Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 18
18 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Byrjum á smákynningu. Ef þið væruð stödd í Gettu betur og ættuð að þylja upp allt sem þið vitið hvort um annað, hvað myndi það vera? Sigmar: Flestir landsmenn fá vatn í munninn þegar þeir heyra nafnið hennar. Hún er matgæðingur mik- ill og hefur samið matreiðslubæk- ur og þýtt. Ein af bókunum hennar er einhvers konar biblía í eldhús- um. Hún hefur bloggað dálítið þar sem ég hef stundum rambað inn. Nanna hefur líka starfað sem blaðamaður. Meira veit ég ekki. Nanna: Ég veit nú ekkert voðalega mikið um Sigmar. Ég myndi örugg- lega vita meira ef ég væri ekki hætt að fá Séð og heyrt á skrif- borðið mitt. Ég veit að hann var útvarpsmaður á X-inu en hef ann- ars bara séð hann í sjónvarpinu. Meira er það ekki. Jú – áttu kött? Sigmar: Ég átti kött. Nanna: Sko, vissi það. Flottir fótboltastrákar Nefnið þá þrjá hluti hvort um annað sem þið vitið ekki hvort eru sannir eður ei en gætuð engu að síður trúað að væru það. Sigmar: Nanna þú verður að byrja núna. Nanna: Ég hugsa að þú hafir ansi gaman af að horfa á fótbolta en sért ekki mjög góður þegar þú spilar hann sjálfur. Sigmar: Rétt. Nanna: Ég held að þú sért litaglað- ari en þú sýnir núna. Sigmar: Ekkert endilega að vísu, en jæja, ókei. Nanna: Svo er sófinn líklega uppá- haldshúsgagnið þitt. Sigmar: Neee … Nanna: Í stofunni sko. Sigmar: Já, ókei. Ég skal gefa þér rétt fyrir stofuna. Þá er komið að mér. Ertu vinstrisinnuð í skoðun- um? Nanna: Já. Sigmar: Ég held líka að þú hafir gaman af fótbolta en gefir þig út fyrir að hafa það ekki. Nanna: Ég hef gaman af flottum fótboltastrákum. Sigmar: Jæja, það er að hluta til rétt. Svo get ég ímyndað mér að þú sért miðbæjarmanneskja. Nanna: Rétt. Hef búið í 101 í þrjá- tíu ár. Páll Óskar og Stefán Pálsson Beint í mótmælin. Trukkabílstjór- ar hafa tafið óbreytta og alþingis- menn undanfarna daga í umferð- inni. Ef þið ættuð að mótmæla einhverju á þann hátt að það hefði áhrif á daglegt líf í landinu, hvað mynduð þið gera? Hvaða Íslend- ing mynduð þið kjósa til að leiða mótmælin þannig að þau myndu lukkast vel? Og hvað er helst í huga ykkar núna sem er mót- mælavert? Nanna: Ég held að ég myndi mót- mæla rafrænt. Þá gæti ég bara setið í mínum sófa og þyrfti ekki að hreyfa mig. Senda tölvupóst eða eitthvað. Sigmar: Gallinn er sá að mér finnst þessi friðsömu mótmæli ekki skila nógu miklu. En svo er ég heldur ekki hrifinn af mótmæl- um sem skerða rétt þeirra sem ekki eru þátttakendur en svo eru það samt mótmælin sem vekja menn til umhugsunar svo þetta er pínu erfitt. Þannig að þótt maður hafi samúð með vörubílstjórum þá finnst manni þeir ganga of langt. Nanna: En Íslendingur til að leiða mótmælin segirðu. Ætli Valli Sport væri ekki fínn í það. Hann náði svo góðum árangri með Merzedes Club. Sigmar: Ég myndi örugglega ráð- færa mig við Stefán Pálsson og svo poppa þetta upp með því að fá Pál Óskar með honum. Það þarf að vera gleði í mótmælum – að minnsta kosti í mótmælum sem eru ekki þeim mun alvarlegri. Gay Pride-gangan byrjaði nú sem mót- mæli. Ef ég ætti svo að velja eitt- hvað eitt til að mótmæla núna væru það húsnæðislán bankanna. Maður horfir nánast í heimabank- anum á lánið sitt hækka frá mín- útu til mínútu. Nanna: Ég tek undir þetta. Ég vil líka mótmæla þessu. Gengið hefði mátt vera aprílgabb Aprílgöbb vikunnar voru mörg og af margvíslegum toga. Hvaða gabb fannst ykkur best heppnað í ár og hvaða aprílgabb fyrr og síðar er eftirminnilegast? Hvaða tíðindi vikunnar hefðuð þið jafn- vel haldið eða vonað að væru