Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 6
6 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR FRÆÐI Rektorar Háskólanna á Bifröst og Akureyri líta brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Laxness alvarlegum augum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, átaldi vinnubrögð Hannesar Hólmsteins en taldi sig ekki hafa lagalegt svigrúm til að áminna hann. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir kringumstæðurnar vissulega bjóða upp á alvarlegar afleiðingar. „Hæstaréttardómur yfir prófessor í háskóla fyrir brot á höfundarréttarlögum er grafalvarlegt mál og ég myndi taka mjög afdráttarlaust á máli sem slíku,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að honum vitandi hafi ekkert mál er varðar ritstuld komið upp í Háskólanum á Bifröst, hvorki er varðar kennara né nemendur. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, segir málið vera áfall fyrir Háskóla Íslands og háskólasamfélagið í heild sinni. Hann segist ekki geta sagt til um möguleg viðbrögð sín við slíku máli að því óreyndu. „Þarna er um að ræða alvarlegt brot á vinnubrögðum kennara. Kristín hefur metið það svo að lagaleg formsatriði hindri að Hannesi sé sagt upp störfum og ég sé enga ástæðu til að rengja mat hennar í því efni.“ - kg 40 ár frá King-morði Forsetaframbjóðendur, leiðtogar borgararéttindasamtaka, verkalýðsfor- kólfar og þúsundir annarra Banda- ríkjamanna söfnuðust til Memphis í Tennessee í gær til þess að minnast mannréttindafrömuðarins Martins Luthers King, sem var myrtur þar í borg fyrir réttum fjörutíu árum. BANDARÍKIN NOREGUR Minnst þrír menn voru stungnir í uppgjöri milli sígauna í Ósló í Noregi um helgina. Menn- irnir voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Aftenposten, en ekki er vitað hversu alvarlegt ástand þeirra er. Lögreglan í Ósló segir að átök hafi átt sér stað milli sígauna í Noregi síðustu árin. „Þetta snýst um eitthvert upp- gjör innanbúðar hjá sígaunum,“ hefur Aftenposten eftir lögregl- unni. Þrír stungnir í Noregi: Uppgjör milli sígauna í Osló Brian Cowen tekur við Arftaki Berties Ahern á forsætisráð- herrastóli á Írlandi er hann lætur af störfum að eigin ósk 6. maí næst- komandi verður nær örugglega Brian Cowen, núverandi fjármálaráðherra. Hann gaf kost á sér í gær. Búist er við að hann taki líka við formennsku í stjórnarflokknum Fianna Fail. ÍRLAND SLYS Karlmaður slasaðist þegar hann velti fjórhjóli skammt austan við Kleifarvatn í gær- morgun. Var maðurinn á ferð ásamt öðrum fjórhjólamönnum og var hann að reyna að fara upp mjög bratta hlíð þegar hann missti stjórn á hjólinu og velti því. Hlaut hann meðal annars rifbeinsbrot. Vegna erfiðra aðstæðna var kallað til aðstoðar þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrluna TF-LÍF á staðinn. Þyrlan lenti svo með slasaða manninn við sjúkrahús í Fossvogi um klukkan hálfeitt. - ovd Þyrlan sótti slasaðan mann: Velti fjórhjóli við Kleifarvatn UMHVERFISMÁL Bílgreinasamband- ið hvetur stjórnvöld til að lækka vörugjöld á nýjum bílum. Nýir bílar eru sparneytnari og því umhverfisvænni en eldri bílar og því er hvatt til endurnýjunar bíla- flotans. Þetta er meðal þess sem kom fram á aðalfundi Bílgreina- sambandsins sem var haldinn í gær. Bílgreinasambandið hefur unnið tillögur um breytingar á vörugjöldum og lagt fyrir nefnd fjármálaráðuneytisins. Þar er lögð áhersla á að einfalda skatt- heimtu og að gjöld lækki í 15 prósent. Markmiðið er að hraða endurnýjun bílaflotans og fjölga þannig hlutfallslega sparneytn- ari og öruggari bílum sem menga minna. - shá