónabandi gott. Þau
krydda hjónalífið og koma í
veg fyrir að hjúskapur verði
leiðinlegur. Ég ætti að vita
það.“
Bette Davis hefur oft verið
nefnd drottning kvikmynda-
sögunnar. Hún hlaut Óskarinn
fyrir Jezebel 1939 og Danger-
ous 1935. Bette lést úr brjósta-
krabbameini í Frakklandi árið
1989.
Í dag eru 22 ár síðan flugvél á
vegum flugfélagsins Ernis fórst
í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi.
Flugvélin TF-ORM, af gerðinni
Piper Aztec,
lagði upp í
vondu veðri
frá Ísafirði um
hádegisbil
með flugmann
og sex farþega
um borð. Framan af gekk flugið
vel en veðrið versnaði stöðugt.
Yfir Stykkishólmi tilkynnti flug-
maður um ferðir vélarinnar yfir
Ljósufjöll sem alræmd voru fyrir
mikið niðurstreymi við þessar
veðuraðstæður. Urðu farþegar
þó einskis varir fyrr en vélin tók
skyndilega mikla dýfu og skall
utan í fjallshlíð, en við það lét-
ust tveir menn samstundis.
Um leið og vélin hvarf af rat-
sjá var farið að ótt-
ast um hana, en fljót-
lega tókst að staðsetja
TF-ORM í 600 metra
hæð.
Aðstæður til björg-
unar voru afar slæm-
ar, þyrlur gátu ekkert aðhafst og
björgunarsveitum sóttist ferðin
seint landleiðina. Ellefu tímum
eftir slysið tókst snjóbíl Flug-
björgunarsveitarinnar í Reykja-
vík að brjótast á slysstað, en þá
voru þrír til viðbótar látnir. Tveir
farþeganna lifðu af.
ÞETTA GERÐIST: 5. APRÍL 1986
Flugslys í Ljósufjöllum
Í dag gefst tilefni til spennandi ferða-
lags yfir til íðilfagurra Færeyja þegar
blásið verður til fjölbreyttrar og eink-
ar glæsilegrar færeyskrar menning-
arhátíðar á Kjarvalsstöðum.
„Hátíðina höldum við í tengslum við
myndlistarsýningu færeyska listmál-
arans Mikines sem lýkur á sunnudag,“
segir Soffía Karlsdóttir, kynningar-
stjóri Listasafns Reykjavíkur, um
veisluhöldin í dag. „Mikines var mest-
ur færeyskra málara og hefur sess á
sama stalli meðal færeysku þjóðarinn-
ar og Kjarval hjá okkur Íslendingum.
Þegar við unnum að sýningunni urðu
til góð og dýrmæt tengsl við frændur
okkar í Færeyjum. Báðar þjóðir lang-
aði að gera meira og þá kom upp hug-
mynd að menningarveislu, en í milli-
tíðinni hafa Íslendingar sent bestu
verk Kjarvals yfir til Færeyja,“ segir
Soffía þar sem hún gæðir sér á dýrind-
is skerpukjöti og ljúffengu hvalspiki.
„Íslendingar búa við bæði frumlegar
og fornar hefðir í mat, en Færeyingar
luma líka á ýmsu sem forvitnilegt er
fyrir bragðlaukana og hrein áskorun
fyrir Íslendinga að smakka. Við verð-
um því með lystilegt hlaðborð þjóð-
legra færeyskra rétta, eins og skerpu-
kjöt, rastakjöt, hvalkjöt og hvalspik,
sem við skolum vitaskuld niður með
færeyskum bjór. Þá fáum við notið
færeyskra tóna Tríós Katrinar Pet-
ersen en tríóið er skipað hinni kunnu
söngkonu Katrinu Petersen, Leivi
Thomsen sem er einn þekktasti gítar-
leikari Færeyinga og bassaleikaran-
um snjalla Bjarka Meitel,“ segir Soff-
ía, en til Íslands kemur gagngert úrval
færeyskra listamanna til að skemmta
á menningarhátíðinni. „Færeying-
ar eiga margar hefðir sem Íslending-
ar hafa glatað niður, eins og færeyska
dansinn sem stiginn var hérlendis á
öldum áður en svo bannfærður í kjöl-
far kristnitöku. Færeyingar sátu við
sinn keip og héldu áfram að dansa.