apr- ílgabb? Nanna: Ég man nú varla eftir neinu aprílgabbi. Eða jú, jú, var það ekki niðurhal á bíómyndum og einhver með ódýrt bensín – eða var það kannski ekki aprílgabb? Sigmar: Jú, það var gabb. En apr- ílgöbbin í ár fannst mér óvenju- slöpp. Þessi göbb þar sem fólk er látið hlaupa út í búð eftir ódýru kjöti eða ódýru bensíni finnst mér ekkert sérstaklega frumleg. Ég hafði gaman af gabbi Femínistafé- lagsins þar sem þær sögðust ætla að fara berbrjósta í sund. Nanna: Svo var líka svo margt búið að gerast skrítið að maður vissi ekki hvað var gabb eða alvara. Sigmar: Best heppnaða aprílgabb fyrr og síðar finnst mér þegar til- kynnt var að McDonalds hefði kært Kópavogsbæ þar sem Kópa- vogskirkja þótti of lík McDonalds- lógóinu. Það var eitursnjallt. Nanna: Það aprílgabb sem ég man best eftir, enda orðin svo gömul, er þegar Mogginn sagði frá því að gervitennur væru settar upp í hesta. Það var mjög vel undirbúið. En af tíðindum vikunnar sem ég hefði vonað að væru gabb má nefna visa-reikninginn minn. Svo hefði ég gjarnan viljað að þessi rússibanaferð krónunnar væri aprílgabb. Sigmar: Ég hélt, þegar ég frétti af för Ingibjargar og Geirs með einkaþotunni, að það væri apríl- gabb. Geir H. Haarde var svo í viðtali hjá mér þarna um kvöldið og ég talaði því við aðstoðarkonu hans fyrr um daginn og hún sann- færði mig um að þetta væri ekki gabb. Svo spurði ég Geir út í ferð- ina í viðtalinu og hann svaraði þannig að þetta gat ekki verið gabb. Ég fór svo að efast um í enn eitt skiptið um kvöldið að þetta væri alvara þegar ég las inni á ein- hverri bloggsíðu að Geir hefði í þættinum verið þátttakandi í ein- hverju leikriti. Vissulega dettur manni fyrst í hug aprílgabb þegar ráðamenn þjóðarinnar ferðast í fyrsta sinn í einkaþotu. Dr. Gunna sem sparnaðarráðherra Það er ekki hjá því komist að bera upp eina kreppuspurningu í anda ársins 2008. Ef þið yrðuð að taka upp breyttan lífsstíl og neita ykkur um þrennt, hluti eða munað, til að vera með í aðhaldinu, hvað mynduð þið gera? Ef búa ætti til ráðuneyti sparnaðarráðherra, hvaða Íslending mynduð þið helst vilja fá í hlutverkið og hvern mynduð þið svo láta sjá um að spreða á góðæristímum? Og hver er ákjósanleg „kreppuafþreying“ á þessum síðustu og verstu? Nanna: Ég myndi láta frysta Amazon-reikninginn þar sem ég kaupi mér matreiðslubækur. Sigmar: Ég myndi fá mér ódýrari bíl sem eyðir minna, ég gæti losað um pening þar. Ég hugsa ég myndi spara heilmikið ef ég segði upp fótboltarásunum og færi frekar á pöbbinn að horfa yfir kaffibolla. Og ef ég hætti að kaupa allt nam- mið sem ég ét um helgar myndi ég stórspara. En þá þyrfti ég líka að fara í langa meðferð áður því nam- miátið er fíkn. Nanna: Ég auðvitað á ekki bíl og hef aldrei átt. Sigmar: Þú ert þá búin að taka út mesta sparnaðarráðið. Nanna: Mér finnst ég nú annars lifa frekar spart. Ég gæti kannski hætt við fjölvarpið og þess vegna alveg við sjónvarpið. En ég gæti ekki komist af án internetsins og myndi aldrei skera niður í því að kaupa góðan mat. Ég gæti kannski keypt ódýrari vín. Sigmar: Ég myndi svo ráða Dr. Gunna sem sparnaðarráðherra. Hann er ótrúlega naskur í því að benda fólki á verðlagið og það var æðislegt þegar hann benti okkur á það að einn sveppur kostar úti í búð heilar 40 krónur. Sem er auð- vitað bara sturlun. Nanna: Mér finnst það mjög góð hugmynd reyndar. En það vantar varla sérstakan ráðherra í að spreða? Eru ekki allir góðir þar? Sigmar: Ég myndi ráða Hannes Smárason í að spreða. Ég er svolít- ið impóneraður yfir því hvað hann er duglegur á því sviði. Kannski myndi ég líka fá Alfreð Þorsteins- son með honum í