Bílgreinasambandið: Vilja endurnýj- un bílaflotans SUNDAHÖFN Bílgreinasambandi vill umhverfisvænni bíla á göturnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Viðskiptavinum Ice- landair býðst nú að innrita sig á netinu í öll flug félagsins frá Kaupmannahöfn, Ósló, Stokk- hólmi og Helsinki til Íslands, en slík netinnritun hefur verið í boði fyrir allar brottfarir frá Íslandi síðan 9. mars. Stefna Icelandair er að bjóða netinnritun frá öllum áfangastöð- um félagsins erlendis því með slíkri innritun sparist dýrmætur tími og þægindi aukist til muna, til dæmis með styttri biðtíma í flugstöðvum og möguleika á eigin sætavali. Gert er ráð fyrir að vinsældir netinnritunar aukist hratt á næst- unni. - kg Nýjung hjá Icelandair: Netinnritun til Norðurlanda UMHVERFISMÁL Frárennslisrör frá athafnasvæði Háskólans í Reykja- vík við Öskjuhlíð hefur fengið grænt ljós hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Eftir ábendingar frá forstöðu- manni Ylstrandarinnar um olíu- mengun var hætt að veita vatni úr grunni á framkvæmdasvæði háskólans í ofanvatnslögnina og því í staðinn beint í skolplögn Orkuveitunnar og að hreinsunar- stöð í Klettagörðum. Heilbrigðisnefndin segir að tryggt verði að eftirleiðis fari ein- ungis ofanvatn í Nauthólsvíkur- lögnina. Einnig sé staðfest að allt ofan- vatn af bílastæðum háskólans fari í olíuskiljur áður en það rennur um rörið. - gar Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur: Grænt ljós á rör við Ylströndina ÓTTARR HRAFNKELSSON Frárennslisrörið frá athafnasvæði Háskólans í Reykjavík hefur fengið grænt ljós frá heilbrigðis- nefnd. LÖGGÆSLUMÁL Bæjarstjórn Voga segist hafa þungar áhyggjur af boðuðum skipulagsbreytingum á löggæslunni á Suðurnesjum. Að sögn Vogamanna var samein- ing lögregluembættanna á Suður- nesjum kynnt þannig að hún ætti að styrkja og efla löggæsluna. „Frá þeim tíma hefur fækkað verulega í lögregluliðinu. Boðaðar skipulagsbreytingar eru ekki til þess fallnar að laða að nýja starfs- menn, draga úr óvissu og auka til- trú almennings á löggæslu á svæð- inu,“ segir í ályktun sem bæjarstjórnin samþykkti að til- lögu Birgis Arnar Ólafssonar, for- seta bæjarstjórnar. Þá segist bæjarstjórnin taka undir með stjórn Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum og full- trúum félaga lögreglu- og toll- gæslumanna og lýsir þungum áhyggjum af óvissu um verkefni og stöðu embættis Lögreglustjór- ans á Suðurnesjum. „Sveitarfélag- ið hefur lagt til húsnæði undir starfsemi forvarnarlögregluþjóns og stendur til að hann komi til starfa í Vogum í maí næstkom- andi. Bæjarbúar í Vogum munu ekki sætta sig við að þau áform breytist,“ segir bæjarstjórnin og skorar á Björn Bjarnason dóms- málaráðherra að tryggja að gott samstarf sem verið hafi um lög- gæslumál á Suðurnesjum raskist ekki og að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem lögreglan búi við. - gar Bæjaryfirvöld í Vogum lýsa áhyggjum af þróun löggæslumála á Suðurnesjum: Sætta sig ekki við breytingar JÓHANN R. BENEDIKTSSON Suðurnesja- menn vilja ekki óvissu um störf Jóhanns R. Bendiktssonar lögreglustjóra og liðs hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðbrögð rektora við höfundarréttarmáli Hannesar Hólmsteins: Háskólarektorar líta brot gegn höfundarrétti alvarlegum augum ÁGÚST EINARSSON ÞORSTEINN GUNNARSSON EFNAHAGSMÁL Þórólfur Matthías- son, prófessor við Háskóla Íslands, leggur til í grein í norska viðskiptablaðinu Dagens Nær- ingsliv að ríkisstjórnir Noregs og Íslands skipi sem fyrst nefndir til að kanna kosti þess og galla að hefja