Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 8
8 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR KÚBA, AP Undanfarna viku hefur ríkisstjórn Raúls Castro á Kúbu afnumið nokkrar hötuðustu höml- urnar sem skortkerfi valdhafanna hefur gert íbúum landsins að una við. Þannig hefur banni við verslun með rafmagnstæki, örbylgjuofna og tölvur verið aflétt, óbreyttum borgurum er boðinn frjáls aðgang- ur að ferðamannadvalarstöðum sem hingað til hafa verið aðeins opnir útvöldum og því hefur jafn- vel verið lýst yfir að Kúbverjar geti nú eignast sinn eigin farsíma, löglega. Frekari tilslakanir kunna að vera í undirbúningi. Nú gengur sá orðrómur fjöllunum hærra að það kunni að verða slakað á ferðafrels- istakmörkunum, og yfirvöld hygg- ist jafnvel umbera einkarekstur í smáum stíl. Vonir um að breyting- ar verði gerðar á hinu tvöfalda gjaldmiðilskerfi landsins, sem hefur gert venjulegu launafólki ógerlegt að nálgast innfluttar vörur, hefur orsakað mikið geng- isfall kúbverska pesóins. „Við ætlum að fara og kaupa meira og meira,“ hefur AP eftir eftirlaunaþeganum Roberto Avila. „Það er framtíðin á Kúbu, og það er björt framtíð.“ Þó er Kúba langt frá því að vera gósenland til verslunar. Nærri allir eru í starfi hjá ríkinu og fá að jafnaði sem svarar tæplega 1.500 íslenskum krónum í mánaðarlaun. Margir hafa hins vegar hliðartekj- ur í Bandaríkjadölum með auka- vinnu tengdri ferðaþjónustu eða frá ættingjum erlendis. Það tæki meðallaunamann á Kúbu fimm mánuði að spara sér fyrir ódýrum geislaspilara. Með afnámi hafta sem Kúbverj- ar hafa ímugust á kann að vera að Raúl Castro takist að slá á kröfur um róttækari efnahagslegar og pólitískar umbætur. Hins vegar kunna hinar litlu breytingar sem stjórnin fær sig þó til að hrinda í framkvæmd að verða til þess að vekja lyst almennings í landinu á breytingum sem gengju lengra. „Þessar ráðstafanir til að heim- ila Kúbverjum að kaupa DVD- diska og annað dót eru bara til þess að hafa ofan af fyrir fólkinu,“ segir Maite Moll, 45 ára gamall verkfræðingur. „Þetta skiptir í raun litlu þar sem það leysir engan vanda.“ audunn@frettabladid.is Kúbverskt glasnost Kúbustjórn Raúls Castro hefur með nýjum tilskip- unum gert tilslakanir sem ætlað er að gera kúb- verskum almenningi daglegt líf bærilegra. Tilgang- urinn er þó að tryggja kommúnistum völdin áfram. RAÚL CASTRO Ríkisstjórn hans hefur afnumið ýmsar hömlur í landinu, svo sem bann við verslun með rafmagnstæki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RAFTÆKJAKAUP LEYFÐ Kúbverskum almenningi leyfist nú loks að kaupa raftæki. Skiptar skoðanir eru á því hve miklu máli tilslakanirnar skipta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Utanríkisráðherra Finn- lands, Ilkka Kanerva, hefur sagt af sér og situr nú sem óbreyttur þing- maður á finnska þinginu. Kanerva var neyddur til að segja af sér eftir að finnska tímaritið Hymy birti 24 af 200 smáskilaboðum sem Kan- erva sendi nektardansmeynni Johönnu Tukiainen úr ráðherrasíma sínum í byrjun ársins, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Kanerva og Tukiainen hittust í flugvél á leið til Lapplands í árs- byrjun og áttu saman kvöldstund. Skömmu síðar fór Kanerva að senda Tukiainen tvíræð SMS-skilaboð sem nú hafa verið birt. Textaskilaboð á borð við „Heldur þú garðinum þínum í lagi?“ og „Hvernig ætli það sé að koma við þig með fingrunum í næturklúbbnum?