Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 90
30 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 13 41 0 4/ 08 HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins • Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum + Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is ÞJÓNUSTA SEM SPARAR FYRIRTÆKJUM TÍMA OG PENINGA ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI N1-deild karla: Valur-Stjarnan 20-20 (11-14) Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 6/4 (9/5), Fannar Friðgeirsson 3 (9), Elvar Friðriksson 3 (11), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Kristján Karlsson 2 (5), Hjalti Pálmason 2 (7), Gunnar Harðarsson 1 (1), Ingvar Árnason 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon (5), Arnór Gunnarsson (5). Varin skot: Ólafur Gíslason 15 (35/2) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 2, Orri, Kristján, Fannar). Fiskuð víti: 4 (Sigfús, Baldvin, Ægir, Ingvar). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar (skot): Björgvin Hólmgeirs- son 5 (14), Heimir Árnason 4/2 (11/2), Hermann Björnsson 3 (8), Ólafur Ólafsson 3 (4), Ragnar Helgason 1 (1), Vilhjálmur Halldórsson 1 (2), Gunnar Jóhannsson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (1), Guðmundur Guðmunds. (1), Volodimir Kysil (1). Varin skot: Roland Valur Eradze 21 (40/3) 53 %. Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar, Björgvin). Fiskuð víti: 2 (Kysil, Heimir). Utan vallar: 4 mínútur. Fram-Akureyri 29-27 Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7/2 (14/4,) Rúnar Kárason 7 (22), Guðjón Drengsson 4 (7/1), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (7), Jón Björgvin Pétursson 2 (4) Haraldur Þorvarðarson 2/1 (2/1) Filip Kliszczyk 1 (2), Stefán Stefánsson 1 (4), Hjörtur Hinriksson 1 (3). Varin skot: Björgvin Gústavsson 16 (16/34) 47%, Magnús Erlendsson 8 (8/17) 47% Hraðaupphlaup 2 (Guðjón, Haraldur) Fiskuð víti: 6 (Halldór 3, Einar Ingi 3) Utan Vallar 6 mín Mörk Akureyrar (skot): Einar Friðjónsson 6 (13), Jónatan Magnússon 5/3 (13/3), Magnús Stef- ánsson 6 (13), Ásbjörn Friðriksson 3 (8), Oddur Grétarsson 3 (4), Goran Gusic 2 (4), Þorvaldur Þorvaldsson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórs. 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Péturs. 26 (26/55) 47%. Hraðaupphlaup: 3 (Jónatan, Einar, Magnús) Utan vallar: 6 mín ÍBV-Haukar 24-28 N1-deild kvenna: Stjarnan-Akureyri 36-18 Mörk Stjörnunnar: Ásta Agnarsdóttir 6, Sólveig Kjærnested 6, Kristín Clausen 5, Harpa Eyjólfs- dóttir 5, Birgit Engl 3, Katrín Hallgrímsdóttir 3, Alina Petrache 2, Þorgerður Atladóttir 2, Soffía Gísla. 2, Þórhildur Gunnarsd. 1, Hildur Harðard. 1 Mörk Akureyrar: Inga Sigurðardóttir 5, Auður Ómarsdóttir 4, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Anna Morales 2, Jóhann Tryggvadóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Arna Erlingsdóttir 1. FH-Grótta 29-33 Mörk FH: Ragnhildur Guðmundsdóttir 11, Gunn- ur Sveinsdóttir 7, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Guðrún Tryggvadóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Líney Guðmundsdóttir 1. Mörk Gróttu: Ankse Vysniauskaite 9, Pavla Plaminkova 8, Karólína Gunnarsdóttir 6, Arndís Erlingsdóttir 4, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 3, Eva Hlöðversdóttir 2, Ragna Sigurðardóttir 1. Haukar-HK 33-29 Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 9, Nína K. Björnsdóttir 6, Inga Fríða Tryggvadóttir 6, Ramune Pekarskyte 5, Erna Þráinsdóttir 3, Hind Hannesdóttir 2, Hekla Hannesdóttir 1, Harpa Melsteð 1. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 6, Jóna Halldórs- dóttir 6, Auður Jónsdóttir 6, Elín Baldursdóttir 3, Elva Arnarsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Elísa Viðarsdóttir 2, Lilja Pálsdóttir 1. ÚRSLIT HANDBOLTI Það leit út fyrir að Fram myndi valta yfir Akureyri í byrj- un leiks. Norðanmenn voru hins vegar ekkert á því að láta það ger- ast og börðust allan leikinn. Fram- sigur engu að síður, 29-27 Fram var marki yfir í hálfleik, 15-14. Andri Berg og Rúnar Kára- son voru allt í öllu í Framliðinu í fyrri hálfleik, ásamt því að Björg- vin var traustur í markinu. Norð- anmegin voru það Sveinbjörn Pét- ursson, Magnús Stefánsson og Einar Logi sem báru