Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 77

Fréttablaðið - 05.04.2008, Side 77
LAUGARDAGUR 5. apríl 2008 Næsti þáttur Sjálfstæðs fólks er með sérstæðara móti. Jón Ársæll fjallar um Ólöfu Pétursdóttur sem jarðsett var fyrir viku. „Þetta er mjög sérstakt mál. Við erum búnir að fylgjast með Ólöfu frá því í sumar. Fréttum að hún væri farin að mála á ný eftir slysið. Þá kemur í ljós að aðferð hennar er að mála með pensilinn í munni sér,“ segir Jón Ársæll sjónvarpsmaður. Á sunnudagskvöldið er á dagskrá Stöðvar 2 einstakur þáttur í viðtals- þáttaröðinni Sjálfstætt fólk. Hann fjallar um Ólöfu Pétursdóttur sem var jarðsett fyrir viku. Greint er frá hetjulegri baráttu hennar en Ólöf lamaðist þegar hestur hennar hnaut og hún féll af baki sumarið 2006. Í samráði við fjölskyldu Ólafar ákvað Jón Ársæll að ljúka við gerð þáttarins og er hann nú sýndur til að heiðra minningu Óla- far en eiginmaður hennar er Frið- rik Pálsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Landsímans. Jón Ársæll hélt áfram að heimsækja Ólöfu og ræða við allt til dauðadags. „Það var mikið áfall að missa þessa konu sem var í blóma lífsins þrátt fyrir lömun,“ segir Jón Ársæll sem telur sig ríkari að hafa fengið að kynnast henni. Hann neitar því að þetta hafi tekið á hann þrátt fyrir harm sem getur og fylgir erf- iðleikum og andláti. „Nei, því það var stöðug birta í kringum Ólöfu. Hún leit á erfiðleikana sem verk- efni, leysti þá í sjálfu sér og það smitaði út frá sér. Ég sjálfur stóð ekki frammi fyrir sorg heldur í hina áttina þannig að ég fékk trú á manninn eftir að hafa kynnst Ólöfu. Hún sigraðist á erfiðleikum á glæsi- legan hátt.“ Jón Ársæll segir það hafa skipt miklu máli að fjölskylda Ólafar sem og hún sjálf komu afskaplega hreint fram og forðuðust að skoða þá stöðu sem uppi var á of tilfinn- ingalegum nótum heldur tóku henni með æðruleysi. „Ólöf var einstakur persónuleiki og sérfræðingur í að skilja hismið frá kjarnanum,“ segir Jón en á ekkert svar við þeirri spurningu hvar þröskuldurinn liggi þegar fjölmiðlar eru annars vegar – sem oft eru sakaðir um að fara yfir ákveðin mörk í þeim efnum. Jóni Ársæli er það einkar lagið að fjalla um persónuleg og viðkvæm málefni þannig að allir telja sig mega vel við una. „Ég reyni að vinna starf mitt, hvert sem það er, eins vel og unnt er. Umgangast fólk eins og manneskjur og hlusta á það.“ jakob@frettabladid.is Minningarþáttur um Ólöfu Pétursdóttur JÓN ÁRSÆLL Næsti þáttur hans er með óvenjulegu móti en þar ræðir hann við Ólöfu Pétursdóttur sem nú er látin. ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR Jón Ársæll fylgdist með henni allt frá í sumar og greinir frá hetjulegri baráttu hennar. PENSILL Í MUNNI Eftir slysið var Ólöf lömuð en lét það ekki stöðva sig í að sinna list sinni. „Ég gerði bara samning við Þyrlu- þjónustuna og þeir taka bara sinn hlut af söluverði myndarinnar,“ segir ljósmyndarinn Friðrik Örn Hjaltested. Hann opnar sýningu í dag í verslun Sævars Karls og hyggst bjóða öllum þeim sem kaupa mynd þann daginn í þyrlu- ferð um Reykjavík. Áhugasamir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að reiða fram fúlgur fjár fyrir myndirnar og komast þar með í þyrluflugið því hver mynd kostar aðeins 88 þúsund krónur. Að sögn Friðriks eru myndirnar stórar og aðeins eru til tvö eintök af hverri. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar úr þyrlu og Friðrik segir að hugmyndin hafi kviknað þegar margir ræddu við hann um möguleikann á þyrluflugi. „Fólki fannst þetta mjög spennandi, þegar maður kom úr fluginu, veðurbarinn og vel klæddur. En flestir létu aldrei verða neitt úr þessu en gefst núna tækifæri til að láta drauminn rætast,“ segir Friðrik. Sýningin hefst klukkan eitt og stendur til klukkan fjögur. - fgg Friðrik Örn býður fólki í þyrluferð HÁLFUR ÚTÚR ÞYRLUNNI Friðrik Örn smellir mynd af Reykjavík og er hálfur útúr þyrlunni. FRIÐRIK ÖRN Býður þeim sem kaupa af sér mynd í þyrluferð í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.