Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 63
TILKYNNINGAR TILKYNNINGAR SUNNUDAGUR 6. apríl 2008 Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2008 Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðstaða Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efl a skilning og samstarf, m.a. á sviði menningarmála, milli þessara borga íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efl a tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Umsókn skal beint til: Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjórnar Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en föstudaginn 9. maí n.k. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Sérstök umsóknareyðublöð fást í upplýsingum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, s: (354) 411 4702. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní n.k. Reykjavík, 3. apríl 2008 Borgarstjórinn í Reykjavík Sendiráð - Húsnæði Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á leigu íbúð eða hús, helst nálægt miðbænum. Stærð 130 – 200 fm.. Leigutími frá 1. júlí, og í að minsta kosti 2 ár en með möguleika á framlengingu á leigutíma. Vinsamlegast hafi ð samband á skrifstofutíma við Önnu Einarsdóttur í síma 562-9100, #2286, eða 693-9234 eða netfang einarsdottirax@state.gov. Málþing um landsskipulag Í Salnum, Kópavogi fi mmtudaginn 10. apríl kl. 14.00 - 18.00 Í fyrirliggjandi frumvarpi til skipulagslaga er ákvæði um gerð landsskipulagsáætlunar þar sem mörkuð er stefna stjórnvalda í skipul- agsmálum sem varða almannahagsmuni. Til umfjöllunar á málþinginu verður hvað slík áætlun getur falið í sér auk þess sem kynnt verður staða landsskipulags í nágrannalönd- unum og Jim Mackinnon, skipulagsstjóri Sko- tlands, mun kynna nýja landsskipulagsáætlun fyrir Skotland. Dagskrá málþingsins 14:00 Ávarp Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfi sráðherra 14:10 National Planning Framework 2 - Jim MacKinnon, Scottish Government 15:00 Landsskipulag Ný sýn í skipuagsmálum - Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri í umhverfi sráðuneytinu 15:20 Kaffi 15:40 Landsskipulag Hvað breytist? Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 16:10 Landsskipulag lýðræði og sjálfbærni - Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulags fræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík 16:50 Pallborðsumræður 18:00 Málþingi lýkur Fundarstjóri: Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins Allir velkomnir Skipulagsstofnun. SELTJARNARNESBÆR VERÐKÖNNUN Seltjarnarnesbær hyggst kaupa sæti í áhorfendastúku og markatöflu á íþrótta- svæði bæjarins við Suðurströnd og óskar eftir upplýsingum um verð og gæði frá seljendum þessa búnaðar. Gögn verða afhent hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 8. apríl. Hægt er að óska eftir gögnum á rafrænu formi hjá bergny@vso.is. Bjóðendur skulu skila upplýsingum á sama stað eigi síðar en föstudaginn 18. apríl 2008, fyrir kl: 16:00. 1958 – 200850 ÁRA Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2008 Heilsuvernd á tímum loftslagsbreytinga Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er að venju haldinn 7. apríl ár hvert í aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Einkunnarorð dagsins í ár eru Heilsuvernd á tímum loftslags- breytinga (Protecting Health from Climate Change). Markmiðið er að beina athyglinni að áhrifum loftslagsbreytinga á heilsufar í heiminum og búa aðildarríkin betur undir að mæta þeim ógnun- um sem þær kunna að hafa í för með sér á komandi tímum. Á þessari öld er því spáð að meðalhiti á jörðinni geti hækkað um 1-3,5 °C vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Þessi hitabreyting er mun meiri en náttúrulegar breytingar sem orðið hafa á loftslagi síðustu þúsund árin. Þessar breytingar og ýmislegt annað í umhverfi nu munu áreiðanlega hafa áhrif á heilsufar fólks víða um heim. Spádómar varðandi Ísland gera ráð fyrir að áhrifi n á heilsufar þjóðarinnar verði með minna móti. Ýmislegt bendir þó til þess að heilbrigðis- kerfi ð verði að vera tilbúið að mæta aukningu ákveðinna heilsu- farsvandamála á komandi áratugum, svo sem frjókorna- ofnæmi og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Fundur mánudaginn 7. apríl í Norræna húsinu kl. 15:00 - 16:40 Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, stjórnsýslufræðingur. 15:00 - 15:10 Ávarp Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. 15:10 - 15:30 Áhrif hlýnunar andrúmsloftsins á heilsufar í heiminum. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir 15:30 - 15:50 Veðurfarsbreytingar og lýðheilsa á norðurslóðum. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar 15:50 - 16:10 “Loftsgæði og heilsa - niðurstöður úr Evrópukönnuninni” Þórarinn Gíslason, prófessor og yfi rlæknir 16:10 - 16:40 Umræður og fyrirspurnir. Auk fyrirlesara: Sigurður Guðmunds son, landlæknir, Kristín Erla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Mannfræðistofnunar HÍ, og Eyþór Hreinn Björnsson, sérfræðingur. 16:40 Dagskrárlok Spennandi tækifæri ! Veitingarekstur/aðstaða á Stjörnutorgi Kringlunnar til sölu. Upplýsingar veitir Kristinn í síma: 898-7924 TIL SÖLU Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.