Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 4
4 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Eldur í sambýli við Sogaveg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að sambýli við Sogaveg um klukkan tvö í gær vegna elds. Var allt tiltækt lið sent á staðinn. Kom fljótlega í ljós að um minni háttar eld var að ræða og greiðlega gekk að slökkva hann. Fjögur fíkniefnamál Fjórir voru teknir með ætluð fíkniefni í umdæmi lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu í fyrrinótt. Í öllum tilfellum var um neysluskammta að ræða. LÖGREGLUFRÉTTIR Hraðakstur við Smáralind Ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur við Smáralind á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Ók hann á 132 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Má hann búast við ökuleyfissviptingu sem og 80 þúsund króna sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR Í frétt um þýðingarvél á netinu sem skilur íslensku sem fjallað var um í Fréttablaðinu nýverið vantaði slóð á vélina. Slóðin er www.tungutorg.is. ÁRÉTTING MENNTUN „Þetta er vissulega óvenjuleg auglýsing en ég á ekki nokkra von á að það gangi erfið- lega að manna þessar stöður,“ segir Jón B. Stefánsson, annar tveggja skólameistara sameinaðs skóla Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Í atvinnu- blaði Fréttablaðsins í dag auglýsir nýi skólinn eftir starfsfólki. Leit- að er að fimm stjórnendum og hvorki meira né minna en tíu skólastjórum til að veita einstök- um skólum nýja skólans forstöðu. „Við sameininguna verður til mjög stór skóli sem við kljúfum upp í ellefu undirskóla. Hver þeirra fær nafn og skólastjóra,“ útskýrir Jón og bendir á að slíkt skipulag sé velþekkt í skólum erlendis. Meðal undirskóla nýja skólans má nefna hönnunar- og handverks- skóla, raftækniskóla, bygginga- tækniskóla og hársnyrtiskóla. Jón segir að með því að skapa nýjan skóla fyrir hvert svið verði skóla- starfið markvissara. Hver eining verður tiltölulega sjálfstæð með sín fagráð (skipuð fulltrúum atvinnurekenda, launþega og kennara) en öll yfirstjórn skólans er sameiginleg. Skólinn tekur til starfa fyrsta júlí næstkomandi og verður þá stærsti framhaldsskóli landsins. Nafn skólans hefur verið valið úr meira en 300 tillögum og verður kynnt síðar í mánuðinum. - þo Sameinaður skóli Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík tekur brátt til starfa: Auglýst eftir tíu skólastjórum IÐNNÁM Leitað er að skólastjórum í alla undirskóla nýja skólans nema Flugskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 3° 9° 9° 4° 6° 6° 12° 7° 8° 22° 19° 10° 20° 10° 25° 14° 14° Á MORGUN Hvöss NA-átt, víða 8-13 m/s. ÞRIÐJUDAGUR Norðaustanátt víða 10-12 m/s 3 -1 -4 -3 -4 4 2 2 4 5 2 -0 -1 -3 2 1 5 2 3 4 2 1 3 2 1 2 5 5 1 14 -1 BJARTVIÐRI Veðrið hefur leikið við okkur þessa helgina, og áfram- haldandi bjartviðri verður í dag. Á morgun þykknar þó upp með smá- vægilegri úrkomu bæði vestanlands og austan. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve sakaði í gær Mugabe forseta um að vera að undirbúa stríð gegn íbúum landsins. Taldi hann líklegt að forsetinn myndi grípa til ofbeldis ef fram færi önnur umferð forsetakosninga. Tsvangirai er sannfærður um að hann hafi unnið afgerandi sigur í fyrri umferð kosninganna og því sé óþarfi að kjósa á ný. Lögfræðingar stjórnarandstöð- unnar reyndu í gær að fá kjörstjórn til að birta niðurstöður kosninganna en vopnaðir lögreglumenn komu í veg fyrir að lögfræðingarnir kæmust inn í dómhúsið. - þo Kosningar í Simbabve: Óttast að stríð brjótist út MORGAN TSVANGIRAI Frambjóðandinn segist vera sigurvegari kosninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur úrskurðað að sýslu- maðurinn á Selfossi eigi að afmá úr bókum sínum þinglýsingu þess efnis að Ármenn ehf. eigi lóðina Austurmörk 24, svokallaða Tívol- ílóð í Hveragerði. Eins og rakið hefur verið í Fréttablaðinu keyptu Ármenn byggingarrétt á Tívolílóðinni af Hveragerðisbæ fyrir 50 milljónir króna. Vegna handritaðrar áritun- ar eins forsvarsmanna Ármanna á skjölum sem fóru til sýslumanns- ins til þinglýsingar var lóðin skráð eign Ármanna en ekki bæjarins. Þegar þetta kom á daginn krafðist Hveragerðisbær þess að sýslu- maður breytti þinglýsingunni þar sem bærinn hefði aðeins selt Ármönnum