Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 82
22 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hann sýnir mér bara ástúð á matartímum Hjónabands- ráðgjafi Er einhvern boðskap að finna í tónlistinni þinni, Monique? Eitthvað sem þú vilt segja? Eh... Sko... Eeeeh... Nei! Eiginlega ekki! HAH! Glatað! En ekki AC/DC? Halló! AC/DC sungu um kynlíf, partí og fyllerí! Í gegnum tónlistina sína láta þeir í ljós löngun til að lifa jafn ábyrgðarlausu lífi og hugsast getur! Já! Það er reyndar satt! Pabbi þinn og ég ætlum loksins að horfa á The Matrix, Palli. Er þetta í fyrsta skipti sem þið sjáið hana? Já, kannski getur þú útskýrt erf- iðu kaflana fyrir okkur. N-n-n-n-e-e-e-i-i... Ég ætla bara að halla mér aftur á bak og fylgj- ast með ruglingnum. Þú vilt sem sagt frekar gagnrýna en hjálpa. Ég er bestur í því. Ohh h... Hmm... Ég veit það ekki. Er það ljótt orð? Mér finnst það gott. Af hverju notar Lóa pappírs- bleiur? Það eru tvær ástæður Þægindi og... ö... ...þægindi og.... Þægindi og hvað? Þægindi og annað gott orð yfir þægindi. Áhugavert starf á atvinnusíðu. 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Á Íslandi er ekki mikil hefð fyrir mótmælum. Jú, við höfum vissu- lega Gúttóslaginn og örfá önnur dæmi, en yfirleitt erum við frekar slöpp í mótmælum. Það hefur sýnt sig margoft undanfarin ár. Mótmælendur eru málaðir eins og einhverjir asnar, en ekki bara fólk sem er að tjá skoðun sína og láta í ljósi óánægju – sem það hefur þó fullan rétt á að gera. Bæði þegar álverum og borgarstjórum var mótmælt var umræðan að mestu leyti neikvæð. Það hefur lengi farið í taugarnar á mér hversu lítið Íslendingar láta sig varða hin ýmsu mál og hversu mikið við látum yfir okkur ganga. Hér fá alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn til dæmis að halda áfram störfum nánast sama hvað þeir gera af sér. Þess vegna fagna ég yfirleitt alvörumótmælum þótt ég sé ekki endilega sammála því sem verið er að mótmæla. Það er bara jákvætt að fólk láti í sér heyra. Nú eru hins vegar sprottin fram mótmæli sem ég get ekki skilið. Það eru mótmæli jeppaeigenda gegn háu bensínverði. Fyrstir voru atvinnubílstjórarnir, og ég get alveg skilið þá upp að vissu marki – þeir eru jú líka að mótmæla fleiru en bensínverðinu. En sama hvað ég reyni, þá get ég ekki haft mikla samúð með jeppaeigendum. Að minnsta kosti ekki þeim sem keyra þessi ferlíki sín eingöngu í þétt- býli. Mér finnst líka eitthvað svo dap- ur legt að loksins þegar almennileg mótmæli fara fram á Íslandi skuli það ekki vera út af matvælaverði eða einhverju slíku. Svo get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvers vegna engin hávær mótmæli urðu þegar olíufélögin voru í raun og veru að gera eitthvað af sér. Fólki dettur líka ekki í hug að minnka bara bílanotkunina, sem væri hag- kvæmt og umhverfisvænt. Ó, nei, í stað þess er bensínverðinu bara mótmælt. Bensínverðið kemur jú illa niður á öllum bílaeigendum en mér finnst við samt vera ansi langt leidd ef þetta er það fyrsta sem okkur dettur í hug að mótmæla. STUÐ MILLI STRÍÐA Mótmæli Íslendinga ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR VILL MÓTMÆLA ÖÐRU EN BENSÍNVERÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.