Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 86
58 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR „Ég er ekki búinn að fá það staðfest en já, ég hef mikinn áhuga á að fara þessa ferð,“ segir Grétar Mar Jónsson alþingismaður. Enn er ekki búið að ganga frá hundrað manna þátttakendalista þeirra sem hyggjast fara í píla- grímsför á bítlaslóðir í Liverpool um mánaðamótin maí-júní. Jakob Frímannsson formaður FTT segir að þeir sem séu félagar njóti forgangs og séu öruggir með. Aðrir sem sótt hafi um verði enn um sinn að bíða milli vonar og ótta. Aðspurður um hvernig hlutfallið væri, hversu margir félagsmenn hafi skráð sig til fararinnar svaraði Jakob og vitnaði í fleyg ummæli ónefnds rótara: „Það er svona 60/50!“ Sagðist ekki geta gefið frekari upplýsingar fyrr en búið væri að ganga frá umsóknum og fyrir lægi staðfestur listi. Einn þeirra fyrstu sem sóttu um að fá að fara með, þó ekki sé félagi í FTT, er bítlageggjarinn og alþingismaðurinn Grétar Mar: „Ef Guð lofar fer ég. Hljómar, mín hljómsveit, er að spila í Cavern klúbbnum. Ég er að fara að hlusta á þá frekar en Paul McCartney þó hann sé góðra gjalda verður. Þarna verða vinur minn Rúnar Júlíusson og Sand- gerðingurinn Erlingur Björnsson. Ekki skemmir fyrir að uppáhalds fótboltafélag mitt er Liverpool.“ Grétar segist hafa orðið bítlageggjari strax við tíu ára aldur. „Og fékk að safna hári yfir eyrun og stæla goðin. Það var erfitt því þá var maður sendur til rakara og ekkert nema herraklipping í boði.“ John Lennon er uppáhalds Bítill Grétars og hann á flestar plötur Bítlanna. „Erfitt að gera upp á milli laga. Frábær flest allt frá She loves you yeah, yeah, yeah.“ Fyrir utan stjórnarmenn í FTT; Aðalstein Ásberg, Sigurð Flosason, Fabulu, Samúel Samúelsson eru fjölmargar stjörnur sem hyggjast fara: Karl Hermannsson, fyrsti söngvari Hljóma, Óttar Felix Hauksson og Þorsteinn Eggertsson svo aðeins fáeinar kempur frá bítlatímanum séu nefndar. Að auki eru félagar á borð við Hrafn Gunnlaugsson, Jón Ólafsson, Sverri Stormsker og Grím Atlason skráðir til leiks sem og Bjartmar Guðlaugsson, Þorgeir Ástvaldsson, Tryggvi Hubner og Vilhjálmur Guð- jónsson. Fjölmiðlamenn verða og með í för, þannig verður Elsa María í Kastljósinu frá RÚV og Egill Eðvarðsson hyggst gera kvikmynd um förina miklu. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að viðskiptajöfrarnir Sindri Sindrason, Jafet Ólafsson, Bolli Kristinsson og Tryggvi Jónsson hafi allir verið með fyrri skipunum til að sækja um. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. hálfgras 6. í röð 8. traust 9. næra 11. 950 12. þúsundasti hluti 14. hanga 16. tónlistarmaður 17. arr 18. stansa 20. tveir eins 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag 3. tveir eins 4. pinkulítið 5. rými 7. skái 10. einkar 13. sníkjudýr 15. flatormur 16. náinn 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. stör, 6. rs, 8. trú, 9. ala, 11. lm, 12. millí, 14. slúta, 16. kk, 17. sig, 18. æja, 20. ðð, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. tt, 4. örlítið, 5. rúm, 7. sliskja, 10. all, 13. lús, 15. agða, 16. kær, 19. at. Ásdís Rán Gunnarsdóttir Aldur: 28 