Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 22
4 sport Það var fimmtán stiga gaddur sem tók á móti þeim félög-um þegar þeir stigu út úr flugvélinni í febrúar síðastliðn- um. „Ég var nokkuð lengi að venj- ast þessum kulda,“ segir Bernal sem jafnan er kallaður Biro. „Fyrstu tvær vikurnar átti ég í verulegum vandræðum með þetta en nú kippi ég mér ekkert upp við það þó að kuldi bíti kinn.“ Ismael hafði hins vegar fengið nokkra aðlögun áður en hann komst í þessar aðstæður. „Ég hef verið í Sviss og þar er líka afar kalt svo ég tók þessu með stóískri ró,“ segir hann. Þeir segjast báðir vera á góðri leið með að aðlagast landi og þjóð þótt tungumálið reynist þeim erfiður ljár í þúfu. „Þetta er nú meira tungumálið,“ segir Isma- el og brosir við. En þeir þurfa einnig að aðlagast íslenskri knatt- spyrnu sem er ekki á alla lund eins og þeir eiga að venjast í Bras- ilíu. „Hér er þjarmað meira að mönnum,“ segir Biro. „Það reynir mun meira á líkamlegan styrk hér. Í Brasilíu hafa menn meira svigrúm með boltann.“ Ismael hefur fengið sína aðlögun einnig hvað þetta varðar. „Það er ekkert mál að aðlagast knattspyrnunni hér. Í Portúgal, þar sem ég hef leikið, eru menn heldur ekki tekn- ir neinum vettl ingatökum svo þetta eru engin viðbrigði fyrir mig.“ En hvernig stendur á því að þeir félagar sem eru fæddir í Mekka fótboltans ákváðu að koma hingað að sparka tuðru í norðangarran- um? „Tilboðið frá Þrótti var betra en annarra liða svo ég bara ákvað að kýla á það,“ segir Biro og Isma- el segir það sama hafa verið uppi á teningnum hjá honum. Biro sleit takkaskónum hjá Santos FC í São Paulo en eins og flestir vita gerði Pelé garðinn frægan með sama liði. En liðið var líka stjörnum prýtt þegar Biro lék með því frá unga aldri til ársins 1999. „Ég lék þarna með Robinho en við vorum einnig saman í skóla í tvö ár og vorum því ágætis kunn- ingjar,“ segir hann. „Þótt hann sé stórstirni er þetta ósköp venjuleg- ur maður; hress og skemmtilegur. Ég hef reyndar haft lítið af honum að segja í seinni tíð en við höfum ekkert verið í sambandi frá því hann fór til Real Madrid.“ Í spænska konungsliðinu atarna leikur svo einn fyrrverandi sam- herji Ismaels en það er varnar- maðurinn Pepe sem nú hefur tekið sér portúgalskt ríkisfang en var landi Ismaels þegar þeir léku saman með Marítimo í Portúgal. Ismael var einnig samherji Rafa- els Sobis í liðinu Internacional Í Brasilíu. Sóknarmaðurinn sá leik- ur nú með Real Betis á Spáni og hefur hann nokkrum sinnum klæðst landsliðsbúningi Brasilíu. En þeir Ismael og Biro hafa sótt að sama marki áður en þeir klædd- ust Þróttaratreyjunni því þeir voru samherjar hjá brasilíska lið- inu Londrina á árunum 2004 til 2006. KYNÞÁTTAFORDÓMAR AF VERSTU SORT Skömmu eftir komuna til Íslands gerðu tvímenningarnir sér glaðan dag á veitingastaðnum Vegamót- um ásamt samherjum sínum í Þrótti. „Við skemmtum okkur hið besta en urðum þó óþægilega varir við það að dyravörður fylgd- ist grannt með okkur og vissum við ekki hverju það sætti,“ segir Ismael. Þeir félagar ákváðu síðar að bregða undir sig betri fætinum ÞRÓTTARAR Í ÞRENGINGUM OG GLEÐI Ýmislegt hefur gengið á hjá Brasilíumönnunum Ismael da Silva Fransisco og Carlos Alexandre Bernal síðan þeir gengu til liðs við Þrótt. Þeir voru meðal annars leiddir í handjárnum á lögreglustöð ranglega sakaðir um að hafa sett lyf í vínglös kvenna á skemmtistað í miðbænum. Eftir það var þeim skapi næst að halda heim en þeim snerist hugur og munu spila hér á landi í sumar. EFTIR JÓN SIGURÐ EYJÓLFSSON „Mér líst mjög vel á þessa stráka og ég held að þeir eigi bara eftir að vera skarpari með tímanum. Þeir eru með fína knattspyrnu- getu en komu náttúrulega bara beint á klakann og voru voru þannig séð mállausir í þokkabót þar sem þeir töluðu bara portú- gölsku en eru nú búnir að vera í bæði íslensku- og enskukennslu. Þeir eru því að aðlagast vel og eru kátir