“ hafa verið birt úti um allt á Norðurlöndum. Í byrjun mars hófst umfjöllun um símaskilaboðin í finnskum fjöl- miðlum. Kanerva baðst opinberlega afsökunar og hélt áfram í starfi utanríkisráðherra en eftir að SMS- in voru birt 1. apríl í Hymy tók Jyrki Katainen, formaður Hægri- flokksins og fjármálaráðherra, ákvörðun um að Kanerva yrði að víkja. Stjórnmálaskýrendur segja að að baki þessari ákvörðun liggi fyrri axarsköft Kanervas en fyrir þremur árum sögðu nokkrar fyrir- sætur frá því að þær hefðu fengið kynferðisleg skilaboð frá Kanerva sem bauð þeim í staðinn vinnu við heimsmeistarakeppnina í frjálsum íþróttum. Alexander Stubb, þingmaður á Evrópuþinginu, hefur tekið við embætti sem utanríkisráðherra Finnlands. - ghs Utanríkisráðherra Finnlands, Ilkka Kanerva, neyddur til að segja af sér: Tvíræð skilaboð urðu ráðherra að falli SENDI 200 SMS Tvíræð SMS urðu Ilkka Kanerva utanríkisráðherra að falli en hann sendi samtals 200 SMS-skilaboð úr embættissíma sínum til nektardans- meyjarinnar Johönnu Tukiainen. VINNUMARKAÐUR Félagar í Banda- lagi háskólamanna (BHM) vinna lengri vinnuviku fyrir minni laun en félagsmenn Verslunarmanna- félags Reykjavíkur (VR) og Sam- taka starfsmanna fjármálafyrir- tækja (SSF). Þetta kemur í ljós þegar gerður er samanburður á nýrri kjarakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir BHM og sambærilegum kjarakönnunum fyrir VR og SSF. Heildarlaun háskólamenntaðra innan VR eru tíu prósentum hærri og heildarlaun háskóla- menntaðra innan SSF heilum 22 prósentum hærri en heildarlaun félagsmanna BHM. Einnig kemur fram að vinnuvikan er töluvert lengri hjá félagsmönnum BHM, eða 46,1 klukkustund á móti 43,8 stundum hjá SSF og 45 stundum hjá VR. Könnunin sýnir að félagsmenn BHM telja að laun þeirra þyrftu að hækka um 26-28 prósent til að geta talist sanngjörn. Þeir telja sanngjörn heildarlaun fyrir 70- 100 prósent starf vera 518.936 krónur á meðan háskólamenntað- ir innan VR telja sanngjörn laun vera 510.870 krónur. Munur á meðallaunum karla og kvenna innan BHM er 13,3 pró- sent, en þar af er kynbundinn launamunur 5,7 prósent, töluvert minni en hjá SSF eða 12,9 pró- sent, og VR eða 11,6 prósent. - kg Félagar í BHM telja 500 þúsund sanngjörn laun: Vinna meira fyrir minna kaup EVRÓPUMÁL Á aðalfundi Evrópu- samtakanna, sem haldinn var á fimmtudag í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu, var ánægju lýst með þá hreyfingu sem er á Evrópuumræðunni um þessar mundir. Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkisnefndar Alþingis, flutti framsöguávarp. Eiður Snorri Bjarnason, fimm ára sonarsonur Þorvalds Gylfa- sonar prófessors, tók fyrir hönd afa síns við viðurkenningunni „Evrópumaður ársins 2006“. Við þetta tækifæri var boðað að viðurkenning fyrir „Evrópumann ársins 2007“ verði afhent á Evrópudaginn 9. maí. Andrés Pétursson var endur- kjörinn formaður samtakanna. Meðal gesta á hátíðinni var Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra. - aa Aðalfundur Evrópusamtakanna: Fagna efldri Evrópuumræðu TILKYNNTI AFSÖGN- INA Jyrki Katainen, for- maður Hægriflokksins, tilkynnti að Kanerva hefði sagt af sér og að Alexander Stubb tæki við sem utanríkisráð- herra. NORDICPHOTOS/AFP 1 Málverk eftir hvaða íslenska listamann var boðið upp í París í gær? 2 Hverjir eru Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik? 3 Hver leikstýrir leikritinu Sá ljóti í Þjóðleikhúsinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.