myntsamstarf. Þórólfur telur að það geti verið sterkur millileikur að taka upp gagnkvæma bindingu norsku og íslensku krónunnar í sex til tíu ár, eða þar til evruvæðing hafi átt sér stað. Hann bendir á að hags- munir þjóðanna fari saman og þær hljóti að hafa samflot, hvort sem það sé fyrir utan eða innan ESB. Sú hætta sé fyrir hendi að íslenska banka- og fjármálakerf- ið hverfi úr landi við núverandi ástand og spyr hvort Íslendingar geti beðið lengi eftir því að fá not- hæfa mynt. „Við verðum að hafa einhvern millileik,“ segir hann. Þórólfur telur að hægt sé að binda íslensku krónuna við þá norsku á skömmum tíma, aðeins þurfi samkomulag milli ríkjanna um það. Hann gerir ráð fyrir að bindingin yrði gagnkvæm, norski seðlabankinn myndi kaupa og selja krónur til að halda genginu í jafnvægi þar til nothæf mynt hefði verið tekin upp. „Norðmenn eiga geysilega stóra gjaldeyrisvarasjóði. Það er enginn sem reynir að gera áhlaup á þá til að fella gengið á norsku krónunni,“ segir hann. Þórólfur gerir ráð fyrir að Norðmenn myndu vilja „býsna náið samstarf á milli ríkjanna og jafnvel sameiningu bankaeftirlits og fjármálaeftirlits landanna vegna þess að þeir væru þá óbeint að tryggja heil- brigði íslensku bankanna. Þeir myndu vilja fá á móti ein- hvers konar aðkomu að eft- irlitsstofnun- um sem sjá til þess að heil- brigði þessara stofnana hér sé í lagi.“ Árni Mathie- sen fjármála- ráðherra telur ólíklegt að myntsamstarf við Norðmenn geti hjálpað Íslendingum en útilokar ekkert fyrirfram. „Við værum áfram á litlu myntsvæði,“ segir hann. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, vill skoða aukið samstarf á sviði gjaldeyris- og peningamála og telur að ekk- ert eigi að vera undanskilið. Myntsamstarf við Norðmenn geti verið „framtíðarmúsík“. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að myntsamstarf við Norðmenn komi til greina ásamt mörgu öðru. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, telur það ekki koma til greina en fagnar umræð- unni. ghs@frettabladid.is Prófessor vill norska krónu sem millileik Prófessor við Háskóla Íslands telur hættu á að bankarnir hverfi úr landi og leggur til að ríkisstjórnir Noregs og Íslands skipi nefndir til að kanna myntsam- starf. Norðmenn vilji líklega sameina banka- og fjármálaeftirlit þjóðanna. Hefur þú verið teppt(ur) í umferðinni vegna mótmælaað- gerða atvinnubílstjóra? Já 21,9% Nei 78,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er kominn vorhugur í þig? Segðu skoðun þína á Vísir.is ÞÓRÓLFUR MATTHÍ- ASSON prófessor við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands. SAMKOMULAG MILLI LANDANNA Ríkisstjórnir Noregs og Íslands þurfa að gera sam- komulag um að binda íslensku krónuna við þá norsku og yrði bindingin gagnkvæm ef hugmyndir Þórólfs Matthíassonar prófessors ganga eftir. Þessi mynd er úr norska stórþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDEN.ORG IÐNAÐUR Uppbygging álvers Norðuráls í Helguvík mun ekki valda óeðlilegri þenslu í samfé- laginu, segir í tilkynningu frá Norðuráli. Efnahagsleg áhrif verði lítil á yfirstandandi ári, en meiri á árunum 2009 og 2010. Í tilkynningunni kemur fram að áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga álversins verði 60 til 70 milljarðar króna. Ríflega helmingur sé vegna kaupa á búnaði og tækni. Kostn- aður við hönnun, framkvæmda- stýringu og eftirlit verði sex til sjö milljarðar, sem muni skila íslenskum þekkingariðnaði verulegum tekjum. - bj Uppbygging í Helguvík: Segja tímasetn- ingu heppilega KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.