Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 42
● heimili&hönnun
HEYRN
Fátt jafnast á við fallega klassíska tónlist úr góðum
græjum. Falleg tónlist gefur orku, skerpir einbeitingu
og veitir vellíðan. Ég hef verið svo heppin í mínu
starfi að þurfa oft og tíðum
að vinna við og fá að
semja hreyfingar við
fallega tónlist.
Tónlist er því
stór hluti
af mínu
lífi,
bæði
í
starfi
og
leik.
SJÖTTA
SKILNINGARVITIÐ
Það er nauðsynlegt að
rækta það. Ég tel að allir
búi yfir því, á ólíkan hátt
þó. Mitt hefur stund-
um truflað mig og ég hef
lokað á það, en nú vil ég
rækta það og opna sjálfa
mig aftur fyrir hinu yfirskil-
vitlega.
Þótt Ástrós hafi í nógu að snúast
þessa dagana við Pilates-þjálfun
og danssköpun með Láru Stefáns-
dóttur dansara gætir hún þess að
skilja einkalífið ekki út undan né
þær dásemdir sem felast í því að
næra kropp og andann heima, þar
sem alltaf er allra best.
„Mestur tíminn augnabliksins
fer í vinnu með Láru, en saman
erum við að setja upp dansverk
sem við höfum unnið að á undan-
förnum vikum og verður frumsýnt
1. maí í Iðnó. Dansverkið köllum
við Systur og það mun fjalla um
hugsanir, langanir, ástríður og þrá
tveggja ólíkra kvenna, og er rússí-
banaferð um hugaróra og veru-
leika þeirra systra, þar sem losti,
munúð, limir, sektarkennd, hrein-
leiki, trú, von, kærleikur, líf, dauði,
spenna og umbreyting koma við
sögu. Því má segja að þetta verði
tær veisla fyrir skilningarvitin
sem vissulega eru í góðu formi hjá
mér þessa dagana,“ segir Ástrós
glaðbeitt, en Hrafnhildur Hagalín
kemur að verkinu með textagerð
og Guðni Franzson leggur sitt á
vogarskálar tónlistar. - þlg
Af þrá í holds-
ins angan
● Andi ástar og lífsmunúðar svífur yfir vötnum á draum-
kenndu og íðilfögru heimili dansarans, leikstjórans, dans-
höfundarins og Pilates-þjálfarans Ástrósar Gunnarsdóttur
og fréttamannsins Þorfinns Ómarssonar í hjarta Reykjavíkur.
Þar gefast endalaus tækifæri til upplifunar lífsins lystisemda,
enda kann Ástrós að njóta og næra skilningarvitin sex að
eigin geðþótta og þrám.
Ástrós lætur sér líða vel í hvítum leðursófa í stofunni heima. Þar sem vorbirtan lýsir
upp innviði hreiðursins inn um sjarmerandi, gamaldags gluggana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eldhúsið er matarlegt og beinlínis kallar á sælkeramatseld á gaseldavél með gylltum
hnöppum; blómamálverki, hvítlauksknippi og koparpönnum allt um kring.
SJÓN
Best er að líta
nakinn sam-
býlismann
minn augum
að morgni til.
Líka gott og
gaman að sjá fallegu undir-
fötin sem við Lára Stefáns-
dóttir ætlum að klæðast í sýningunni Systur og allt-
af gaman að horfa á kisurnar mínar þegar þær eru í
fótbolta eða bara að njóta þess að láta gæla við sig.
Allt þetta gleður augað og þar með sálina. LYKT
Lyktin af holdi mannsins míns á fyrsta sæti. Lyktin af
matarundirbúningi og góðu víni á annað sæti. Lykt-
in af feldinum hennar Bellu þegar hún er nýkomin
að utan á þriðja sæti. Það er svo magnað við lyktina
að maður getur þjáðst af þrá og löngun eftir henni.
BRAGÐ
Fyrsta sætið er hið sama og af lyktinni. Annað sætið
líka: góður matur, séreldaður af meistarakokki heim-
ilisins og sérvalið vín af sama meistara. Það að missa
bragðskynið tel ég vera eitt hið alversta. Hef oft
lent í því í einn eða tvo daga í slæmu kvefi og óska
engum að missa það alfarið.
SNERTING
Það þarf varla að segja hvaða
snerting er best! Að snerta
þann sem maður elskar er best
af öllu. Snerting er nauðsyn-
leg öllum. Snerting getur bætt
samband fólks, hvort sem það á
í nánu samneyti eða ekki.
Þetta fallega strengjahljóðfæri er sannkölluð heimilisprýði og gefur heimilinu ástar-
legt yfirbragð, ásamt því að skapa ómþýða tóna.
5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR6