Fréttablaðið - 20.04.2008, Side 6

Fréttablaðið - 20.04.2008, Side 6
6 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR Eldri borgarar 60+ Byrjendur 30 kennslustunda byrjenda- námskei›. Engin undirsta›a nau›synleg, hæg yfirfer› me› reglulegum endurtekningum í umsjá flolinmó›ra kennara. A›almarkmi› námskei›sins er a› gera flátttakendur færa a› nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til a› skrifa texta og prenta, nota Interneti› sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 28. apríl og lýkur 21. maí Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13 - 16 Ver› kr. 20.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustundir. Hentar fleim sem loki› hafa byrjendanámskei›inu e›a hafa sambærilega undirstö›u. Byrja› er á upprifjun á›ur en haldi› er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri me›fer› tölvupósts. Kennsla hefst 29. apríl og lýkur 22. maí. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16 Ver› kr. 20.500,- Vegleg kennslubók innifalin. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 BANDARÍKIN, AP „Ég held að við höfum sett nýtt met vegna þess að það tók okkur 45 mínútur áður en við byrjuðum að ræða um þau mál sem skipta almenning máli,“ sagði Barack Obama, sem hefur gagnrýnt ABC-sjónvarpsstöðina fyrir ómálefnalegar spurningar í kappræðum hans við Hillary Clinton á miðvikudagskvöld. Stjórnendur kappræðnanna beindu athyglinni að nokkrum mismælum og mistökum, sem þeim Obama og Clinton, en þó einkum Obama, hefur orðið á í kosningabaráttunni upp á síð- kastið. Þau áttu bæði fullt í fangi með að svara fyrir sig, og Obama kvartaði undan því að athyglinni væri beint að aukaatriðum, og skaut í leiðinni á Clinton fyrir að notfæra sér þetta pólitíska and- rúmsloft til að „snúa hnífnum aðeins í sárinu“. Stjórnendur kappræðnanna svara hins vegar fullum hálsi og segja ekkert rangt við spurning- arnar. „Spurningarnar voru erfiðar, sanngjarnar, viðeigandi og mikil- vægar,“ sagði George Stephan- opolous, einn stjórnendanna. „Við vildum fyrst beina athygl- inni að þeim málum sem athyglin hefur ekki beinst að í síðustu kappræðum.“ Skoðanakannanir staðfesta að Repúblikaninn John McCain eykur fylgi sitt meðan þau Clin- ton og Obama skjóta skotum hvort á annað. Samkvæmt nýrri könnun bandarísku fréttastof- unnar Associated Press þykir Obama þó eiga meiri möguleika en Clinton í forsetakosningum gegn McCain. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir Clinton, því til að saxa á það forskot sem Obama hefur í prófkjörum flokksins þarf hún fyrst og fremst að sannfæra „ofurfulltrúa“ flokksins um að hún eigi, þegar til kastanna kemur, betri möguleika en Obama um að vinna sigur á McCain. Ofurfulltrúarnir svonefndu eru þingmenn og aðrir helstu leiðtogar flokksins, sem ganga óbundnir til atkvæða á flokks- þinginu í lok ágúst, þegar endan- lega verður tekin afstaða til þess hvort Obama eða Clinton verður forsetaefni flokksins í nóvem- berkosningunum. Síðasta stóra prófkjörið verð- ur haldið í Pennsylvaníu næst- komandi þriðjudag. Nú er svo komið að Clinton þarf að vinna harla stóran sigur þar til að geta réttlætt fyrir flokksfélögum sínum framhald kosningabaráttu sinnar. gudsteinn@frettabladid.is Styttist í úrslitaátök Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sætir gagnrýni fyrir að ráðast gegn Barack Obama í kappræðum hans við Hillary Clinton sem fram fóru í liðinni viku. Kjósendur telja hann þó eiga meiri möguleika en Clinton gegn John McCain. CLINTON OG OBAMA Myndin er tekin þegar þau mættu til kappræðna í sjón- varpi á miðvikudagskvöldið. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Opinn borgarafundur í Reykjanesbæ skorar á forsætisráðherra að leysa deilur um lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum. Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjör- dæmi stóðu fyrir fundinum. Í ályktun fundarins segir að „ekki sé skynsamlegt að hrapa að breyt- ingum og uppstokkun á embættinu því sameinað lögreglu- og tollstjóraembætti hefur náð miklum árangri“. Guðni Ágústsson segir augljóst að málið sé komið í hnút og á hann þurfi að höggva. Málið sé nú komið í þá stöðu að dómsmálaráðherra sé opinberlega farinn að deila á embættið, sem ekki gangi upp. Guðni segir miklar tilfinningar vera í málinu og farið sé að reyna mjög á starfsfólkið. Hann segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kominn á villi- götur og ekki ráða við að koma málinu í gegnum þingið. „Það botnar enginn í því um hvað deilan snýst. Embættið hefur sýnt hvað í því býr eftir sameininguna. Ríkisendurskoðandi hefur staðfest í sínum úttektum að það vantar fé inn í embættið. Fulltrúar embættisins segja það vera um 200 milljónir. Væri því skipt upp liggur fyrir að ríkið þyrfti að blæða 400 til 500 milljónum í embættin þrjú. Þetta er farið að verða eins og klöppin óbilgjarna og komin mikil þreyta og angist í starfsfólkið. Forsætisráðherra verður að leysa málið.“ - kóp Formaður Framsóknar um löggæslumál á Suðurnesjum: Segir deiluna persónulega ÁKALLAR GEIR Fundur Framsóknarflokksins hvatti Geir H. Haarde til að leysa deilur um löggæslumál á Suðurnesjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR © GRAPHIC NEWS Barack Obama 1.643 Hillary Clinton 1.504 1 Pennsylvania, 22. apríl 2 Gvam, 3. maí 3 Indiana, 6. maí 4 Norður-Karólína, 6. maí 5 Vestur-Virginía, 13. maí 6 Kentucky, 20. maí 7 Oregon, 20. maí 8 Púertó Ríkó, 1. júní 9 Montana, 3. júní 10 Suður-Dakota, 3. júní Prófkjörum til forsetaframboðs bandarísku stjórnmálaflokkanna lýkur ekki fyrr en 3. júní. Enn eru tíu prófkjör eftir. Hillary Clinton þarf að vinna afgerandi sigur í næsta prófkjöri, sem verður í Pennsylvaníu í næstu viku, til þess að sannfæra óbundna kjörmenn. Þeir ráða á endan- um úrslitum á flokksþingi Demókrataflokksins í lok ágúst um hvort hún eigi enn möguleika gegn Barack Obama. Kapphlaupið að ná hámarki Fjöldi öruggra atkvæða* Fjöldi atkvæða sem þarf til sigurs: 2.025 *Samkvæmt talningu fréttastofunnar AP Myndir: AP Á Orkuveita Reykjavíkur að selja Reykjavik Energy Invest? Já 36,5% Nei 63,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNMÁL Á meðan borgarfull- trúar mynda ekki meirihluta um að sigla Orkuveitu Reykjavíkur út úr villu vegna mála Reykjavik Energy Invest (REI) er haldið áfram á ógæfubraut fyrir sjálf- stæðismenn og aðra í borgar- stjórn. Þetta skrifar Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra á vef sinn. Eðlilegt er að litið sé til borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hafa forystu um að leysa úr vandanum, með hagsmuni borg- arbúa að leiðarljósi, skrifar Björn. Sjálfstæðismenn skorti þó afl til að standa einir að málinu, og hafi ekki „borið gæfu til þess að halda á málinu á nægilega traustvekjandi hátt“. „Lausnin er ekki á færi neins eins flokks í borgarstjórn. Á meðan borgarfulltrúar bera ekki gæfu til að mynda neinn meiri- hluta um að sigla OR úr þessari villu er haldið áfram á ógæfu- braut fyrir sjálfstæðismenn og alla aðra í borgarstjórn,“ skrifar Björn. Hann minnir á sín fyrri skrif um að „slík leyndarhyggja sé inn- byggð í stjórnarhætti Orkuveitu Reykjavíkur, að borin von sé að óbreyttu, að tekið sé á málefnum fyrirtækisins eða undirfyrir- tækja þess á þann veg, að sæmi fyrirtæki í opinberri eign“. Björn segir vandann allra flokka í borgarstjórn. Fyrrver- andi meirihluti fjögurra flokka hafi skotið sér undan málinu með „þagnarbindindi“ á meðan málið hafi verið til skoðunar. Skoðunin hafi ekki leitt til neinnar niður- stöðu. - bj Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um REI og borgarstjórnarsamstarfið: Áfram haldið á ógæfubraut BJÖRN BJARNASON Segir sjálfstæðis- menn skorta afl til að standa einir að málefnum REI. NEW YORK, AP Fréttamaðurinn Richard Quest, sem fjallar á hressilegan hátt um viðskipta- ferðalög á sjónvarpsstöðinni CNN, var handtekinn í Central Park í New York með fíkniefni í fórum sínum. Hann hefur samþykkt að fara í vímuefnameðferð og sleppur því við fangelsisvist. Quest, sem er 46 ára Breti, var handtekinn um miðja nótt með lítið magn methamfetamíns sem talið er að hann hafi sjálfur ætlað að neyta. Hann var einnig ákærður fyrir að ganga um í Central Park að kvöldi dags en þá er garðurinn lokaður. - fb Fréttamaður CNN handtekinn: Með fíkniefni í Central Park KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.