Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 88
28 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Boltinn er hjá okkur Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 3 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leikinn. 2.–5. maí Barcelona – Valencia 79.900 kr. Verð á mann í tvíbýli F í t o n / S Í A 18.–20. apríl Fulham – Liverpool 39.900 kr. Verð á mann Tilboð!Flug ogmiði á leikinn Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fann sig heldur betur vel í gær á þriðja hring Estoril-mótsins. Hann lék hringinn í gær á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann er því samtals á átta höggum undir pari á mótinu. Hringur Birgis var næstbesti hringur allra keppenda í gær. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla. Birgir Leifur er fyrir vikið í 21. sæti fyrir lokahringinn. „Maður er bara kátur núna. Það er ekki annað hægt eftir svona góðan hring,“ sagði Birgir Leifur kátur við Fréttablaðið í gær en hann segir nauðsynlegt að fá svona góðan hring til þess að auka sjálfstraustið hjá sér. „Því er ekki að neita að það hefur verið skortur á sjálfstrausti hjá mér. Það má rekja til ýmissa þátta eins og stutta spilsins sem hefur ekki verið nógu gott. Svo þegar púttin detta hjá manni eins og á þessum hring þá fær maður sjálfkrafa meira sjálfstraust. Þegar maður hefur trú á því að púttin detti ofan í er maður í betri málum. Þetta er vonandi það sem koma skal hjá mér.“ Birgir Leifur hefur tekið púttin mikið í gegn hjá sér og hann vonast til að það muni skila sér í betri árangri á næstu mótum. „Ég hef verið að vinna í púttunum alveg síðasta árið. Púttin skipta svo svakalega miklu máli og þessi aukavinna er að skila sér hjá mér á margan hátt,“ sagði Birgir Leifur sem vonast eftir öðrum álíka góðum hring hjá sér í dag. „Það er vonandi. Ég hef í það minnsta fulla trú á því að ég geti náð inn öðrum svona hring. Við sjáum hvað setur,“ sagði Birgir. Fram undan hjá Birgi er síðan smáhlé en hann kemst ekki inn á næsta mót sem haldið er í Kína. „Maður verður bara að nýta fríið eins vel og maður getur og æfa sig. Svo verður maður að grípa gæsina á næsta móti sem ég fæ að keppa á,“ sagði Birgir Leif- ur að lokum. BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: LÉK Á FIMM HÖGGUM UNDIR PARI Í GÆR Hefur fengið sjálfstraustið á ný FÓTBOLTI Brasilíumennirnir Isma- el da Silva Francisco og Carlos Alexandre Bernal, sem spila með Þrótti, segja í viðtali við íþrótta- blaðið Sport að þeir hafi lent í fangelsi vegna fordóma dyra- varða á Vegamótum. „Við höfðum ekkert gert af okkur annað en að vera af öðrum kynþætti og þjóðerni og dyra- vörðunum var ekki hlýtt til okkar af þeim sökum. Þetta eru kyn- þáttafordómar af verstu sort,“ segir Ismael við Sport. Ítarlegt viðtal við þá félaga má finna í Sport sem er í miðju Fréttablaðsins í dag. Þar eru einnig birtar niðurstöð- ur í vali á kynþokkafyllstu leik- mönnum N1-deildanna og viðtal við hæsta körfuboltamann lands- ins sem ekki margir vita af. Svo má finna viðtal við efnilegasta handboltamann landsins í blaðinu og einnig er nýja frjáls -íþróttaað- staðan í Laugardal skoðuð. - hbg Brassarnir hjá Þrótti: Fangelsaðir vegna fordóma FRANCISCO OG BERNAL Una hag sínum ágætlega á Íslandi þrátt fyrir handtöku fljótlega eftir komuna til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Enska