Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 80

Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 80
52 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hjá Fram er nýkom- inn frá Þýskalandi þar sem hann var að skoða aðstæður hjá Bittenfeld sem leikur í suðurriðli í 2. deild þar í landi. „Ég vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast þegar ég fór út þar sem liðið er nýliði í 2. deildinni og er ekkert að gera neitt allt of góða hluti þar. Félagið kom mér hins vegar skemmtilega á óvart; mér leist mjög vel á allar aðstæður þar og mikið er lagt upp úr allri umgjörð í kringum liðið. Bittenfeld hefur farið upp um fjórar deildir á síðustu fimm árum og það er greinilega mikill metnaður í kringum félagið, en liðið sjálft er ungt og efnilegt,“ sagði Björgvin Páll, sem telur tíma til kominn að breyta aðeins um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. „Ég er náttúrlega bara tæplega 23 ára gamall, sem er mjög ungt að markvarðarárum, en mér finnst vera kominn tími á að ég takist á við nýja áskorun á mínum ferli. Ég held að það sé líka rétt ákvörðun hjá mér að vera ekkert að fara fram úr mér heldur fara til liðs þar sem ég á góðan möguleika á því að spila mikið og get þar af leiðandi tekið framförum og bætt minn leik. Ég er búinn að fá á mig sömu skotin í íslensku deildinni undanfarin ár og ég held að það verði mjög hollt fyrir mig sem markvörð að prófa að leika í Þýskalandi,“ sagði Björgvin Páll, sem á ekki von á því að Fram stæði í vegi fyrir því að hann færi til Bittenfeld. „Ég er samningsbundinn Fram í eitt ár til viðbótar og mun klára tímabilið í N1-deildinni í ár en ég hef þegar spjallað við forráðamenn Fram og þeir skilja alveg að ég vilji reyna mig í Þýskalandi. Ég á því von á að félögin tvö komist að samkomu- lagi áður en langt um líður,“ sagði Björgvin Páll, sem vonast til að félagaskiptin hjálpi honum að festa sig í sessi í landsliði Íslands. „Ég stefni auðvitað á að fá fleiri tækifæri með landsliðinu og ég held að þetta sé góð ákvörðun upp á það að gera líka, þannig að þetta gengur vonandi eftir,“ sagði Björgvin Páll að lokum. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON, FRAM: ER AÐ ÖLLUM LÍKINDUM Á LEIÐ TIL 2. DEILDAR LIÐS BITTENFELD Í ÞÝSKALANDI Kominn tími á að ég takist á við nýja áskorun FÓTBOLTI Arsenal fær Liverpool í heimsókn á Emirates-leikvanginn í dag í annað skiptið á fjórum dögum. Að þessu sinni er það í ensku úrvalsdeildinnni þar sem liðin eru sem stendur í þriðja og fjórða sæti. Arsenal hefur ekki sagt sitt síðasta í titilbaráttunni og þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að hanga í toppliði Manchest- er United. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, getur því tæplega leyft sér að hvíla lykilmenn. Robin van Persie getur ekki leikið vegna meiðsla og Abou Diaby tekur út leikbann. Liverpool situr hins vegar sem fastast í fjórða sætinu og er átta stigum á eftir Arsenal og fimm stigum fyrir ofan erkifjendurna í Everton sem eru í fimmta sæti. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, mun því líklega hrista upp í leikmannahópi sínum og leyfa sér að gera nokkrar breyt- ingar til þess að hvíla lykilmenn fyrir seinni leik liðanna í Meistara- deildinni á þriðjudaginn næstkom- andi. Javier Mascherano verður í banni en breskir fjölmiðlar leiða líkur að því að tvíeykið öfluga, Fernando Torres og Steven Gerrard, verði hvílt og jafnvel muni Peter Crouch og Andriy Voronin byrja í fremstu víglínu. „Ég verð að gera breytingar. Ég get ekki búist við því að leikmenn geti spilað þrjá leiki á sjö dögum, það er útilokað,“ sagði Benitez á blaðamannafundi í gær. - óþ Arsenal og Liverpool mætast: Sjö daga stríðið heldur áfram BARÁTTA Arsenal er enn með í titilbar- áttunni en Liverpool siglir lygnan sjó í fjórða sæti. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Keflavík, Grindavík, Snæfell og ÍR voru sigurvegarar átta liða úrslita Iceland Express-deildar karla og eru komin inn í undan- úrslitin en Fréttablaðið hefur nú skoðað hvaða leikmenn stóðust prófið og gott betur þegar alvaran skall á, spennustigð hækkaði og liðin voru farin að spila um það að vinna Íslandsmeistaratitilinn eða fara í sumarfrí. Það er 23 ára Grindvíking- ur, Þorleifur Ólafsson, sem er sprunginn út og það var ekki nóg með að hann hækkaði sig mest allra í framlagi frá því í deildar- keppninni held- ur var hann einnig sá íslenski leikmaður sem var með hæsta framlagið í átta liða úrslitunum. Þorleifur var með 19,7 stig, 5,7 fráköst og 4,0 stoðsend- ingar að meðaltali í leikjunum þremur og hækkaði sig bæði í stigum og framlagi í hverjum leik. Þorleifur var með 30 stig í oddaleiknum þar sem hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum, þar af 4 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Flake valinn bestur Darrell Flake úr Skallagrími var með hæsta framlag í leik af leikmönnum átta liða úrslitanna en fjórir hæstu leikmenn á þeim lista urðu allir að sætta sig við að detta úr keppni. Þeim Flake, Milojica Zekovic (Skallagrími), Joshua Helm (KR) og Damon Bailey (Njarðvík) er því ekki að kenna hvernig fór því þeir skiluð sínu. Flake (25,0 stig, 12,7 fráköst og 56,1 prósent skotnýting) og Zek- ovic (27,3 stig, 7,3 frá köst og 65,4 prósent skot nýting) voru saman með 52,3 stig og 20 fráköst að meðal- tali í leik. Hæstur á list- anum yfir þá sem komust áfram í undan- úrslit er danski leik- stjórnand- inn hjá Grindavík, Adama Dar- boe, sem er rétt á undan Justin Shouse hjá Snæfelli. Adama var í fjórða sæti yfir þá sem hækkuðu framlag sitt mest en hann var með 19,3 stig og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þremur gegn Skallagrími auk þess sem hann sá til þess að Alan Fall, franski leikstjórnandinn hjá Borg- nesingum, lækkaði sitt framlag talsvert frá því í deildarkeppninni. Menn hjá Njarðvík höfðu mestar áhyggjur af stóru mönnunum sínum eftir að landsliðsmið- herjinn Friðrik Stefánsson datt út en það voru hins vegar bakverðirnir sem brugðust. Brenton Birmingham og Hörður Axel Vilhjálmsson voru báðir meðal þeirra fimm sem lækkuðu sig mest frá því í deildarkeppninni og fóru saman niður um 23,7 framlagsstig í leik. Hér munar mestu um að þeir hittu ekki neitt og voru saman með aðeins 26,5 prósenta skotnýtingu (9 af 34) í leikj- unum tveimur á móti Snæfelli. Óðinn gaf mikið eftir Það var hins vegar Akureyringurinn Óðinn Ásgeirsson sem olli mestum vonbrigðum í átta liða úrslitunum en hann lækkaði um 13,8 fram- lagsstig frá því í deildarkeppninni. Óðinn var aðeins með 1,5 framlagsstig í leik gegn Keflavík en hann var með með 6,0 stig (15,1 í deildinni), 4,0 fráköst (7,0) og 26,1 pró- senta skotnýtingu (46,5 prósent) í leikjunum tveimur. Þórsarar fengu fín framlög frá útlend- ingunum sínum en vantaði nauðsynlega meira frá sínum besta íslenska leikmanni. Sá atvinnumaður sem brást var hins vegar Grindvíkingurinn Jamaal Williams, sem lækk- aði um heil 11,3 framlagsstig í leik á sama tíma og landi hans í liði Skallagríms, Darrell Flake, var með hæsta framlag allra leikmanna. Grind- víkingar þurfa talsvert meira frá Jamaal ætli þeir sér að slá Snæfellinga út í undanúrslitun- um. ooj@frettabladid.is Þorleifur sprakk út gegn Sköllunum Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson var sá leikmaður í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla sem bætti mest sinn leik frá því í deildarkeppninni. Fréttablaðið fór yfir framistöðu leikmanna. AÐ SPILA VEL Grindvík- ingurinn Þorleifur Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson ætlar að gera allt til þess að missa ekki af fyrsta möguleika sínum á því að spila á Wembley-leikvang- inum. Portsmouth mætir West Bromwich Albion í undanúrslita- leik ensku bikarkeppninnar klukkan 12.15 í dag en með sigri kemst félagið í sinn fyrsta bikar- úrslitaleik síðan árið 1939; fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldar. Hermann er að leika sitt ellefta tímabil í enska boltanum en á enn