Fréttablaðið - 20.04.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 20.04.2008, Síða 2
2 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Eyþór, hefurðu þá efni á að fara í klippingu? „Ég er ánægður með þessa greiðslu.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson bar sigur úr býtum í þættinum Bandið hans Bubba og fékk þrjár milljónir í verðlaun. Þyrlan sótti vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti vél- sleðamann sem slasaðist þegar hann ók fram af hengju nálægt Akureyri í gær. Talið var að maðurinn hefði hlotið bakmeiðsl. Þyrlan var stödd fyrir norðan og sótti manninn og flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Tíðni kransæða- þræðinga er hvað hæst hér á landi miðað við aðrar þjóðir Evrópu. Þetta sýna tölur sænskrar gæða- skrár sem Ísland á aðild að. Í Sví- þjóð voru á árinu 2007 gerðar 402 kransæðaþræðingar á hverja 100 þúsund íbúa en 544 hér á landi. Munurinn nemur því 142 aðgerð- um á hverja 100 þúsund íbúa. Í nýlegri grein sem Magnús Péturs- son, fyrrverandi forstjóri Land- spítalans, ritar bendir hann á að ef tíðni þessara aðgerða hefði verið hin sama hér og í Svíþjóð hefðu kransæðaþræðingar hér verið 426 færri og útgjöld vegna þeirra um 66 til 112 milljónum krónum lægri. Þrátt fyrir mikil afköst hjarta- deildar Landspítalans hefur verið langur biðlisti eftir því að komast í þræðingu. Nú bíða um 190 manns eftir slíkri aðgerð og segir Þórar- inn Guðnason, hjartalæknir á Landspítalanum, að þeir sjúkling- ar sem lengst þurfi að bíða séu í um sjö mánuði á biðlistanum. Hann segir þá stöðu alls ekki góða en bendir á að tekist hafi að stytta listann en þegar verst var biðu um 250 manns. Auk þess sem þeir sem þurfi bráðaþræðingu komist ávallt strax að. Þórarinn segir að þótt Íslend- ingar geri flestar kransæðaþræð- ingar í Evrópu ásamt Þjóðverjum og Svisslendingum sé alls ekki um oflækningar að ræða. „Við finnum meira af alvarlegum og lífshættu- legum kransæðasjúdómum en Sví- arnir og þræðum þó ekki fleiri sjúklinga með eðlilegar krans- æðar en Svíar,“ segir Þórarinn en þær upplýsingar telur hann benda til þess að íslenskir læknar vandi vel vinnubrögð sín þegar þeir velja þá sjúklinga sem talið er að þurfi á þræðingu að halda. Í nýlegri skýrslu OECD um heil- brigðismál kemur fram að tíðni dauðsfalla vegna hjartasjúkdóma er undir meðaltali á Íslandi miðað við önnur aðildarríki OECD en Þjóðverjar, (sem gera álíka marg- ar aðgerðir og Íslendingar) eru undir meðaltalinu ásamt Svíum. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, segir langa biðlista einkum skapast vegna skorts á legurýmum en þeim hafi fækkað mjög frá því eftir sameiningu spítalanna. „Það var veruleg fækkun eða úr um það bil 50 í 30 pláss. Þá voru líka dag- deildir á spítalanum áður fyrr en nú hafa þær verið lagðar niður og því þurfa allir að leggjast inn á legudeildir og oftar en ekki þurfa þeir að liggja á göngum,“ segir Gestur um stöðuna. Þá bendir hann á að í Svíþjóð sé tíðni þræð- inga mjög mismunandi eftir hér- uðum, sums staðar sé tíðnin meiri en hér gerist en annars staðar mun minni. karen@frettabladid.is Einna flestar hjarta- þræðingar á Íslandi Um 190 manns bíða nú eftir að komast í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Tekist hefur að stytta biðlistann verulega en í febrúar biðu um 250 manns eftir aðgerð. Þótt biðlistinn sé langur eru einna flestar aðgerðir gerðar hér í Evrópu. HJARTADEILD Skortur á legurýmum er helsta ástæða langra biðlista í hjartaþræðingu. Oftar en ekki þarf fjöldi sjúklinga að liggja á göngum hjartadeildar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Ökumaður svarts pallbíls ók yfir fót á barni við Breiðholtsbraut í Breiðholti í gær. Barnið var flutt á slysadeild, en ökumaðurinn stakk af eftir að hafa stöðvað bílinn í stutta stund. Bílnum var ekið niður Breið- holtsbrautina og inn á afrein, að því er fram kemur á visir.is. Barnið var að ganga fyrir götuna og varð fóturinn undir bílnum. Vitni að atvikinu náði niður númerinu á bílnum og lét lögreglu vita. Að sögn lögreglu var haft samband við eiganda bílsins, sem kom aftur á vettvang. Málið telst upplýst. - bj Ekið á barn og stungið af: Vegfarandi náði bílnúmeri TEXAS, AP Rúmlega fjögur hundruð börn sem voru flutt burt af búgarði í Texas, þar sem sértrúar- söfnuður sem stundar fjölkvæni hefur verið starfræktur, verða áfram í haldi yfirvalda. Börnin munu á næstunni gang- ast undir genapróf ásamt full- orðna fólkinu til að ganga úr skugga um hvaða fjölskyldu þau tilheyra. Yfirvöld hafa átt í erfið- leikum með að greina hvernig börnin og hinir fullorðnu í söfnuð- inum tengjast vegna misvísandi svara. Eftir tveggja daga vitnisburð fyrir dómstólum var ákveðið að efna til genaprófanna. „Þetta er bara byrjunin,“ sagði dómarinn Barbara Walther eftir vitnisburð- inn sem stóð yfir í 21 klukkustund. Réttarhöld yfir börnunum munu halda áfram næstu vikurnar. Börnin verða í haldi þangað til búið verður að ganga frá prófun- um og rannsaka ásakanir um að meðlimir safnaðarins hafi mis- notað börnin. Lögreglan réðst inn í búgarðinn eftir að stúlka sem sagðist vera sextán ára hringdi í miðstöð vegna fjölskylduofbeldis og hélt því fram að fimmtugur eiginmaður hennar hefði lamið sig og nauðg- að. Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á stúlkunni. - fb Fjögur hundruð börn úr sértrúarsöfnuði í Texas áfram í haldi stjórnvalda: Gangast undir genapróf BÖRN FLUTT Í BURTU Rúmlega fjögur hundruð börn voru á sínum tíma flutt í burtu frá búgarðinum í Texas. SPÁNN, AP Átta finnskir ferðamenn fórust, þar af sjö ára gömul stúlka, þegar rútubifreið þeirra lenti í hörðum árekstri og valt skammt frá bænum Benalmadena á suðurströnd Spánar í gærkvöld. Sextán manns til viðbótar slösuðust í árekstrinum, þar af nokkrir alvarlega. Þeir voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús og nokkrir þeirra gengust undir aðgerð. Allir farþegar rútunnar voru Finnar. Bílstjóri ökutækisins sem klessti á rútuna komst lífs af. Var hann handtekinn eftir slysið grunaður um að hafa ekið bílnum undir áhrifum áfengis. - fb Bílslys á suðurströnd Spánar: Átta finnskir ferðamenn dóu SVÍÞJÓÐ, AP Sænskir heilbrigðis- starfsmenn, þar á meðal hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður, efndu til mótmæla víðs vegar um Svíþjóð í gær til að knýja á um bætt launakjör. Um tvö þúsund manns mótmæltu í Stokkhólmi og um 1.500 manns söfnuðust saman í Gautaborg, auk þess sem mótmæli stóðu yfir í minni bæjum. Samningaviðræður hafa staðið yfir að undanförnu án árangurs. Gangi yfirvöld ekki að launakröf- unum ætla hjúkrunarfræðingar í verkfall á á morgun, en starfs- mennirnir eru um 3.500 talsins. - fb Sænskir hjúkrunarfræðingar: Hóta að leggja niður vinnu Lyklalaus í lífsháska Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði ölvuðum manni úr lífsháska í gærmorgun. Hann kom ölvaður og lyklalaus heim og ákvað að klifra inn um glugga í risi, en komst í sjálfs- heldu. Honum var bjargað þar sem hann hékk í um átta metra hæð. Óttuðust bruna í turninum Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu var sent að turninum við Smáralind í Kópavogi um hádegi í gær eftir að reykur sást berast frá byggingunni. Í ljós kom að verið var að leggja tjörupappa í húsinu, og engin hætta á ferðum. LÖGREGLUFRÉTTIR MENNING „Þetta gekk bara ofsalega vel og ég fékk mjög góð viðbrögð,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari sem hélt lokatónleika í Juillard-skólanum í New York á föstudagskvöld. Þar með hefur Víkingur lokið sex ára námi sínu við skólann sem er einn virtasti tónlistarskóli heims. Tónleikarnir fóru fram í tónleikasal skólans og Víkingur spilaði verk eftir þrjú tónskáld. Tónleik- arnir hófust á sónötu eftir Beethoven og á eftir fylgdu tvö verk eftir Brahms. Síðasta verkið á efnisskránni var Scherzo eftir Chopin. „Svo tók ég aukalag í lokin, Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns. Ég var alveg búinn eftir tónleikana og þá er gott að spila eitthvað sem maður þekkir vel,“ útskýrir Víkingur sem var að vonum í hálfgerðu spennufalli þegar blaðamaður heyrði í honum í gær. „Það má eiginlega segja að þetta hafi verið endirinn á langri og strangri törn hjá mér. Námið var mjög krefjandi og nú tekur við tími þar sem ég þarf að vinna betur úr öllu því sem ég hef lært í skólanum, spila meira og ná mér í umboðsmann,“ segir Víkingur sem ætlar að flytjast til Bretlands á næstunni. Áður en að flutningum kemur ætlar hann þó að gleðja Íslendinga með nærveru sinni og endurtaka útskriftartónleikana í Salnum í Kópavogi 30. maí næstkomandi. - þo Víkingur Heiðar Ólafsson hélt glæsilega útskriftartónleika í Juillard-skólanum: Tók Kaldalóns sem aukalag UPPKLAPPIÐ Víkingur Heiðar tók aukalag í lokin, Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns. MYND/RAGNAR PÁLSSON NEW YORK, AP Benedikt XVI páfi hefur hvatt prestastéttina í Bandaríkjum til takast á við þau hneykslismál sem hafa komið þar upp vegna ásakana um kynferðis- lega misnotkun á ungu fólki. „Þið getið verið viss um að ég mun standa við bakið á ykkur á meðan þig reynið að takast á við þetta vandamál,“ sagði Benedikt, sem er staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Bætti hann því við að ómaklega hefði verið vegið að þeim prestum sem hefðu ekkert gert af sér. Yfir fjögur þúsund prestar hafa verið sakaðir um kynferðislega misnotkun í Bandaríkjunum frá árinu 1950. Náði umræðan um misnotkunina hámarki árið 2002. - fb Páfinn í Bandaríkjunum: Þurfa að takast á við hneyksli BENEDIKT XVI PÁFI Hvetur bandaríska presta til að takast á við hneykslismál. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.