Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 20.04.2008, Qupperneq 14
14 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR Í slenskt atvinnulíf stendur vel um þessar mundir,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Hann segir hagvöxt hafa verið mikinn hér á landi síðustu fjögur ár, meiri en hagtölur hafi gefið til kynna. Núverandi aðstæður eru krefj- andi en munu, þegar upp verður staðið, styrkja íslensk fyrirtæki til framtíðar. Vilhjálmur stóð í ströngu þegar sam- tal okkar átti sér stað á skrifstofu hans hjá SA. Fram undan síðar sama dag var aðalfundurinn í Hafnarhúsinu í Reykja- vík. Glæsilegasti fundur SA til þessa og sá fjölmennasti, að sögn Vilhjálms. Reiknað var með 400 gestum, um hundr- að fleiri en í fyrra og þótti þá vel mætt. Við neyðumst til að gera nokkrum sinnum hlé á samtali okkar þegar far- sími hans hringir. Eðlilega. Það mæðir á okkar manni þegar mikið liggur við enda ekki á hverjum degi sem skipt er um formann. Ingimundur Sigurpálsson að stíga úr formannssætinu fyrir Þór Sigfússyni, forstjóra Sjóvár. Sjálfur ætlar Vilhjálmur að sitja sem fastast. Hefur gaman af starfinu, að eigin sögn. Honum er mikið niðri fyrir þegar kemur að stöðu íslenskra fyrirtækja síð- astliðin ár og þær hremmingar sem þau hafa lent í síðustu mánuði. „Uppsveiflan í íslensku efnahagslífi hefur verið meiri en menn gátu ímynd- að sér. Svo mikil var hún að þeir sem áttu að sjá um bókhald þjóðarbúskaps- ins höfðu ekki undan. Að sama skapi verður skellurinn sem dynur á okkur núna mun harðari en tölur sýna,“ segir hann og á þá við þann alþjóðlega ólgusjó á fjármálamörkuðum sem dunið hefur á helstu þjóðum í formi lausafjárþurrðar, kreppu eins og margir hafa haldið fram að sé skollin á. Íslenskir bankar – og almenningur – hafa ekki farið varhluta af skellinum í formi snarhækkunar á vöxtum og skuldatryggingarálagi bankanna – illur orðrómur um stöðu íslensks efnahags- lífs gæti reyndar legið þar að baki reyn- ist ásakanir Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra og Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, á hendur erlendum vogunarsjóðum réttar. Þær erlendu þreifingar hafa fengið á sig stimpil; aðför að íslensku efnahagslífi. Seðlabankar heimsins hafa hver með sínum hætti – og stundum saman – brugðist við hræringunum og lausafjár- skortinum sem fylgt hefur óróleikanum á fjármálamörkuðum. Seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands, auk ann- arra, hafa lækkað stýrivexti, sá fyrr- nefndi skorið þá hratt niður í þeim til- gangi að opna fyrir aðgang fólks og fyrirtækja að ódýrara lánsfé en ella til að halda hjólum efnahagslífsins gang- andi. Þá eru aðrar aðgerðir ótaldar. Fleiri bankar hafa gripið í sama streng. Á meðan hefur evrópski seðla- bankinn setið hjá. Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri þráfaldlega staðið fast á sínu og sagt, að ekki verði hreyft við stýrivöxtum fyrr en merki þess sjáist að hægjast sé á efnahagslífinu með einum eða öðrum hætti. Hann hefur sömuleið- is, líkt og Seðlabankinn hér, lagt áherslu á mikilvægi stjórntækisins, stýrivaxt- anna, verðbólgumarkmiðanna, stöðug- leikans og peningamálastefnunnar. Ekki megi hrófla við stýrivöxtunum. Gerist það megi reikna með því að verðbólga fari af stað og ryðji stöðugleikanum úr vegi. Sömu sögu er að segja af Seðlabanka Íslands, sem hækkaði stýrivexti á dög- unum í 15,5 prósent og gerir það að verkum að þjóðin flaggar nú hæstu vöxtum í þeim hópi landa sem eru með þróaðan fjármálamarkað. En árangur- inn hefur látið á sér standa. Krónan hefur gefið mikið eftir, líkist að mörgu leyti bandaríkjadal sem sagður hefur verið í frjálsu falli eftir snarpar stýri- vaxtalækkanir vestanhafs. Og verð- bólgan hefur gefið í fremur en hitt. Fátt bendir til að hún ætli að snúa við í bráð. Sem er þvert á væntingar. Seðlabankinn brást Vilhjálmur segir Seðlabankann hafa