Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 20
2 sport A ron Pálmarsson er af flestum handboltaspekingum talinn eitt mesta efni sem fram hefur komið í handboltanum lengi. Aron, sem er aðeins 17 ára, er aðalmaðurinn í FH-lið- inu sem er að vinna 1. deildina. Hann er einnig lykilmaður í U-20 ára landsliði Íslands og var markahæstur í liðinu í undankeppni HM sem fram fór í Þýska- landi á dögunum. Strákurinn fór í kjölfarið til reynslu hjá þýska stórliðinu Lemgo þar sem góð- vinur Arons og fyrirmynd, Logi Geirs- son, spilar. Þeim er oft líkt saman enda báðir stjörnur hjá FH og svo vinnur Aron sem húsvörður í Kaplakrika líkt og Logi gerði á sínum tíma. „Það má segja að við séum að lifa svip- uðu lífi. Ég er líka kominn með annan fótinn til Lemgo líkt og Logi var á sínum tíma. Við Logi erum góðir vinir. Hann er algjör toppmaður sem ég hef litið upp til síðan ég var lítill gutti. Hann og pabbi eru fyrirmyndir mínar. Hann hefur kennt mér margt bæði á vellinum sem og utan hans. Við höfum tekið aukaæf- ingar saman og annað álíka. Hann gefur líka góð ráð utan vallar. Hvernig á að klæða sig, greiða sér og fleira. Einnig kennir hann mér að tala við dömurnar. Hann er á heimavelli þar enda gefast ráð hans vel. Ef ég læt hann skrifa fyrir mig á MSN er ég kominn með stefnumót dag- inn eftir,“ sagði Aron léttur en hann á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en faðir hans er Pálmar Sigurðsson, einn besti körfuknattleiksmaður sem Ísland hefur átt. „Logi hefur alltaf verið mikill krakki í sér og því urðum við vinir þegar ég var 11 ára. Þá er hann svona 18 og kom með okkur strákunum í handbolta. Það var æðislegt. Við unnum alltaf enda með Loga Geirs í liði en hann stóð í markinu hjá okkur. Ekki hægt að skora hjá honum,“ sagði Aron en hann segir ýmis- legt líkt með þeim sem leikmönnum. Báðir hafi mikið sjálfstraust, vilji taka úrslitaskotið og hafi mikla skot- tækni. Eins og áður segir var Aron hjá Lemgo á dögunum en það segir hann hafa verið góða reynslu. „Það gekk mjög vel og það var svakalega gaman að æfa með þessum strákum. Ég var pínu stressaður á fyrstu æfing- unni. Það var talsvert annað að sjá Mimi Kraus og Lasse Boe- sen í kringum sig en Arnar Theodórs og Val Arnars. Það komu allir vel fram við mig. Lars Kaufmann fór reyndar framan í mig strax í fyrstu sókn en það er bara af því að hann er svo slakur og seinn,“ sagði Aron og hló dátt. „Þeim líst vel á mig og þeir vildu fá mig næsta sumar fyrir skít og kanil. Ég var ekki til í það. Þeir ætla að fylgjast vel með mér og við sjáum hvað setur,“ sagði Aron sem ætlar að spila með FH næsta vetur. „Ég ætla að spila að minnsta kosti eitt ár í efstu deild áður en ég fer út. Ég hef skýr markmið fyrir næsta vetur. Að slá í gegn í úrvalsdeildinni og komast í A-landsliðið. Það er alveg klárt. Ég hef gríðarlega trú á sjálfum mér og tel þessi markmið ekkert óraunhæf,“ sagði Aron en hann telur sig ekki tilbúinn í atvinnu- mennsku af mörgum ástæð- um. „Ég er náttúrulega bara 17 ára og ekki alveg til í að búa einn. Ég er samt góður kokkur og get vel eldað ofan í mig. Verð samt að játa að ég kann ekki á þvottavél. Ég vil heldur ekki vera vara- skeifa úti. Vil toppa hér heima þannig að ég verði keyptur í lið til þess að spila.“ LOGI KENNIR MÉR AÐ TALA VIÐ DÖMURNAR Miklar vonir eru bundnar við hinn 17 ára gamla Aron Pálmarsson. Hann hefur farið á kost- um með FH í vetur og sá til þess að FH vann 1. deildina. Hann er fyrsta stjarnan sem kemur frá FH síðan Logi Geirsson gerði garðinn frægan í Krikanum. Aron er að mörgu leyti líkur Loga sem er góðvinur FH-ingsins unga. EFTIR HENRY BIRGI GUNNARSSON „Aron er okkar prímusmótor og við byggjum liðið í kringum hann. Aron hefur mikla íþrótta- greind og les leikinn afburðavel. Hann sér hluti sem aðrir sjá ekki á skömmum tíma. Hann er einnig frábær varnarmaður. Hann var einnig góður í körfubolta og allar íþróttir liggja vel fyrir honum. Aron er líka duglegur að æfa og leggur hart að sér. Heilt yfir er hann heilsteyptur leikmaður og þroskaður miðað við aldur. Hann stendur undir öllum væntingum og rúmlega það,“ sagði Elvar Erlingsson, þjálfari FH, um lærsvein sinn, Aron Pálmarsson, sem hefur farið á kostum með FH- liðinu hans Elvars í vetur. „Aron vill taka af skarið og gerir hlutina þegar þarf. Hann þrífst á því og er til í að taka ábyrgð. Hausinn er rétt skrúfaður á strákinn. Eng- inn gorgeir og ekkert kjaft- æði. Hann setur sig ekki á háan hest gagnvart öðrum. Ber virðingu fyrir félögum sínum og öfugt. Það er ekki spurning hvort held- ur hvenær hann fer í atvinnumennsku.