ára. Starf: Fyrirsæta og framkvæmda- stjóri. Fjölskylda: Gift Garðari Gunn- laugsson fótboltamanni. Þrjú börn. Foreldrar: Gunnar Vignisson, Egilsstöðum. Eygló Gunnþórsdóttir, Fáskrúðsfirði. Búseta: Svíþjóð. Stjörnumerki: Ljón. Ásdís Rán vann sér þátttökurétt í áströlskum raunveruleikaþætti í vikunni með sigri í netkosningu. Eurobandið og Páll Óskar munu stíga á svið í Eurovision-veislu í London 25. apríl. Að sögn Páls Ósk- ars er fyrirmynd kvöldsins íslensku Eurovision-partíin sem hann hefur haldið á Nasa. „Barry Viniker, rit- stjóri esctoday.com, sendi mér e- mail, þar sem hann hafði sagðist hafa séð eitthvert myndskeið úr síð- asta Eurovision-partíi sem ég hélt á Nasa á Youtube. Hann hugsaði með sér að ef ég gæti gert þetta á Íslandi hlyti að vera hægt að gera þetta úti líka,“ útskýrir Páll Óskar, sem segir Eurovision-aðdáendur í Bretlandi hreinlega hafa verið svelta hvað svona viðburði varðar. Hann segir þar fyrir utan gríðarlega mikilvægt fyrir Íslendinga að kynna bæði sig og lagið fyrir utan landsteinana. „Ég veit að Charlotte Perelli, sem vann sænsku keppnina, er að strauja Austur-Evrópu, sem er það sem við myndum gera ef fjármagnið væri fyrir hendi,“ segir Páll Óskar. Euro- bandið verður þó í Kaupmannahöfn 24. apríl, og er Úkraína einnig á dag- skrá, að sögn Páls Óskars. Enn sem komið er hafa Euro- bandið, Páll Óskar og Ani Lorak frá Úkraínu staðfest komu sína til London. Eurobandið mun að sjálf- sögðu flytja This Is My Life, en Páll Óskar mun hins vegar syngja Eur- ovision-lag Íslands frá árinu 1997, Minn hinsti dans, auk hins vinsæla Allt fyrir ástina. Því hefur verið snarað á ensku og heitir á því máli I Did It All For Love. Páll Óskar kveðst hafa hug á því að taka plöt- una Allt fyrir ástina upp á ensku, og leita út fyrir landsteinana í kynn- ingu á henni ef áhugi sé fyrir hendi. Flutninginn á Minn hinsti dans segir hann koma til með að ein- kennast af nostalgíu, þó að leður- dressið eftirminnilega verði ekki með í för. „Nei, ég er kominn með annan búning sem er helmingi meira glamúrús,“ segir Páll Óskar og hlær við. „Tímarnir breytast og mennirnir með.“ - sun Ísland í risa Eurovision-partí KYNNING Í LONDON Eurobandið mun flytja This Is My Life á viðburðinum í London í lok mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL R. „Ég held að það sé algerlega fyr- irliggjandi að ég er látinn gjalda míns orðspors. Svo var dómarinn alltaf hrjótandi,“ segir Ásgeir Davíðsson betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Héraðsdómur sýknaði Vikuna, Elínu Arnar ritstjóra og Björk Eiðsdóttur blaðamann af skaða- bótakröfu Geira en hann höfðaði mál vegna þess sem hann taldi ærumeiðandi ummæli. Krafðist Geiri fimm milljóna í skaðabæt- ur en að sögn hans hefur þetta mál þegar kostað hann eina og hálfa milljón. Geiri telur furðu- legt að hann skuli í dómnum teiknaður upp sem fífl sem taki allt til sín þegar litið er til setn- inga í Vikunni, í viðtali við Lovísu Sigmundsdóttur, sem féllu um sig. Dæmi: Geiri hefur alltaf gert mikið útá vændi og þá inni á stöð- unum.“ Og: „Það var allur gangur á því hvort kúnnarnir borga Geira sjálfum fyrir þjónustuna eða stelpunum beint...