Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 38
 HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNSDÓTTIR ● Forsíðumynd: Stefán Karlsson tók mynd á heimili Ástrósar Gunnarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámunda- son s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins ● heimili&hönnun Ása og Ína, dóttir hennar, búa til ávaxta- og grænmetissafa í eldhúsinu á hverjum morgni. Í horninu er borðkrókur með veggföst- um bekk en sams konar bekkur var á æskuheimili Ásu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við fjölskyldan festum kaup á fallegu húsi í Grafarholti fyrir nokkrum árum en Vesturbærinn togaði í okkur og nú eigum við hæð á besta stað í 107. Það má því segja að við höfum gefið úthverf- unum tækifæri,“ segir hjúkrunar- fræðingurinn Áslaug Ína Krist- insdóttir, eða Ása eins og hún er ávallt kölluð, en sambýlismað- ur hennar er einnig alinn upp í Vesturbænum. Ása er sérstaklega ánægð með eldhúsið en á því er örlítill sveita- bragur. Í einu horninu er borð- krókur með veggföstum bekk en slíkur bekkur var einnig á æsku- heimili Ásu. „Hann kemur sér vel þegar dóttir okkar fær frændsyst- kini sín og og vini í heimsókn. Þau raða sér í kringum borðið og þarna myndast svolítil Emil í Kattholti- stemning. Síðan situr skottan og teiknar á meðan við foreldrarn- ir hjálpumst að við að elda en við höfum bæði mjög gaman af því,“ segir Ása. Hún segist hafa verið komin með nóg af minimalíska stílnum sem var allsráðandi í fyrri húsa- kynnum hennar og valdi því skær- ustu flísarnar á markaðnum í nýja eldhúsið. „Nú vil ég frekar hafa líflegt í kringum mig,“ útskýrir hún glöð í bragði. Ása segist gera mikið af alls kyns ávaxta- og grænmetissöf- um í eldhúsinu ásamt Ínu dótt- ur sinni. „Ég fæ mér alltaf greip- safa á morgnana en gef Ínu app- elsínusafa sem ég lauma stundum gulrótum út í.“ Ása segir Ínu hafa mjög gaman af því að hjálpa til við safagerðina og kemur hún með ýmsar frum- legar hugmyndir. „Hún fær að gera gúrku-, vínberja- og paprik- usafa og finnst gaman að sjá mis- munandi liti koma úr pressunni. Um daginn stakk hún þó upp á því að við gerðum lauksafa handa pabba hennar en ég reyndi að segja henni að það væri kannski ekki alveg nógu góð hugmynd,“ segir Ása kímin og bætir við að sú stutta hafi þó verið handviss um að slíkur safi væri einmitt eitt- hvað fyrir pabba hennar. Ása er mjög ánægð með að vera komin aftur á heimaslóðir og finnst gott að geta farið allra sinna ferða fótgangandi. „Ég get rölt út í Mela- búð, farið í bíó, sund og í helstu búðir sem mér finnst sérstakur kostur fyrir barnafólk. Þá er hægt að hafa börnin með og sýna þeim næsta nágrenni á meðan maður sinnir nauðsynlegum erindum.“ - ve Komin heim í gamla góða Vesturbæinn ● Áslaug Ína Kristinsdóttir er fædd og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur hún búið meirihluta ævinnar ef frá er talinn smá útúrdúr í Grafarholtið. Í gegnum tíðina hef ég verið mikil talskona framkvæmda. Hef æst öll upp þegar fólk nefnir framkvæmdir og hef hvatt fólk til að fara út í alls konar vitleysu. Þegar einhver hefur býsnast yfir ryki og drullu sem fylgir þessu hef ég ekki tekið neitt mark á því og fundist þetta vera algjört væl í fólki. Í dag eru að renna á mig tvær grímur. Í bráðum mánuð hef ég nefnilega sofið í stofunni, verið baðkarslaus og andað að mér ryki á milli þess sem ég hef ryksugað og skúrað til að varna því að hinn hlutinn af heimilinu eyðileggist í allri framkvæmdagleðinni. Svo hafa allt of margir klukkutímar farið í að rúnta á milli byggingarvöruverslana til að velja baðkar, vask, klósett, flísalím, múr og allt sem viðkemur heimilinu. Eitt kvöldið ætlaði ég til dæmis aldrei að sofna því ég gat ekki ákveð- ið hvort klósettið ætti að vera kantað eða hring- laga og nú get ég ekki ákveðið hvernig blöndunar- tæki ég á að kaupa. Fann reyndar ein um daginn en þegar ég leit á verðmiðann brá mér all svaka- lega. Þegar ég sagði vinkonum mínum frá því hvað tækin kostuðu hlógu þær og sögðu að ég hefði ekki hugsað mig tvisvar um ef blöndunar- tækin væru leðurjakki eða handtaska. Fyrstu daga framkvæmdanna var ég svaka hress og fannst æsispennandi að sjá veggina á neðri hæðinni hrynja eins og spilaborg og sá fyrir mér að þetta yrði sirka viku vinna. Það gæti varla tekið nema eitt kvöld að sparsla í sárin og mála og múrarar og smiðir myndu rumpa baðherberginu af á þremur dögum. Síðan framkvæmdir byrjuðu er ég búin að liggja í húsbúnaðarblöðum til að finna út hárréttu stemninguna og ég var svo niðursokkin í þessar pælingar að ég var löngu búin að gleyma því að ég byggi ekki ein. Þegar ég álpaðist til að ræða skipulag neðri hæðarinnar við eiginmanninn komst ég að því að við höfum mjög ólíkar hugmyndir. Meðan ég sá fyrir mér „daybed“, risastórt skrifborð, blómstrandi orkedíur, vanilluilm, róandi slökunartónlist og önnur smartheit var hann meira að hugsa um bjór- dælu, poolborð, „lazyboy“ og risastórt sjónvarp. Ég minnti hann á að þetta væri fjölskyldurými, ekki leikvöllur fyrir hann og vini hans. Eitt augna- blik hvarflaði það að mér að rykið væri farið að hafa skaðleg áhrif á heila- starfsemina og hann yrði kannski aldrei samur. Mér létti stórlega þegar hann viðurkenndi að hann væri bara að reyna að æsa mig upp. Þótt það sé erfitt að hugsa skýrt í öllu rykinu geri ég mér grein fyrir því að framkvæmdirnar geta hugsanlega bætt líf mitt að einhverju leyti. Síðustu morgna hef ég nefnilega neyðst til að fara í sund til að þvo af mér rykið og það gæti ekki verið betri byrjun á deginum. Meðan ég syndi af mér spikið ímynda ég mér hvernig lífið verði eftir framkvæmdir. Þori þó ekki að vona að það verði í næstu viku. Hefur ryk skaðleg áhrif á heilann? Eitt kvöldið ætlaði ég til dæmis aldrei að sofna því ég gat ekki ákveðið hvort klósettið ætti að vera kantað eða hringlaga og nú get ég ekki ákveðið hvernig blöndunar- tæki ég á að kaupa. 5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.