“ HVAÐ SEGIR ELVAR UM ARON? G læsileg og stórskemmtileg úrslitakeppni í Iceland Express-deildinni er í fullum gangi þessa dagana. Úrslitakeppnin í körfunni vekur óskipta athygli á ári hverju og það ekki að ástæðulausu. Frábær umgjörð, mikil stemning og síðast en ekki síst magnaður körfubolti. Það er vel við hæfi að óska KKÍ til hamingju með að hafa komið körfuboltanum hér heima á þann stall sem hann er nú kominn á. Menn mega ekki gleyma að það gerðist ekki þrautalaust. Körfuboltahreyfingin hefur ræktað garð sinn vel síðustu ár og ekki síst félögin sem hafa verið að stórbæta umgjörðina ár frá ári. Það hefur margoft sýnt sig að slík vinna skilar sér í betri aðsókn. Á sama tíma grætur ákveðinn hópur handbolta- unnenda yfir því að ekki sé úrslitakeppni lengur í handboltanum. Skilur ekki hvernig hægt sé að sleppa slíkum stórviðburði sem skili sér í fullu húsi trekk í trekk. Þetta sama fólk virðist ekki búa yfir neinu langtímaminni. Sú ákvörðun að leggja úrslitakeppnina af var ekki tekin af góðu. Ákvörðun- in var lífsnauðsynleg til þess að bjarga íþróttinni hér á landi. Aðsóknin á deildarleiki var orðin sama sem engin og úrslitakeppnin var hætt að trekkja að fólk. Áhorfendur voru ekkert að mæta í sama mæli á úrslitakeppnina og áður. Það er staðreynd. Deildin var að deyja drottni sínum. Fólk vissi ekki hvenær leikir væru, aðgengi að upplýsingum á netinu sama og ekkert, engir fastir leikdagar og leiktímar í tómu rugli. Þessir hlutir ásamt mörgum öðrum stuðluðu að því að fólk var hætt að mæta á handboltaleiki. Úrslitakeppnin virtist einnig fara fram hjá fólki. Þegar svo var við komið varð hreyfingin að segja stopp og byrja upp á nýtt. Ekki bara til þess að vekja aftur áhuga fólks á deildinni heldur einnig til þess að fjölga samkeppnishæfum liðum sem var ekkert að ganga miðað við það kerfi sem lagt var af. HSÍ ákvað einnig að auka kröfur til liðanna er varða umgjörð en umgjörð félaganna er grunnurinn að árangri á þessu sviði. Ef enginn er grunnurinn er ekkert til þess að byggja á. Handboltaáhugamenn verða að vera raunsæir og þolinmóðir. Það mun taka tíma að byggja deildina aftur upp hér á landi. Róm var ekki byggð á einum degi. Undirritaður hefur tekið eftir því að þessar breytingar sem gerðar hafa verið á umgjörð og leikfyrirkomulagi eru smám saman að skila sér. Það er fleira fólk að koma á leikina og umgjörð er öll önnur á flestum stöðum en hún var. Þegar búið er að styrkja grunn deildarinnar almennilega er fyrst hægt að íhuga þann möguleika að taka aftur upp úrslitakeppni. Handboltahreyfingin má alls ekki sofa á verðinum næstu tímabil. Hún verður að halda því góða starfi sem byrjaði í vetur áfram og bæta um betur á mörgum sviðum. Úrslitakeppni er engin töfralausn í dag eins og margir halda. Það sást skýrt síðast þegar það var úrslitakeppni í handboltanum. Fólk mætti einfald- lega ekki og stemningin var langt frá því að vera álíka góð og í körfuboltanum í dag. Ástæðan er að karfan hefur ræktað sinn garð betur síðustu ár. Úrslitakeppni eða ekki úrslitakeppni? FRÁ RITSTJÓRA Henry Birgir Gunnarsson Úrslita- keppni í handbolt- anum er engin töfra- lausn í dag. Það þarf margt að lagast hjá hreyfing- unni áður en úrslita- keppni í hand- boltanum skilar álíka stemningu og er í úrslita- keppninni í körfunni. Forsíðumyndina tók Valli af Marthe Sördal og Baldvin Þorsteinssyni. Útgefandi: 365. Ritstjóri: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is. Blaðamenn: Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is, Ómar Þorgeirsson omar@frettabladid.is Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Auglýsingar; Stefán P. Jones, spj@frettabladid.is Sport Aron Pálmarsson Fæddur: 19. júlí 1990. Hæð: 1,92 m. Þyngd: 90 kg. Staða: Miðju- maður. Fyrirmynd: Pálmar Sigurðsson og Logi Geirsson. Helsti styrkleiki: Góður leik- skilningur og góð skot. Helsti veikleiki: Að mæta ekki 100 prósent í alla leiki. Þarf að vera einbeittari. Draumafélagið: Barcelona. Besti leikmaður heims: Ivano Balic, Nikola Karabat- ic og Logi Geirsson. Hvernig er gelið hans Loga: Ótrúlegt efni. Það besta sem ég hef sett í hárið á mér. Hamraborg 7, 200 Kópavogur, sími: 564 0035 gengið inn frá Hamrabrekku. www.aquasport.is Triumph sundbolir og bikini í úrvali. Stærðir frá 38 – 50 og skálastærðir B, C og D. Útsölustaðir: Musik og Sport, Nana Hólagarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.