úrvalsdeildin: ARSENAL - LIVERPOOL 1-1 0-1 Peter Crouch (42.), 1-1 Nicklas Bendtner (54.). ASTON VILLA - BOLTON WANDERERS 4-0 1-0 Gareth Barry (9.), 2-0 Gabriel Agbonlahor (56.), 3-0 Gareth Barry (60.), 4-0 Marlon Hare- wood (85.). BLACKBURN ROVERS - TOTTENHAM 1-1 0-1 Dimitar Berbatov (7.), 1-1 Morten Gamst Pedersen (30.). FULHAM - SUNDERLAND 1-3 0-1 Danny Collins (45.), 0-2 Michael Chopra (54.), 1-2 David Healy (74.), 1-3 Kenwyne Jones (76.). MANCHESTER CITY - CHELSEA 0-2 0-1 Richard Dunne sjálfsmark (6.), 0-2 Salomon Kalou (53.). NEWCASTLE UNITED - READING 3-0 1-0 Obafemi Martins (18.), 2-0 Michael Owen (43.), 3-0 Mark Viduka (58.). WIGAN ATHLETIC - BIRMINGHAM CITY 2-0 1-0 Ryan Taylor (15.), 2-0 Ryan Taylor (55.) STAÐAN: Man. United 32 24 4 4 68-15 76 Chelsea 33 22 8 3 58-23 74 Arsenal 33 20 11 2 63-27 71 Liverpool 33 17 12 4 57-25 63 Everton 32 17 6 9 48-27 57 Portsmouth 32 15 8 9 46-33 53 Aston Villa 33 14 10 9 56-44 52 Blackburn 33 13 12 8 43-39 51 Manchester 33 13 10 10 37-39 49 West Ham 32 12 8 12 35-39 44 Tottenham 33 10 10 13 62-56 40 Newcastle 33 10 8 15 40-58 38 Sunderland 33 10 6 17 32-50 36 Wigan Athletic 33 9 7 17 30-47 34 Middlesbrough 32 8 10 14 28-45 34 Reading 33 9 5 19 37-61 32 Birmingham 33 7 9 17 38-51 30 Bolton 33 6 8 19 30-52 26 Fulham 33 4 12 17 30-56 24 Derby County 32 1 8 23 16-67 11 Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester United sækir Middlesbrough heim klukkan 13.30 og klukkan 15 tekur Everton á móti botnliði Derby á Goodison Park. ÚRSLIT FÓTBOLTI Portsmouth, lið Her- manns Hreiðarssonar, spilar til úrslita í ensku bikarkeppninni í ár eftir sigur á WBA, 1-0, í undanúr- slitum á Wembley. Það var Nwank- wo Kanu sem skoraði eina mark leiksins. Andstæðingurinn í úrslit- unum verður 1. deildarlið en Barnsley og Cardiff mætast í síð- ari undanúrslitaleiknum í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1939 sem Portsmouth kemst í úrslit. „Þetta var alveg meiriháttar. Þessi dagur er búinn að vera alveg ótrúlegur. Maður er ekkert búinn að ná sér niður enn þá,“ sagði Her- mann við Fréttablaðið eftir leik í gær en hann sagði stemninguna hafa verið lyginni líkasta allan daginn. Bjórdósum hent í rútuna „Þegar við komum keyrandi að vellinum snemma voru þúsundir manna að taka á móti okkur. Annar helmingurinn var að fagna okkur og hinn helmingurinn kastaði bjór- dósum í rútuna. Þetta var æðis- legt,“ sagði Hermann léttur en hann segir ólíkt skemmtilegra að vera að keppa um titil en falla líkt og hann hefur lent í fjórum sinnum á ferlinum. „Bikarinn er svakalega skemmtileg keppni og við ætlum okkur alla leið. Ef við spilum eins og menn í úrslitunum þá verður það góður dagur,“ sagði Hermann sem meiddist í síðasta leik liðsins en gat samt spilað. „Meiðslin háðu mér ekkert í leiknum en ég er ekkert sérstakur núna eftir leikinn.“ Hermann og félagar segjast ekki vera búnir að segja sitt síðasta orð í deildinni en Hermann segir að þeir muni bíta frá sér í þeim leikjum sem eftir eru. „Við ætlum að taka inn eins mörg stig og mögulegt er og svo sjáum við hverju það skil- ar okkur. Það eru 18 stig í pottin- um og við ætlum að taka lungann af þeim stig- um,“ sagði Her- mann að lokum en hann bjóst ekki við mikl- um fagnaðarlátum um kvöldið enda leikur næsta þriðjudag. Harry Redknapp, stjóri Port- smouth, var svo æstur á leiknum að hann steingleymdi að veðja á hesta í stórri keppni sem fór fram í gær en það klikkar aldrei hjá stjóranum. Nígeríumaðurinn Kanu var eðlilega kátur með mark- ið og sigurinn. „Þetta var auðvelt færi sem ég gat ekki klúðrað,“ sagði Kanu en hann lék áður með WBA. „Þeir byrjuðu leikinn betur en við en Sol, Sylvain, Glen og Hermann voru frábærir í öftustu línu.