brugðist í hremmingunum. Helstu mis- tökin felist í stjórntæki peningamála- stefnunnar, stýrivöxtum. Bankinn hafi með ítrekaðri hækkun stýrivaxta málað sig sjálfur út í horn og eigi orðið erfitt með að lækka þá á ný. „Ég sé ekki hve- nær af því getur orðið,“ segir hann og bendir á að Seðlabankinn hafi með aðgerðum sínum laðað erlenda fjárfesta að krónunni og valdi það miklum og óviðunandi sveiflum á gengisvísitöl- unni. Slíkar sveiflur hafi komið bæði fyrirtækjum og einstaklingum illa sem hafi tekið lán í erlendri mynt. Vilhjálmur segir sveiflurnar veikja stöðu krónunnar og gera fyrirtækjum hér á landi erfiðara um vik þar sem langtímaáætlanir nokkur ár fram í tím- ann haldi illa. Þetta lítur að samkeppnisstöðu krón- unnar sem gjaldmiðils. Og hún er slæm enda ætíð að veikjast, sérstaklega ef litið sé á tengsl vaxta, gengis og verð- bólgu, að sögn Vilhjálms. Hann bætir við að sveiflur krónunnar séu mikill skaðvaldur: „Með þeim (sveiflunum krónunnar) verða ákvarðanir manna allaf rangar. Það er erfitt að taka réttar viðskiptalegar ákvarðanir þegar kemur að krónunni,“ segir hann. Úttekt á því hvar stöðugt gengi gæti legið hafi hins vegar ekki verið gerð nýlega að hans viti. Líklegt þyki honum þó að stöðugt gengi liggi i kringum 135 stigin. Hverfandi króna Samtök atvinnulífsins hafa sett nefnd á laggirnar sem er að skoða möguleikann á evruvæðingu atvinnulífsins. Með evr- uvæðingunni er ekki endilega átt við að krónunni sé kastað fyrir róða heldur að hlutur hennar verði ýmist minnkaður til muna og krónan fasttengd gengi evru líkt og danska krónan. Allt lítur þetta að sama meiði, að draga úr sveiflum gjaldmiðilsins. Vilhjálmur segir krónuna í raun aldrei hafa verið burðuga. Þetta sé með minnstu myntum í heimi og hafi íslensk fyrirtæki aldrei nokkru sinni getað selt eða keypt vöru í krónum á erlendum mörkuðum. Slíkt sé vitanlega galli og veiki samkeppnisstöðuna á alþjóðleg- um markaði. „Þetta er önnur staða en hjá bandarískum eða evrópskum fyrir- tækjum sem geta selt vörur sínar út fyrir gjaldmiðilssvæðið í sinni eign mynt,“ segir hann og bendir á að íslenska krónan hafi mjög litla mark- aðshlutdeild í fjármagnsviðskiptum almennt. Sökum þessa sé einfalt að minnka hlutdeildina enn frekar og nota krónuna ekki í almennum viðskiptum með vörur og þjónustu og lækka vext- ina með það fyrir augum að gera hana Uppsveiflan í íslensku efna- hagslífi hefur verið meiri en menn gátu ímyndað sér. Svo mikil var hún að þeir sem áttu að sjá um bók- hald þjóðar- búskapsins höfðu ekki undan. VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að minnka verði hlutdeild krónu í íslenskum innanlandsviðskiptum og gera hana óaðlaðandi kost fyrir erlenda fjárfesta. Aðeins þannig verði hægt að gera gengi hennar stöðugt. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Seðlabankinn kominn út í horn Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir peningamálastefnu Seðlabanka Íslands ekki virka í þeim aðstæðum sem upp eru komnar í efnahagslífinu. Hann gagnrýnir bankann harðlega fyrir rangfærslur og einkennilegar verð- bólguspár. Vilhjálmur settist niður með Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni og sagðist þess fullviss að íslenskt efnahagslíf ætti eftir að standa sterkari fótum en áður þegar óveðrinu slotar á fjármálamörkuðum. óaðlaðandi kost í augum fjárfesta. Með því móti sé hugsanlega hægt að halda föstu gengi gagnvart evru. Ýtt undir verðbólgu Vilhjálmur segir vaxtastefnu Seðlabank- ans virka illa, ekki síst sé horft til verð- bólgunnar. Bendir hann á snarpa hækk- un stýrivaxta, sem hafi reynst bitlaust verkfæri. Hann vísar til síðustu Pen- ingamála Seðlabankans en þar er máluð mjög dökk mynd af íslensku efnahags- lífi næstu mánuði. Varað er við launa- skriði í kjölfar kjarasamninga í febrúar. Slíkt geti haft áhrif á verðlag og keyrt verðbólguna frekar upp. Samkvæmt spám stefnir