Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 33
][
Senn bresta á sumarfrí og margir sem hyggja á
ferðalög utan landsteina. Lystisemdir heimsins
eru óþrjótandi, en margt að varast og mikilvægt
að bólusetja kroppinn áður en haldið er utan.
„Bólusetningu þarf að fá með minnst mánaðar
fyrirvara því ónæmiskerfið myndar ekki mótefni
fyrr en að þremur vikum liðnum,“ segir Þorsteinn
Blöndal, yfirlæknir hjá Miðstöð sóttvarna á Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
„Varasömustu lönd og heimsálfur nú eru Afríka
og Indland. Þar er hætta á fjölda sjúkdóma en vatn
og matur er einnig svo mengað að niðurgangur
getur hæglega eyðilagt ferðalagið. Því er mikilvægt
að drekka aldrei ósoðið vatn og gæta sín á grænmeti
og ávöxtum sem þvegið er með menguðu vatni, eða
hreinlega ekkert þvegið. Og þótt allt líti vel út í
matsal veitingastaða getur aðstaða baka til og þá sal-
ernisaðstaða starfsfólks verið með miklum ósköp-
um,“ segir Þorsteinn, sem minnir íslenska ferða-
langa á mikilvægi notkun flugnafælna.
„Í flugnafæluáburði felst veruleg hjálp gagnvart
sjúkdómum sem dreifast með moskítóflugum.
Malaría er þar skæðust, en einnig beinbrunasótt,
mýgulusótt og svefnsýki,“ segir Þorsteinn.
„Vel heppnuð bólusetning varnar veikindum.
Gengið er út frá að allir hafi fengið almennar
bólusetningar, en gott þykir að auka mótefni við
barnaveiki, stífkrampa og lömunarveiki. Þá er
bólusett gegn taugaveiki, salmonellu-typhi, lifrar-
bólgu A sem smitast út frá saurgerlum í menguðu
vatni og lifrarbólgu B sem smitast með blóði, en hún
er gefin ungu fólki sem lifir áhættulífi og skiptir oft
um bólfélaga,“ segir Þorsteinn og ítrekar varasöm
tengsl áfengisneyslu og kynsjúkdóma.
„Fólk gengur af vitinu þegar það drekkur yfir
ákveðið magn áfengis og útkoman eftir því. Margt
hefur áhrif á ferðalög fólks og margt ber að varast.
Barnshafandi konum má þannig helst ekki gefa nein
bóluefni og betra að sitja heima,“ segir Þorsteinn og
varar við ferðalögum með ung börn.
„Fyrsta ár barnsins er ónæmiskerfið enn að þróast
og enn í fullu gildi það gamla heilræði að þvælast
ekki með barnið hvert sem er. Ekki má gleyma að
árlega deyja tíu milljón börn undir fimm ára úr nið-
urgangi, malaríu og lungnabólgu, og því miður á það
ekki síður við börn sem koma í heimsókn til landa þar
sem sjúkdómarnir eru landlægir.“
Skoða má ráðlagðar bólusetningar fyrir ferðalög
til flestra landa heims á: www.who.int/countries/en/
thordis@frettabladid.is
Afríka og Indland varasöm
Lesefni er nauðsynlegt á langferðum. Gríptu með þér góða
bók í flugið eða í rútuferðina til að stytta þér stundir þegar rignir
og ekkert sést út um gluggann.
Þorsteinn Blöndal,
yfirlæknir á Miðstöð
sóttvarna á Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðis-
ins, minnir íslenska
ferðamenn á að
mánaðar fyrirvara þarf á
bólusetningum áður en
farið er á fjarlægar og
framandi slóðir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R
Bókaðu bílinn fyrir 1. maí
á www.hertz.is og fáðu
1000 vildarpunkta hjá
Vildarklúbbi Icelandair.
Tilboðið gildir til 1 maí.
Hertz hefur yfi r 7600
afgreiðslustaði í 146 löndum.
Hertz Car Rental
Flugvallarvegi, 101 Reykjavik, Iceland
hertz@hertz.is. Tel. +354 522 44 00.
Fax. +354 522 44 01
www.hertz.is
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Montreal
Ógleymanleg ævintýri
Á FERÐ UM HEIMINN
www.fjallaleidsogumenn.is · sími: 587 9999
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
Á
gú
st
sd
ót
ti
r
SUÐUR GRÆNLAND
18. - 25. júlí
25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus
1. - 8. ágúst
MAROKKÓ
6. - 13. september
NEPAL
18. október - 10. nóvember
AUSTUR PÝRENEAFJÖLL
21. - 27. apríl
KILIMANJARO
7. - 22. júní
Mt. BLANC
21. - 29. júní
UMHVERFIS Mt. BLANC
1. - 9. júlí
Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa
næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að
rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið
fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað
er beint á www.veidikortid.is
Tryggðu þér Veiðikortið í tíma!
Á að veiða
í sumar?