byggingarréttinn en ekki lóðina sjálfa sem væri leigu- lóð. Sýslumaður sagði hins vegar þinglýsinguna myndu standa, meðal annars vegna þess að ekki væri hægt að skilja að byggingar- rétt og eignarrétt á lóð. Héraðsdómur Suðurlands segir hins vegar að í lögum sé „berum orðum gert ráð fyrir því að sveit- arstjórn geti valið á milli þess að framselja beinan eignarrétt að lóð eða einungis byggingarrétt á lóð“ og því hafi ekki verið heimilt að þinglýsa kaupsamningi Hvera- gerðisbæjar og Ármanna sem afsali fyrir lóðinni sjálfri eins og gert var hjá sýslumanni. Embætt- ið eigi að leiðrétta þetta og afmá veðbönd af lóðinni. „Við erum afskaplega ánægð með úrskurðinn sem er í sam- ræmi við það sem við áttum von á og höfum þegar sent formlega beiðni til sýslumanns um að farið verði að tilmælum héraðsdóms og að þessi veðbönd verði afmáð,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæj- arstjóri. Úrskurður héraðsdóms var ræddur á bæjarráðsfundi í Hvera- gerði á fimmtudag. Herdís Þórð- ardóttir, oddviti minnihlutans, lagði þar fram tillögu um að bæj- arstjóra og lögmanni bæjarins yrði falið að gera kröfu um að bærinn fái kostnað af málinu bættan. „Héraðsdómur úrskurðar bænum 130 þúsund krónur í máls- kostnað sem er hlægilegt því bær- inn hefur þurft að verja milljón- um í að verja eign sína vegna þessara mistaka hjá sýslu- manns embættinu. Ég sætti mig ekki við að sá reikningur sé send- ur skattgreiðendum í Hvera- gerði,“ segir Herdís. Ekki fengust um það upplýsing- ar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni hvort embættið uni niðurstöðu héraðsdóms. gar@frettabladid.is Sýslumaður þinglýsti eignarhaldi ranglega Hveragerðisbær er réttmætur eigandi Tívolílóðarinnar og sýslumaðurinn á Sel- fossi á að afmá þinglýsingu um að einkahlutafélagið Ármenn eigi lóðina segir í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Hveragerði vill bætur fyrir milljónakostnað. HJÁ SÝSLUMANNI Herdís Þórðardóttir og Aldís Hafsteinsdóttir, oddvitar minnihluta og meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis, mættu þegar Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður hugðist bjóða upp Tívolílóðina í skuldamáli eigenda byggingarréttarins. MYND/EGILL Við erum afskaplega ánægð með úrskurðinn sem er í samræmi við það sem við áttum von á ... ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI. RÚSSLAND, AP Ólíklegt þykir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og George W. Bush Bandaríkja- forseti komist að samkomulagi um eldflaugavarnir um helgina. Fundur leiðtoganna tveggja hófst með komu Bush til Rússlands í gær en þetta er síðasti fundur forsetanna áður en þeir láta af embætti. Bæði Pútín og Medvedev, nýkjörinn forseti Rússlands, hafa lýst því yfir að eldflaugavarna- kerfi Bandaríkjamanna ógni öryggi Rússa. Þeir eru einnig uggandi yfir stækkun NATO og leggjast gegn því að Georgíu og Úkraínu verði veitt aðild. Bush sagði í ræðu sinni í Zagreb í gær, áður en hann hélt til Rússlands, að öll ríki Austur-Evrópu gætu fengið aðild að NATO. - þo Leiðtogafundur í Rússlandi: Litlar líkur á samkomulagi LEIÐTOGARNIR HITTAST Engin stórtíðindi bárust af fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STJÓRNMÁL Efnahagsvandinn og umhverfismálin voru meðal þess sem rætt var á fundi stjórnar Vinstri grænna á Akureyri í gær. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir meðal annars að „með álveri í Helguvík sé ekki aðeins verið að stefna umhverfinu í voða, heldur líka efnahag þjóðarinnar sem nú berst við verð- bólgu og himinháa vexti, afleiðing- ar þenslu af völdum stóriðjufram- kvæmda undanfarinna ára“. Þá var vísað til blómlegs atvinnu- og menningarlífs á Eyjafjarðarsvæðinu sem sýndi að byggðarlög á landsbyggðinni væru betur sett án stóriðju. -þo Vinstri grænir funda: Ályktað um stóriðjustefnu GENGIÐ 04.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,3984 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,21 74,57 148,44 149,16 116,70 117,36 15,644 15,736 14,599 14,685 12,453 12,525 0,7251 0,7293 121,45 122,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Lau kl. 10.00-17 .00 Sun kl. 12.00-16 .00 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Rockwood fellihýsin 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.