reyndar í tveggja stafa verðbólgu á árinu sam- kvæmt verðbólguspá Seðlabankans. Gangi það eftir verður þetta mesta verð- bólga sem mælst hefur hér á landi í um tuttugu ár. Vilhjálmur segir spá sem þessa ýta undir verðbólguvæntingar. Fulltrúar launafólks fari fram á sérstakar hækk- anir vegna þessa í kjarasamningum sínum. Sé gengið að kröfunum rætist spáin eðlilega. Hins vegar sé fátt sem bendi til þess að svo muni fara verði launahækkanir hóflegar. „Bankinn spáði því reyndar að hér færi allt á versta veg árið 2006 þegar lægstu laun voru hækk- uð hlutfallslega umfram önnur. En það gekk ekki eftir,“ segir Vilhjálmur og bendir á að spár Seðlabankans hafi sjaldan gengið eftir hvað þetta varðar. Mun betri skuldastaða Öllu alvarlegra mál þykir Vilhjálmi rangir útreikningar Seðlabankans á skuldastöðu þjóðarbúsins í hagvaxtar- skeiðinu 2003 til 2007. Skuldirnar hafi verið stórkostlega ofmetnar. „Opin- berar hagtölur bankans hafa gefið til kynna að við værum með nettóskuldir í 120 prósent í mínus af landsfram- leiðslu í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra,“ segir Vilhjálmur og bendir á að árið 2006 hafi viðskiptahallinn numið 25 prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt tölu bankans. „Á þessum tíma vorum við að byggja upp mikið fjármálakerfi, bæði banka- kerfið og erlendar fjárfestingar. Það varð gjörbreyting á samsetningu íslensks atvinnulífs á stuttum tíma enda er fjármálageirinn nú orðinn stærsti útflutningsatvinnuvegur okkar. Breytingarnar eru miklu stærri en tilkoma nýs álvers fyrir austan eða nokkuð annað sem hefur gerst á sama tíma,” segir hann og bendir á að í árslok 2007 hafi eigið fé bankakerfis- ins numið rúmum 920 milljörðum króna. Upphæðin hafi aðeins numið 114 milljörðum í árslok 2003. „Þetta er ævintýralegur vöxtur.“ Vilhjálmur segir hins vegar að þegar Seðlabankinn hafi farið að skoða útreikninga sína nánar í samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi komið í ljós að skuldastaða þjóðarbús- ins hafi verið stórlega ofmetin. Nettó- skuldirnar hafi í raun aðeins numið 27 prósentum af landsframleiðslu á ára- bilinu en ekki 120 líkt og hagtölur sýni. „Þetta merkir að eignastaðan var í raun að batna á öllum póstum. Það er því nauðsynlegt að draga mun betur fram hversu mikið staðan hefur batn- að á þessum árum,“ segir Vilhjálmur. Hann er ómyrkur í máli. Leggur áherslu á að Seðlabankinn stígi fram og viðurkenni að hann hafi ekki verið með réttar tölur. „Að öðru leyti hef ég ekkert á móti Seðlabankanum og fólk- inu sem þar vinnur. Ég hef þekkt það lengi og veit að þetta er hæfileikaríkt fólk,“ segir hann. Seðlabankinn verði hins vegar að breyta um stefnu. Annað hæfileikafólk Vilhjálmur er þess fullviss að íslenskt efnahagslíf og fyrirtækin hér muni standa styrkum fótum þegar hríðinni slotar á fjármagnsmörkuðum. Fjár- málageirinn eigi ekki síst eftir að standa sterkur. „Banka- og fjármála- geirinn er að fara í gegnum mikið erfiðleikatímabili núna og það verða einhverjar breytingar. En eftir mun standa mjög sterkur atvinnuvegur. Fyrirtækin verða reynslunni ríkari, öflugri og betur í stakk búin til að tak- ast á við framtíðina,“ segir Vilhjálmur og telur að niðursveiflan með erlendu aðförinni að íslensku efnahagslífi á vordögum 2006 hafi verið lærdómsrík og viðbrögðin þau að styrkja stoðirnar til muna. Það hjálpi nú. Hann telur fjarri að núverandi nið- ursveifla verði sú síðasta. Erfiðleikar skelli á með reglulegu millibili og megi reikna með annarri dýfu eftir einhver ár. Mikilvægt sé hins vegar að finna leiðir til að komast í gegnum þrengingar. „Það er engin spurning að við komumst í gegnum þetta. Við eigum mikið af hæfileikaríku fólki í fjármálageiranum og nú þarf að virkja það. Ég held að eftir þetta fáum við viðspyrnu til að halda áfram að sækja fram,“ segir Vilhjálmur Egilsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.