“ henry@frettabladid.is Alveg ótrúlegur dagur Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth eru komnir í úrslit ensku bikar- keppninnar eftir sigur á WBA, 1-0, í undanúrslitaleik sem spilaður var á Wemb- ley. Hermann segir það hafa verið ótrúlega upplifun að spila á Wembley. MARKI FAGNAÐ Kanu fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum. NORDIC PHOT- OS/GETTY IMAGES Í BARÁTTUNNI Hermann Hreiðarsson átti fínan leik í gær og lætur hér einn leikmann WBA finna fyrir því á Wembley í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Önnur orrustan í sjö daga stríði Arsenal og Liverpool fór fram á Emirates-vellinum í London í gær. Líkt og í Meistaradeildinni í vikunni lyktaði leiknum með jafntefli, 1-1. Peter Crouch kom Liverpool yfir en Nicklas Bendtner jafnaði metin fyrir heimamenn og þar við sat. Arsenal varð þar með enn af dýrmætu stigunum og er að missa af lestinni í bar- áttunni um enska meistaratitilinn þar sem Man. Utd. og Chelsea fara mik- inn. Þrátt fyrir jafnteflið neitar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, að játa sig sigraðan í baráttunni um titilinn. „Stærðfræðin segir að bar- áttan sé ekki töpuð og þess vegna gefst ég ekkert upp. Margt veltur á úrslitum hinna lið- anna. Ég sagði að við þyrftum að minnsta kosti fimm sigra og jafntefli til þess að vinna titilinn. Annars er ég mjög pirrað- ur því við fengum svo sannarlega færin til þess að klára leikinn,“ sagði Wenger en hann gerði fimm breytingar á liðinu frá leiknum í Meistaradeildinni gegn Liverpool. Félögin mætast þriðja sinni á sjö dögum á þriðjudag- inn og í það skiptið á Anfield. Chelsea-vélin heldur sinni siglingu og Man. City var lagt í gær, 2-0. „Við erum búnir að vinna um 80 prósent leikja okkar síðustu þrjá mánuði. Það er meistaralegur árangur og við erum sífellt að bæta okkur. United stendur sig líka vel en ég geri ekki ráð fyrir að liðið vinni alla þá leiki sem það á eftir. Við munum halda áfram að gera það sem við gerum best og svo sjáum við hverju það skilar okkur,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea. - hbg Aftur jafntefli hjá Arsenal og Liverpool þegar liðin mættust í ensku deildinni: Arsenal er að missa af lestinni VONBRIGÐI Mathieu Flamini og félagar í Arsenal voru hnípnir eftir jafnteflið á heimavelli gegn Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Erla Dögg fer til Peking Það fjölgaði í íslenska ólympíuhópnum í gær þegar sund- konan Erla Dögg Haraldsdóttir tryggði sér þátt- tökurétt á Ólympíuleikunum í Peking næsta sumar. Hún synti þá 200 metra fjórsund á tímanum 2:18,74 mínútum. Tíminn er einnig Íslandsmet hjá Erlu Dögg. Erla náði einnig Ólympíulágmarki í 100 metra bringusundi en þeim árangri náði hún á föstudaginn. Erla Dögg er þriðja sundmaðurinn sem nær að tryggja sér þátttökurétt á Ólym- píuleikunum en áður höfðu Örn Arnarson og Ragnheiður Ragnarsdóttir tryggt sér farseðilinn til Peking.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.