Hingað koma mjög þekktir færeyskir
þjóðdansarar og gestum verður boðið
að stíga dansinn með þeim. Því er víst
að dynja muni í danssólum þessara
góðu frændþjóða í sölum Kjarvals,“
segir Soffía full tilhlökkunar.
„Hér verður vitaskuld veisla fyrir
yngstu kynslóðirnar líka, þar á meðal
skemmtileg verkefni fyrir alla fjöl-
skylduna að leysa í tengslum við verk
Mikines. Brúðuleikhús Helgu Steffen-
sen mun sýna brúðuleikritið Vináttu
og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur
fylgja gestum um sýninguna og segja
frá meistara Mikines,“ segir Soffía en
þess má geta að skemmtilegur fróð-
leikur um Færeyjar í máli og myndum
verður í boði allan daginn.
Færeyska menningarhátíðin stend-
ur frá 14 til 18. Allir eru velkomnir og
aðgangur er ókeypis. thordis@frettabladid.is
LISTASAFN REYKJAVÍKUR: FÆREYSK MENNINGARHÁTÍÐ Á KJARVALSSTÖÐUM
Dynur í danssólum Færeyinga
Elskulegur eiginmaður og vinur, faðir,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Örn Gunnarsson
myndlistarmaður, Kambi, Holtum,
lést að kvöldi 28. mars á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut.
Þórdís Ingólfsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir Rúnar V. Þórmundsson
Vilhjálmur Jón Gunnarsson
Gunnar Guðsteinn Gunnarsson Hafdís Sigurjónsdóttir
Rósalind María Gunnarsdóttir
María Björk Gunnarsdóttir Rasmus W. Johansen
Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir sendum við til allra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and-
láts og útfarar elskulegrar sambýliskonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
Hólmfríðar Davíðsdóttur
Hlíðarhjalla 69.
Kærar þakkir til allra sem önnuðust hana í
veikindunum, sérstakar þakkir til starfsfólks
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Gunnar Ásmundsson
Davíð Guðmundsson Hulddís Guðbrandsdóttir
Ásgeir Sigurðsson Arndís Kristjánsdóttir
Kolbrún Marín og Róbert Dagur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Eiríkur Júlíus Sigurðsson
vélstjóri,
Smáratúni 12, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn
3. apríl. Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Vernharðsdóttir
Leifur Eiríksson Hildur Ingvarsdóttir
Guðbjörg Hrefna Blanar Richard Blanar
Örn Sævar Eiríksson Guðlaug Hulda Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Guðrúnar Kvaran
Sóleyjargötu 9, Reykjavík.
Guðrún Kvaran Jakob Yngvason
Vilhjálmur B. Kvaran Helga Pála Elíasdóttir
Einar B. Kvaran
Böðvar B. Kvaran Ásta Árnadóttir
Hjörleifur B. Kvaran Anna Kristín Ólafsdóttir
Gísli B. Kvaran Anna Alfreðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Jónínu Helgu
Guðmundsdóttur
Austurbyggð 17, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð á
dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Guðrún Sigríður Stefánsdóttir
Sigurjón Eðvaldsdóttir
Guðmundur A. Stefánsson
Anna Lilja Valdemarsdóttir
Kristín Helga Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Friðrik Adolfsson
Ómar Þór Stefánsson
Hulda Vigfúsdóttir
Stefán Heimir Stefánsson
Anna Halldórsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn
Einar Guðlaugsson
lést af slysförum þriðjudaginn 2. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Ingibjörg Þ. Jónsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdadóttir,
systir og mágkona,
Bára Traustadóttir
frá Fáskrúðsfirði, Kjarrhólma 20,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku-
daginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Hjallakirkju mið-
vikudaginn 9. apríl kl. 15.00.
Guðbjartur Guðbjartsson
Ívar Örn Róbertsson
Sigurvin Guðbjartsson María Jóhannesdóttir
Ottó Valur Kristjánsson Margrét Samsonardóttir
Sjöfn Traustadóttir Eysteinn Stefánsson
Óðinn Traustason Guðrún Erlendsdóttir
Þórir Traustason Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir
Björg Traustadóttir
timamot@frettabladid.is
SKERPUKJÖT OG FÆREYSKUR DANS
Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns
Reykjavíkur, með eitt málverka færeyska
meistarans Mikines í bakgrunni, en Íslending-
um er boðið til færeyskrar menningarveislu á
Kjarvalsstöðum í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON