Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SUNNUDAGUR Sími: 512 50006. apríl 2008 — 93. tölublað — 8. árgangur Minna sælgæti og ódýrara vín Nanna Rögnvaldardóttir og Sigmar Guðmundsson ræða um verkföll, aprílgöbb og sitthvað fleira. SÖGULEGUR FUNDUR Tímamótaákvarð- anir voru teknar á fundi leiðtoga Atlantshafsbanda- lagsríkja í Búkarest. UTANRÍK- IS MÁL 16 ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 12 Áframhaldandi blíða Veðrið í dag er áframhald á blíðunni í gær, bjartviðri um allt land, hægur vind- ur og hiti yfir frostmarki sunnan- og vestanlands en rétt fyrir neðan frostmark norðan- og austantil. -0 -1 4 2 2 MENNING Málerkið Lovescape, eftir Guðmund Guðmundsson, Erró, var í gærkvöldi slegið á 300 þúsund evrur eða 35 milljónir íslenskra króna hjá uppboðsskrifstofunni Cornette de Saint Cyr í París. Love scape, sem er frá árunum 1972-74, var metið á bilinu 300-400 þúsund evrur og var eitt verðmæt- asta verkið á uppboðinu. Verkið var á sama verðbili og tvö léreftsþrykk eftir Andy Warhol og olíumynd eftir Anselm Kiefer. Á uppboðsverðið leggst tíu pró- senta uppboðsgjald og tæplega tólf prósenta skattur. Kaupandinn mun því reiða af hendi 369.468 evrur þegar upp er staðið, eða tæpar 43 miljónir íslenskra króna. Verðið sem gefið var fyrir Love- scape er mun lægra en hæsta verð sem til þessa hefur verið greitt fyrir verk eftir Erró frá sama tíma- bili. Verkið Comicscape var selt á 720 þúsund evrur á uppboði hjá Christies í desember eða nær 84 milljónir íslenskra króna á núver- andi gengi. Félagar Errós sem tilheyra hópi „nonfigurative“-málaranna áttu margir verk á uppboðinu í gær: Klasen, Monory og Adami. Verk hópsins njóta nú mikillar athygli í París vegna stórsýningar á Grand Palais sem opnar hinn 16. apríl en hún er helguð þeim. Þá stendur enn stórsýning í Zürich um evrópsku popplistina sem vakið hefur athygli og lýkur um miðjan maí. Þar er Erró einnig í forsæti. - pbb Málverkið Lovescape seldist á 35 milljónir hjá uppboðsskrifstofu í París: Vonbrigði með verð á Erró HEILBRIGÐISMÁL Skipulag læknisþjónustu á Íslandi er vægast sagt tilviljanakennt. Skil- greina þarf betur hlutverk sjúkrahúsa, heilsugæsla og sérfræðilækna. Slíkt myndi lækka útgjöld til muna. Þetta segir Runólfur Pálsson, formaður Félags íslenskra lyflækna. Runólfur segir langstærsta verkefni heil- brigðisþjónustunnar vera meðferð langvinnra sjúkdóma. „Því er ekkert stjórnað hvar sjúk- lingar með langvinna sjúkdóma, einn eða fleiri, njóta þjónustu, hvar þeir eru í eftirliti og hvar tekin er ákvörðun um þeirra með- ferð,“ segir hann. Í nýjasta hefti Læknablaðsins segir hann meðferð slíkra sjúkdóma afar krefjandi við- fangsefni bæði hvað varðar kostnað og starfs- krafta. Þrátt fyrir það hafi málið ekki verið tekið föstum tökum. „Alvarlegustu tilfellin eiga heima á göngu- deildum Landspítalans þar sem er greiður aðgangur að flókinni þjónustu en léttari tilfell- in hjá heilsugæslunni sem er ódýrasti valkost- urinn, tilfellin sem falla þarna á milli ættu svo að vera á hendi sérfræðilækna. Nú er staðan ekki þannig,“ segir hann. Í alltof mörgum til- fellum fari fólk fram hjá heilsugæslulæknum og fái þjónustu annarra sérfræðilækna, jafn- vel árum saman þótt þess sé ekki þörf og hafi í för með sér meiri kostnað fyrir samfélagið. Þá hafi skortur á heimilislæknum ýtt enn frekar undir þessa þróun. Með frekari skilgreiningu á því hvaða sjúk- dómar og á hvaða stigi geti verið á hendi hvers hluta innan heilbrigðiskerfsins mætti létta álag á bráðaþjónustu sjúkrahúsanna. Í flestum tilfellum ættu heilsugæslulæknar að hafa yfir- sýn yfir málefni þeirra sem þjást af langvinn- um sjúkdómum en til þess þurfi heimilislækn- ar að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um sjúklinga sína þegar þeir fá þjónustu annars staðar. Víða erlendis séu þessir hlutir í mun betri farvegi en hér er og byggist það á mikilli samvinnu lækna innan og utan sjúkrahúsa. Hérlendis sé veruleg tregða á þeim samskipt- um og úr því verði að bæta. Samskiptaleysi þessara þriggja grunnein- inga heilbrigðiskerfisins valdi því miður því að algengt sé að enginn hafi heildaryfirsýn á lyfjameðferð sjúklinga. Lyfjagagnagrunnur og rafrænar lyfjaávísanir séu gott framtak í þeim efnum en hann ítrekar að auk þess þurfi ávallt að skilgreina hver sé umsjónarlæknir sjúk- lings með langvinnan sjúkdóm og að honum sé ávallt tilkynnt um nýjar lyfjaávísanir. - kdk Samskiptaleysi lækna kemur niður á þjónustu við sjúklinga Algengt er að samskiptaleysi milli lækna sjúkrahúsa, sérfræðilækna og lækna á heilsugæslustöðvum hafi í för með sér að enginn hafi yfirsýn yfir lyfjagjafir sjúklinga. Því er ekki stjórnað hvar sjúklingar með langvinna sjúkdóma njóta þjónustu eða eftirlits. Þetta segir formaður Félags íslenskra lyflækna. ÚTIVIST „Það eru mörg ár síðan aðstæður hafa verið svona frábærar,“ segir Einar Bjarna- son hjá skíðasvæðunum í Bláfjöllum. „Hér er allt á kafi í snjó, sól, logn og frost.“ Um tvö þúsund manns voru á skíðum í Bláfjöllum í gær en að sögn Einars getur svæðið vel tekið á móti fimm þúsund manns. Um ellefu hundruð manns voru í Hlíðarfjalli í gær þar sem fram fer unglingameistaramót Íslands á skíðum. „Að mínu mati er þetta besti skíðadagurinn í vetur,“ segir Kristján Baldurs- son skíðakennari. Mjög gott veður var í Hlíðarfjalli, sól og blíða. Flest skíðasvæði landsins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli opnar klukkan tíu og verður opið fram eftir degi. - ovd Besti skíðadagurinn í vetur: Skíðafæri með allra besta móti VEÐRIÐ Í DAG KYNÞOKKAFYLLST Hornamennirnir eru heitastir í N1- deildunum. SPORT FYLGIR Í DAG LOVESCAPE Verk Errós fór á 300 þúsund evrur eða um 35 milljónir íslenskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GREGORY GERAULT MEIRI HÁTTAR SKÍÐAFÆRI Um tvö þúsund manns voru í Bláfjöllum í gær og um ellefu hundruð í Hlíðarfjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rökstólar 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.