Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 82
54 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið, FA, rannsakar nú ásakanir sem sambandinu bárust um að leikmaður í ensku úrvals- deildinni hafi þegið mútur fyrir að láta reka sig út af í leik í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á úrslit umrædds leiks. Enska dagblaðið The Independ- ent segist hafa heimildir fyrir því að atvikið hafi átt sér stað í ensku úrvalsdeildinni fyrir ekki meira en tveimur árum og að leikmað- urinn hafi reynt að fá þrjá meðspilara sína til þess að leika sama leik. Fyrir vikið á leikmað- urinn að hafa þegið greiðslu upp á um 50 þúsund pund frá enskum veðmangara. Leikmönnum í ensku úrvals- deildinni er óheimilt samkvæmt reglum FA að veðja á leiki eða deildarkeppnir sem þeir taka þátt í sjálfir. „Við munum skoða málið og athuga hvort fréttin eigi við rök að styðjast,“ sagði talsmaður FA í viðtali við BBC Sport. - óþ Enska úrvalsdeildin: Mútumál að koma upp? FÓTBOLTI Barcelona hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að í ljós kom að framherjinn Ronaldinho verður frá keppni í allt að því sex vikur. Brasilíumaðurinn snjalli hefur átt erfitt uppdráttar á þessu keppnistímabili vegna lærmeiðsla og meintra deilna við forráðamenn félagsins og Rivaldo, fyrrverandi leikmaður Barcelona, hefur gagnrýnt félagið fyrir framkomu sína í garð samlanda síns. „Það er sorglegt að sjá fram- komu forráðamanna Barcelona í garð síns besta leikmanns. Þeir eru að snúa aðdáendum gegn honum og gera hann að blóra- böggli þegar illa gengur og það bendir til þess að þeir séu að reyna að bola honum burt frá félaginu. Aðrir leikmenn félags- ins fá einnig vel borgað og það vel og þurfa einnig að bera ábyrgð,“ sagði Rivaldo í nýlegu viðtali við spænsku útvarpsstöð- ina Ona FM. - óþ Rivaldo gagnrýnir Barcelona: Ronaldinho á betra skilið ÓSÁTTUR Rivaldo finnur til með sam- landa sínum Ronaldinho. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur tryggðu sér Íslandsmeistaratit- ilinn í þrettánda sinn með eins stigs sigur, 91-90, á KR í Toyota- höllinni í gær. Keflavík vann alla þrjá leiki lokaúrslitanna en fengu verðuga keppni frá nýlið- um KR sem töpuðu báðum leikj- um sínum í Keflavík með aðeins eins stigs mun. Keflavíkurkon- um tókst hins vegar að verða fyrsta liðið til þess að vinna alla leiki úrslitakeppninnar síðan það þurfti að vinna sex leiki til þess að verða Íslandsmeistari. Kesha Watson átti verk óunnið þegar hún yfirgaf Keflavík í fyrra með silfrið. Hún ætlaði sér að verða Íslandsmeistari og sýndi það í verki með því að eiga frábæra úrslitakeppni. Kesha kórónaði frammistöðu sína með því að taka enn einu sinni liðið á herðar sér í seinni hálfleik þegar hún skoraði 27 af 36 stigum sínum. Kesha átti líka lokaorðið í lokin og setti niður mjög erfitt skot til að koma Keflavík 89-97 og svo tvö víti skömmu síðar sem juku muninn í 91-87. Guð- rún Ámundadóttir skoraði þriggja stiga körfu og fiskaði sóknarvillu þegar tvær sekúnd- ur voru eftir en KR tókst ekki að nýta síðustu sóknina ekki frekar en í fyrsta leiknum. „Það er alltaf jafn sætt að vinna meistaratitil hvort sem þú vinnur með einu stigi eða tíu stigum. Þetta fær maður að upp- lifa ef maður leggur mikið á sig. Við höfum lent í miklu mótlæti en það er það sem býr til meist- ara er hvernig lið yfirvinna mót- læti. Eftir öll meiðslin, veikind- inn, svitan, tárin og blóðið þá getum við brosað af því að við komust í gegnum þetta allt,“ sagði Kesha sem átti verk óunn- ið síðan í fyrra. „Mér fannst ég ekki skila mínu besta í fyrra og ég var ósátt allt síðasta sumar að hafa misst af titlinum. Ég vissi ef að ég væri heil í vetur þá gætum við gert eitthvað,“ sagði Kesha sem er ekki búin að ákveða hvað hún gerir næsta vetur. „Ég er ekki viss og á eftir að skoða mín mál. Keflavík er samt mitt heimili að heiman og ég mun alltaf geyma Keflavík í hjarta mínu,“ sagði Kesha að lokum. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyrirliði Keflavíkur tók við Íslandsbikarnum í leikslok en hún átti þrjá mjög góða leiki í úrslitunum. „Við sýndum mikinn karakter, við erum með frábært lið og vorum svo samheldnar í lokin. Það voru margar í liðinu að leggja í púkkið og við vegum hvora aðra upp,“ sagði Ingibjörg sem skoraði yfir 10 stig í öllum leikjum lokaúrslitanna. „Ég ákvað að trúa meira á sjálfa mig, skjóta meira, spila betri vörn og vera kærulausari,“ sagði Ingi- björg Elva að lokum en hún var með 10 stig, 4 stoðsendingar og 3 varin skot í gær. Keflavík hefur gengið í gegn- um mikið mótlæti á leið sinn að titlinum og liðið hefur misst út menn. Rannveig Randversdóttir fær jafnan það hlutverk að hlaupa í skarðið og spila þá stöðu sem vantar. „Mitt hlutverk í vetur hefur verið að leysa hitt og þetta en maður reynir bara að gera það sem maður getur. Ég ætlaði bara að mæta í dag og hugsa um ekkert nema að spila körfubolta. Jonni þjálfari bað okkur að líta á bikarinn fyrir leik og sjá hvað við vorum að spila fyrir en ég ákvað að líta ekkert á hann og ætlaði bara að koma og spila körfubolta,“ sagði Rann- veig sem var með 11 stig, 6 frák- öst og 5 stolna bolta á 23 mínút- um í gær. KR-liðið átti mjög góðan leik og fékk framlög frá mun fleirum en í fyrstu tveimur leikjunum. Candace Futrell (38 stig, 14 frák- öst) átti sinn besta leik í serí- unni, Sigrún Ámundadóttir (13 stig, 11 fráköst) skilaði sínu og þá tók Helga Einarsdóttir (8 stig, 8 stoðsendingar) miklu meiri þátt í sókninni og Guðrún Ámundadóttir átti flotta inn- komu af bekknum. Hildur Sig- urðardóttir glímdi við meiðsli og villuvandræði en endaði með 11 stig og 8 stoðsendingar. ooj@frettabladid.is Keflavík Íslandsmeistari í þrettánda sinn Keflavík vann eins stigs sigur á KR, 91-90, í gær og tryggði sér titilinn. Keflavík varð fyrsta liðið til þess að vinna sex leiki í röð í úrslitakeppni kvenna. Kesha Watson var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. KEFLAVÍK-KR 91-90 (43-45) Stig Keflavíkur: Kesha Watson 36 (5 frák., 5 stolnir, 4 stoðs.), Susanne Biemer 12, Rannveig Randversdóttir 11 (6 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergs- dóttir 10 (4 frák., 4 stoðs.), Margrét Kara Sturludóttir 8 (7 frák., 4 stoðs.), Pálína Gunnlaugsdóttir 6 (11 frák.), Birna Valgarðsdóttir 6, Halldóra Andrésdóttir 2. Stig KR: Candace Futrell 38 (14 frák.), Sigrún Ámundadóttir 13 (11 frák.), Hildur Sigurðardóttir 11 (8 stoðs.), Guðrún Ámundadóttir 10, Helga Einarsdóttir 8 (8 stoðs., 6 frák.), Rakel Viggósdóttir 5, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 (4 frák., 4 stoðs.), Lilja Oddsdóttir ÞRETTÁNDI ÍSLANDSMEISTARATITILINN Fyrirliðar Keflavíkur, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Marín Rós Karlsdóttir. lyfta hér Íslandsbikarnum eftir 91-90 sigur á KR í gær. Keflavík vann alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. VÍKURFRÉTTIR/STEFÁN ÞÓR SIGURSTURTAN Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, fær hér vatnsgusu frá bandaríska leikmanni sínum, Keshu Watson. VÍKURFRÉTTIR/STEFÁN ÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.