Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 96
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Í dag er sunnudagurinn 6. apríl, 97. dagur ársins. 6.27 13.30 20.35 6.07 13.15 20.25 F í t o n / S Í A með ánægju Ertu útivinnandi? Ferðu oft til útlanda í vinnunni? Iceland Express býður tíðar flugferðir til London og Kaupmannahafnar á hagkvæmu verði. Leggðu grunninn að vel heppnaðri viðskiptaferð og bókaðu flug á www.icelandexpress.is London 11 sinnum í viku Køben 10 sinnum í viku BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Eyjan birti frétt fyrir nokkru um hlut foreldra í sænskum bók- menntum. Mömmur í sænskum bók- menntum eru hálfvonlausar, sjálf- hverfar og taugaveiklaðar, eða látnar. Ekkert var sagt um stöðu pabbanna, en í sjálfu sér segir það heilmikið. ÉG er alin upp við sænskar bók- menntir þar sem foreldrar mínir voru báðir í háskólanámi í Svíþjóð. Astrid Lindgren er amma allra barna þar í landi og það er til marks um það hvað bækur hennar eru góðar að aðdáendur Ronju og Línu, bræðranna Ljónshjarta og Emils, njóta þess að kynnast persónunum aftur sem foreldrar. Dætur mínar eru jafnhrifnar og ég var á sínum tíma og heimiliskettirnir bera nöfn- in Ronja og Lína. STÓRVINKONA fjölskyldunnar, hún Lína langsokkur, á enga mömmu og pabbinn er sjóræningi. Vinirnir Anna og Tommi eiga hins vegar for- eldra sem nú birtast sem óhemju- leiðinlegir og stífir Svíar, fólk sem fer á taugum við tilhugsunina um að annað fólk fari á svig við hefðir. ANNAR vinsæll höfundur Svía er Gunilla Bergström sem skrifar bæk- urnar um Alfons Åberg, sem á íslensku heitir Einar Áskell. Dreng- urinn býr einn með pabba sínum en engin er mamman og fjarvera henn- ar er ekki útskýrð sérstaklega. Pabb- inn virðist vænsti karl en er á köfl- um latur, reykir pípu við öll tækifæri. Gunilla sýnir börnum þá virðingu að kynna þau fyrir fólki í stað þess að boða bara fyrirmyndir. ÞEGAR ég var lítil fannst mér tölu- vert flottara að eiga sjóræningja fyrir pabba en guðfræðing, eins og pabbi minn er. Smekkurinn er annar í dag. Hvorki guðfræðingar né sjó- ræningjar komust hins vegar nálægt þeim Bing og Benny, eldri frændum Einars Áskels. Bing og Benny eru byrjaðir í skóla, eru fluglæsir og kunna í ofanálag á klukku. Stundum vilja frændurnir ekki leika við Einar Áskel af því að hann þykir óttalegt smábarn. Frændurnir þóttu miklir töffarar enda nánast hoknir af reynslu í samanburði við Einar Áskel. Ég hugsa að skólastrákarnir hafi jafnvel verið fyrsta ástin mín. Kannski að klukku-skotið hafi líka verið til marks um menntasnobb á upphafsstigum. SÖGUSTUNDIRNAR á kvöldin eru foreldrum ekki alltaf til skemmt- unar og barnabókmenntir uppfullar pólitískri rétthugsun geta verið mátulega spennandi. Þess vegna eru þær svo dýrmætar bækurnar sem færa börnum sniðugar, fallegar og fyndnar sögur sem höfða einnig til foreldranna, þó með öðrum hætti sé. Ný kynni af fyrstu ástinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.