eftir að spila á Wembley. Hermann fékk ljótan skurð á fótinn í leik gegn Wigan um síð- ustu helgi þegar hann og félagar hans í Portsmouth unnu sinn fimmta leik í síðustu sjö deildar- leikjum. Sauma þurfti þrjú spor og Hermann hefur síðan verið í sérstakri meðferð til þess að verða góður fyrir leikinn. Hann hefur meðal annars dvalið í sér- stökum súrefnisklefa til þess að hraða batanum. „Hermann er ákveðinn að spila með en hann var með stóra holu í fætinum og þetta leit virkilega illa út,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, fyrir leik. Það hefur aukið enn á mikilvægi þess að Hermann spili leikinn að vara- maður hans, Noe Pamarot, er ennþá að glíma við hnémeiðsli og geti okkar maður ekki spilað með bendir allt til þess að Lauren spili þá í „öfugum“ bakverði. Það eru líka vandamál fyrir Redknapp framar á vellinum því vængmaðurinn John Utaka glím- ir við tognun aftan í læri og hetja liðsins að undanförnu, framherj- inn Jermain Defoe, má ekki spila þar sem hann spilaði með Totten- ham í bikarnum. „Auðvitað munum við sakna hans. Hann er búinn að skora átta mörk í sjö leikjum en við vorum líka búnir að spila stóran hluta tímabilsins án hans og stóðum okkur þá vel. Við erum með Kanu, Milan Baros og David Nugent svo að þetta verður í lagi,“ sagði Red- knapp en Baros á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir félag- ið þrátt fyrir að vera búinn að spila tíu leiki fyrir Portsmouth. Tap hjá Portsmouth yrði sögu- legt fyrir þessa elstu keppni í heimi því þá myndu í fyrsta sinn mætast í úrslitaleiknum tvö lið utan efstu deilar síðan deildar- keppnin var tekin upp í Englandi 1888-89. Í hinum undanúrslita- leiknum, sem fer fram á sunnnu- daginn, mætast 1. deildarliðin Barnsley og Cardiff. - óój Hermann Hreiðarsson ætlar sér að spila undanúrslitaleik bikarsins í dag þrátt fyrir slæman skurð á fæti: Hermann er með stóra holu í fætinum HÖRKUTÓL Hermann Hreiðarsson er tæpur fyrir undanúrslitaleikinn í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY Hæsta framlag í leik 1. Darrell Flake, Skallagrími 31,3 2. Milojica Zekovic, Skallagr. 29,0 3. Joshua Helm, KR 26,7 4. Damon Bailey, Njarðvík 25,5 5. Adama Darboe, Grindavík 25,3 6. Justin Shouse, Snæfell 25,0 7. Nate Brown, ÍR 24,3 7. Andrew Fogel, KR 24,3 9. Þorleifur Ólafsson, Grindavík 23,0 10. Cedric Isom, Þór Ak. 22,0 Hver gaf mest í (Mesta hækkun á framlagi frá því í deildinni) Þorleifur Ólafsson, Grindavík +11,7 Arnar Freyr Jónsson, Keflavík +11,1 Milojica Zekovic, Skallagrími +10,5 Adama Darboe, Grindavík +9,7 Helgi Jónas Guðfinnss., Grind. +8,2 Andrew Fogel, KR +7,3 Axel Kárason, Skallagrími +4,6 Magni Hafsteinsson, Snæfell +4,3 Guðmundur Jónsson, Njarðvík +4,1 Slobodan Subasic, Snæfelli +3,8 Hver gaf mest eftir (Mesta lækk- un á framlagi frá því í deildinni) Þorsteinn Gunnlaugss., Þór Ak. -5,8 Igor Beljanski, Grindavík -5,8 Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli -5,9 Allan Fall, Skallagrími -6,1 Brynjar Þór Björnsson, KR -7,7 Jón Norðdal Hafsteinss., Keflav. -8,3 Brenton Birmingham, Njarðvík -11,2 Helgi Már Magnússon, KR -11,2 Jamaal Williams, Grindavík -11,3 Hörður Axel Vilhjálms., Njarð. -12,5 Óðinn Ásgeirsson, Þór Ak. -13,8 FRAMMISTAÐA LEIKMANNA Í 8 LIÐA ÚRSLITUM ICELAND EXPRESS KARLA > Stórmót í badminton og sundi Meistaramót Íslands í badminton hófst í gær í TBR-hús- unum við Gnoðarvog og stendur yfir um helgina. Mótið er hápunktur vetrarins hjá íslensku badmintonfólki en úrslitaleikir í öllum flokkum verða leiknir á morgun, sunnudag. Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur íslandsmeistari í badminton, mun að öllum líkindum geta tekið þátt í öllum greinum í sínum flokki en hún meiddist í síðasta mánuði á móti í Króatíu og hefur verið í endurhæf- ingu síðan þá. Íslenskt sundfólk verður einnig í eldlínunni um helgina þar sem Íslandsmótið í 50 metra laug hófst í Laugardalslaug í gær og stendur einnig yfir um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.