“ Og þannig má áfram telja. Geiri segir þetta hina mestu þvælu og telur fyrir- liggjandi að fallið hafa dómar í meiðyrðamálum þar sem um er að tefla setningar sem hvergi jaðri við að vera eins meiðandi. Sú er skoðun Vilhjáms H. Vil- hjálssonar lögmanns Geira sem hvatti skjólstæðing sinn til að áfrýja. Málið tók sérkennilegan snún- ing í miðju réttarhaldi en þá var Lovísa leyst frá málinu á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt eftir henni haft í Vikunni. Geiri telur að þá hafi einhvern veginn enginn verið til að dæma og hann situr uppi með óþverraleg ummæli um sig sem standi. „Það er verið að flá mig lifandi. Mestar áhyggjur hef ég af því að nú sé komið algert veiðileyfi á mig. Eitthvað það alerfiðasta sem ég hef þurft að eiga við í gegnum árin er þetta að menn hafa verið að koma til mín í gegnum árin og sagt: Ef þú gerir ekki þetta og ekki hitt þá fer ég bara í blöðin. Sem betur fer hafa blaðamenn vísað þessu frá sem hverju öðru bulli. Þar til nú. En nú er staðan sú að menn virðast hafa leyfi til að ljúga upp á mig hverju sem er og komast upp með það,“ segir Geiri. - jbg Geiri á Goldfinger áfrýjar meiðyrðamáli GEIRI Á GOLDFINGER Það er verið að flá mig lifandi og nú er komið veiðileyfi á mig. GRÉTAR MAR: GERÐIST BÍTLAGEGGJARI STRAX TÍU ÁRA Alþingismaður í bítlareisu GRÉTAR MAR JÓNSSON Grétar vill helst ekki missa af því þegar hans hljómsveit – Hljómar – stíga á stokk í Cavern. VIÐSKIPTAJÖFRAR VILJA MEÐ Blaðið hefur heimildir fyrir því að þeir Jafet Ólafsson, Sindri Sindrason, Bolli Kristinsson og Tryggvi Jónsson séu ofarlega á biðlista. Bubbi Morthens heldur áfram að tjá sig í gegnum aðdáendasíðu sína Bubbi.is. Nýjasta útspil hans er textar við tvö lög af væntanlegri plötu sem kemur út í sumar. Ann- ars vegar er um að ræða titillagið Fjórir naglar og hins vegar Til paradísar fást öngvir miðar. Þrátt fyrir að textarnir lýsi báðir sárs- auka og myrkri virðast þeir hafa hitt í mark hjá aðdáendum Bubba, sem sjá nú loksins rofa til í bið sinni eftir nýju efni frá kónginum. Birgitta Birgisdóttir leikkona og Örvar Smárason eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta kemur fram í nýj- asta hefti Séð og heyrt. Birgitta og Örvar gengu í það heilaga í Súðavík- urkirkju síðasta sumar með mikilli viðhöfn og hafði Birgitta á orði að þar hefði draumur hennar ræst. Varla er þó eftirvæntingin minni á heimili skötuhjúanna þegar von er á nýjum erfingja. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vik- unni er Baltasar Kormákur farinn til Bandaríkjanna en hann er að fara að leikstýra kvikmyndinni Run for Her Life með Dermot Mulroney í aðalhlutverki. Kvikmyndatökumað- urinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að stjórna tökunum en ekki er langt síðan annarri stórmynd hans, Stopping Power, var slegið á frest. Baltasar hyggst augljóslega ekki lenda í neinum tungumála- örðugleikum því samkvæmt vefsíðu Ásgríms Sverrisson- ar hefur Elísabet Ronaldsdóttir verið fengin til að klippa mynd- ina. - fb/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Íslandi. 2 Íslenskir. 3 Bakka við Húsavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.