Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 48

Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 48
Bækur taka oft mikið pláss en verða þó að vera uppi við til að grípa í enda eru þær líka falleg- ar á vegg. Þegar hönnuðirnir hjá Levitate Architects í London fengu það verkefni að hanna svefnloft fyrir viðskiptavin sem vildi jafnframt gott pláss fyrir bókasafnið sitt leystu þeir það á skemmtilegan hátt. Stiginn upp á svefnloftið var gerður að einu allsherjar bóka- safni þar sem bækurnar fengu pláss upp veggina til hliðar við stigann en líka í stigaþrepun- um sjálfum.Hillurnar eru úr hlý- legri eik og stigaþrepin sjálf- stætt framhald af hillunum hvoru megin. Stiginn er staðsettur beint undir þakglugga þannig að birtan streymir niður stigann svo hægt er að tylla sér í þrepin með góða bók ef því er að skipta. Góð nýt- ing og falleg umgjörð utan um bækurnar en arkitektarnir hjá Levitate Architects vilja að hönn- un þeirra sé spennadi og sniðug og jafnframt að þeirra lausnir líti út fyrir að vera augljósar þegar þær eru komnar upp. Að fólk hugsi „já auðvitað, það er eins og þetta hafi alltaf verið svona.“ Sjá nánar á síðunni www.neu- black.com - rat Bókasafn í stiga ● Hönnuðirnir hjá Levitate leggja áherslu á að hönnun þeirra sé sniðug og einföld og best ef hún liggi í augum uppi. Horft niður stigann af svefnloftinu með bækurnar á hvora hönd. Horft upp stigann. Bækurnar fengu líka pláss í stigaþrepunum sjálfum. TB W A \R EY K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 03 47 5. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.