og sprækir en það verður auðveldara fyrir þá þegar tungumálaörðugleikarnir verða úr sögunni,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. „Carlos Alexandre Bernal eða Biro er lágvaxinn og leikinn leikmaður sem getur spilað í flestum stöðum á vellinum. Við höfum verið að nota hann í bakverðin- um þar sem hann virðist njóta sína mjög vel og tekur að sið brasilískra leikmanna virkan þátt í sóknarleikn- um. Ismael da Silva Francisco spilar sem framherji og er tæplega 190 sm á hæð og 85 kíló þannig að það eru fáir líkamlega sterkari en hann í Landsbankadeildinni. Þeir eiga örugglega eftir að krydda leik okkar,“ sagði Gunnar að lokum. KRYDDA UPP Á LEIK OKKAR á Vegamótum en þá kárnaði gam- anið. „Það var mikil biðröð fyrir utan,“ rifjar Biro upp. „Þar renn- ur svo dyravörður að okkur og spyr um vegabréf og þegar inn var komið fundum við að fylgst var grannt með okkur. Síðan erum við sakaðir um að vera að setja einhverja ólyfjan í glös hjá stúlk- unum en það var alveg úr lausu lofti gripið. Það fer þó svo að lög- reglan er kölluð á svæðið og við erum leiddir á lögreglustöð í handjárnum þar sem við fengum að dúsa í fangaklefa eins og glæpamenn í tvær klukkustund- ir.“ Eins og alþjóð veit hefur það komið fyrir í Reykjavík að menn hafa sett ólyfjan í glös hjá konum með það fyrir augum að nauðga þeim þegar ástand stúlknanna leyfir engar varnir. Málið var því litið grafalvarlegum augum. Fjall- að var um málið í fjölmiðlum en síðar fékkst staðfest að ekkert var til í þessum ásökunum. Nú verður Ismael mikið niðri fyrir. „Við höfðum ekkert af okkur gert annað en að vera af öðrum kynþætti og þjóðerni en dyraverð- irnir sem var ekki hlýtt til okkar af þeim sökum. Þetta eru kyn- þáttafordómar af verstu sort.“ KOM FYRIR FÓTBOLTANN, EKKI STELPURNAR Það blés því ekki byrlega hjá þeim félögum sem flust höfðu frá Bras- ilíu og Portúgal til fjarlægrar eyju í Norður-Atlantshafi þar sem þeir fengu svo að dúsa handjárn- aðir í fangaklefa. „Það fyrsta sem kom upp í hugann var að pakka saman og halda rakleiðis heim,“ segir Ismael. „En þegar mesta bræðin rann af mér hugsaði ég til þess að héðan fæ ég tekjurnar og það eru fleiri en ég sem treysta á þær því ég sendi fjölskyldu minni í Brasilíu hluta af þeim.“ En þó að veröldin virtist hrunin eitt augnablik lögðu þeir tvímenn- ingar ekki árar í bát og una þeir nú hag sínum nú hið besta. „Ég lifi hér þægilegu og góðu lífi, hef fengið bíl og allt,“ segir hann og hringlar lyklakippunni með bíl- lyklinum. En þótt samskipti þeirra við kvenþjóðina hér á landi séu ekki með þeim hætti sem þeir voru sakaðir um á Vegamótum hljóta þau að vera einhver, eða hvað? „Íslenskar konur eru fallegar en ég er hingað kominn til að spila fótbolta svo ég er ekki að gleyma mér yfir þeim,“ segir Biro. Isma- el á hins vegar kærustu í Brasilíu sem reyndar var á landinu þegar viðtalið fór fram svo það mál þurfti ekki að ræða frekar. Þeir segjast einnig vanir mikl- um aga hvað skemmtanalíf varð- ar. „Í Portúgal var ekkert útstá- elsi leyft á keppnistímabilinu,“ segir Ismael. „Menn gátu kannski fengið sér bjórglas eftir leik en að öðru leyti urðu menn að sitja á strák sínum.“ Það er því ljóst að þeir félagar munu mæta einbeittir til leiks enda segjast þeir staðráðnir í að gefa Þrótti allan sinn þrótt í sumar. Carlos Alex Bernal Aldur: 24 ára Hæð: 1,72 metrar Fyrirmynd í boltanum: Zico Uppáhaldsleikmaður: Alex í Fenerbahce Mesti ókostur við Ísland? Tungumálið Uppáhaldsmatur: Lasagna Ismael da Silva Francisco Aldur: 23 ára Hæð: 1,90 metrar Fyrirmynd í boltanum: Romario Uppáhaldsleikmaður: Didier Drogba hjá Chelsea Mesti ókostur við Ísland: Tungumálið er allt of flókið Uppáhaldsmatur: Rifjasteik með hrísgrjónum SAMBASTRÁKAR Þeim Biro og Ismael var býsna kalt á sólar- ströndinni í Naut- hólsvík en brostu líkt og venjulega. MYND/STEFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.