verkið. Þeir gætu orðið góðir saman. Kærastan mín, Þóra Tómasdóttir, væri góð í hlut- verkinu líka, þótt hún sé að vísu líka sterk í aðhaldinu þegar þarf. Nanna: Ákjósanleg kreppuafþrey- ing er svo að mínu mati, og hefur alltaf verið hjá mér, bóklestur. Sigmar: Já, góð hugmynd. Það er kominn tími fyrir mig og fleiri að lesa loksins allar bækurnar sem eru ólesnar uppi í bókaskáp. Öll heimili eiga nóg af ólesnum bókum og það er engin afþreying betri og ódýrari. Og góðir göngutúrar. Sigmar má hringja í mig Ef þið ættuð að skipta um hlut- verk og þú Nanna yrðir allt í einu stödd í setti Kastljóssins og þú Sigmar með óskrifaða matreiðslu- bók í höndunum, hvaða fólk mynd- ir þú fá í Kastljósið, Nanna, og hvað mynduð þið tala um? Og hvað myndir þú elda upp úr mat- reiðslubókinni, Sigmar? Sigmar: Sko. Það er góð og gild ástæða fyrir því að ég gef ekki út matreiðslubækur. Það eina sem ég er ágætlega flinkur í að elda eru einfaldir pastaréttir sem útheimta bara það hráefni sem ég á til. Ég kann reyndar að gera óheyrilega gott túnfiskssalat þannig að ætli þetta yrði ekki Túnfiskssalatsbók Sigmars. Það yrði þá einn réttur í henni. Nanna: Í Kastljóssþátt myndi ég sennilega fá hjónin Ásu Aradóttur og Ólaf Arnalds til að tala um land- eyðingu og landgræðslu og síðan myndi ég fá Ólaf Dýrmundsson til að tala um lífræna landbúnaðar- framleiðslu. Ég myndi vilja sjá meira af þannig efni í Kastljós- inu. Sigmar: Fínasta ábending. Að lokum. Ef þið mættuð bæta inn einni spurningu í viðtalið handa hvort öðru, hver yrði spurn- ingin og hvert yrði svarið? Nanna: Hefurðu einhvern tímann verið alveg kominn að því að gef- ast upp á einhverjum viðmælanda eða verið svo pirraður að þú hefur átt bágt með þig? Sigmar: Já, já, já. Það hefur alveg gerst. Maður þarf oft að sýna annað fas en er innra með manni. En þótt þú myndir reyna með töngum myndi ég ekki segja þér nöfnin. En maður verður bara að sýna stillingu. Ég spyr þig þá Nanna, viltu kenna mér að elda? Nanna: Já, ég er alveg til í það. Og myndi þá byrja á fiski. Til dæmis ferskum steinbít, þú getur grillað hann í ofni með smá engifer og kryddi. Þarft ekki einu sinni að snúa honum. Sigmar getur byrjað á þessu í kvöld og já, hann má hringja í mig. Á RÖKSTÓLUM Ég veit nú ekkert voðalega mikið um Sigmar. Ég myndi örugglega vita meira ef ég væri ekki hætt að fá Séð og heyrt á skrifborðið mitt. Minna sælgæti og ódýrara vín Nanna Rögnvaldardóttir hljóp ekki fyrsta apríl í ár en var hins vegar að vonast til þess að visa-reikningurinn sinn væri apr- ílgabb. Sigmar Guðmundsson hélt fram eftir degi að einkaflug Geirs og Ingibjargar væri spaug. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi um mótmæli, efnilega spreðara og sveppi við rökstólapar vikunnar. TIL Í AÐ KENNA SIGMARI MEIRA Sigmar Guðmundsson kann að elda um það bil einn rétt í eldhúsinu - túnfiskssalat. Nanna væri til í að kenna honum frekari listir í eldhúsinu og hann má hringja í hana þegar hann byrjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI …Sigmar og Nanna eru fædd í sama stjörnumerki: Hrútnum. …á milli þeirra eru tólf ár. … þau höfðu aldrei hist áður og voru því á sínu fyrsta deiti í viðtalinu. …ef Sigmar ætti að kjósa einhvern eldri borgara til forseta myndi hann fá „ömmu Röggu“ í emb- ættið. Hann treystir henni til að skandalísera ekki í embættinu. ….ef Nanna nær háum aldri ætlar hún að sitja á bekk á grísku torgi og nöldra – á íslensku. …Sigmar segist hafa nöldrað nóg um ævina og vonast til að hann verði hættur að nöldra á gamals aldri. ➜ VISSIR ÞÚ AÐ ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.