liðið uppi í fyrri hálfleik. Allt annað Framlið kom til leiks í seinni hálfleik. Mun léttara var yfir liðinu og stemning komin í það. Augljóst að Magnús Jónsson hefur sagt við sína menn að það sé enginn heimsendir að gera mis- tök. Magnús Stefánsson hélt upp- teknum hætti hjá Akureyringum ásamt því að Ásbjörn steig upp. Sveinbjörn Pétursson varði einnig vel. Fram var hins vegar sterkara liðið og landaði sigri, 29-27. Magn- ús Jónsson var ánægður með sig- urinn eftir leikinn. „Allt annar andi yfir liðinu. Menn eru að bakka hver annan upp, eitthvað sem hefur vantað í síðustu leikjum hjá okkur. Stefnan er annars að fara taplausir í gegn- um restina af mótinu,“ sagði Magnús. Sveinbjörn Pétursson var hins vegar ekki eins kátur. „Hrikalega svekkjandi að tapa þessum leik, nú telja þessi 26 skot mín ekki neitt. Við höfðum allt að vinna,“ sagði Sveinbjörn. - kb Það var hraustlega tekist á þegar Akureyri sótti Fram heim í Safamýrina en fór tómhent þaðan: Markverðirnir stálu senunni í Safamýrinni HANDBOLTI Valur og Stjarnan skiptu með sér stigunum í Voda- fone-höllinni í gær í einhverjum leiðinlegasta leik síðari tíma. Lokatölur 20-20. Leikmenn beggja liða virtust lengstum einfaldlega ekki hafa nokkurn einasta áhuga á að spila leikinn. Eitt stig á lið en réttast hefði verið að gefa hvor- ugu liðinu stig fyrir frammistöð- una sem var hörmuleg. Lágt skor segir nokkuð um gæði leiksins sem voru nákvæmlega engin. Ótrúlegir tæknifeilar litu dagsins ljós í leik þar sem bæði lið reyndu að hnoðast í gegnum varn- ir hvort annars í stað þess að spila boltanum. Þetta var í raun eins og að horfa á beljur reyna að brjóta sér leið út úr fjósinu. Roland Eradze var góður en aðrir ömur- legir. Valsmenn voru æfir í leikslok og sökuðu Helgu Magnúsdóttur eftirlitsmann um afdrifarík mis- tök þegar tíu sekúndur lifðu leiks. Þá sagði Helga að Valur hefði beðið um leikhlé sem heimamenn þvertóku fyrir enda var Stjarnan með sjö menn í sókn og engan markvörð. Valsmenn skoruðu því auðveldlega á sama tíma og leik- hlésflautan gall. Fyrir vikið náði Stjarnan að setja markvörð inn á og Val mistókst að skora úr síð- ustu sókninni. „Maður tekur ekki leikhlé þegar það er enginn markvörður í hinu liðinu,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Vals, heitur. „Þetta voru mjög dýr mistök og sem betur fer hefur þetta ekki nein lokaáhrif á mótið. Það er mjög erf- itt að koma mönnum í gírinn fyrir leiki núna en sú staða sem er komin upp er liðunum sjálfum að kenna.“ Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og flestir í húsinu feginn að þessum hræði- lega leik væri lokið. „Þetta var merkilegur leikur. Ég hélt að þetta helvíti ætlaði aldrei að enda. Ég veit ekki hvað liðin voru að gera. Það vantaði gleði og vilja í bæði lið. Sóknarleikurinn slakur og það virtist álíka erfitt að skora og að fæða barn,“ sagði Kristján en hann missti Ólaf Víði Ólafsson af velli og hann er lík- lega með slitið krossband. Ólafur leikur því ekki næstu mánuði ef það er rétt. henry@frettabladid.is „Hélt að þetta helvíti ætlaði aldrei að enda“ Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði það sem hinir örfáu áhorfendur í Vodafone-höllinni, á leik Vals og Stjörnunnar, voru að hugsa. Liðin buðu upp á grátlega lélegan leik sem endaði með jafntefli. Hvorugt liðið átti skilið stig. HNOÐ Þessi mynd er táknræn fyrir leikinn. Sigfús Páll Sigfússon reynir að hnoðast í gegnum vörn Stjörnunnar. Sigfús klúðraði öllum skotum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Undanúrslit Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld klukkan 19.15 þegar Keflavík tekur á móti Íslands- meistarabönunum í ÍR. Keflavík ruddi aftur á móti Þór úr vegi sínum á leiðinni í undanúrslitin. Hin rimman á milli Grindavík- ur og Snæfells hefst síðan á mánudagskvöldið í Röstinni. Þrjá sigra þarf til þess að komast í úrslitarimmuna en tveir sigurleikir dugðu til í átta liða úrslitunum. Úrslitakeppnin í ár hefur verið stórskemmtileg og fátt sem bendir til annars en að leikirnir í undanúrslitunum verði sama skemmtun. - hbg Iceland Express-deild karla: Undanúrslitin hefjast í kvöld HVAÐ GERIR ÍR? Hreggviður Magnússon og félagar í ÍR komu skemmtilega á óvart með því að leggja KR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.