Fréttablaðið - 20.04.2008, Síða 68

Fréttablaðið - 20.04.2008, Síða 68
20 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hmm, leyfðu mér að giska... óformlegur klæðnaður þýddi buxur og jakki? Ég tók allan pakkann! Skipti um olíu, rúðuþurrkur og ljósaperur! Og ég sparkaði aðeins í öll dekkin! Þau eru á réttum stað! Allt þetta á góðu, föstu verði, 35 þúsund kall! Þessi smávægilegi vélar- bruni leggst svo ofan á! Hæ, mamma. Hæ, Palli. Hvað varst þú að gera í kvöld? Ég veit ekki... bara... ekki mikið... hanga og svona.. þetta venjulega... þú veist... muldur muldur. Ein dulkóð- uðu skilaboð- in enn? Og dulmáls- sérfræð- ingarnir í heimsstyrjöld- inni héldu að þeirra vinna væri erfið! Hæ, hey, komdu nú! Partíið er byrjað, krabba- félagi! Humar. Ímyndaðu þér að það sé búið að taka til í stofunni Mmm! Ókei... Búið að ganga frá jóla- trénu og pakka öllu skrautinu niður... Haltu áfram ...plús að maturinn er í ofnin- um, eldhúsið glansar, og þú hefur ekki lyft fingri allan daginn! Oooohhhhh! Ég kann ennþá á hana... ég þarf bara að nota aðra hnappa. Segðu þetta aftur um að einhver annar hafi eldað! Afmælisdagurinn rann upp, sólríkur og fagur. Fertugsaldurinn kom eins og vorboðinn ljúfi og allt í einu virtist heimurinn hafa tekið stakkaskiptum. Lífið varð sveipað alvarlegri blæ og fullorðinsárin höfðu eftir þrjátíu ára bið tekið völdin. Þrátt fyrir að líkaminn teldi eigand- anum ennþá trú um að hann væri í fullu fjöri reyndist medium-stærðin einu númeri of lítil og XL varð ofan á. Sem betur fer hafði gráu hárun- um ekki fjölgað til muna við fyrstu sýn í speglinum. Þau virtust í það minnsta fela sig vel og vandlega á bak við sótsvarta skeggrótina. Glöggur maður kom þó auga á eitt hár og eftir vandræðalegt bros, til- raun til að breiða yfir þessa stað- reynd, var rokið inn á klósett og reynt að kippa hárinu burt. Með til- heyrandi öskrum og látum. En það var þó hvorki líkams- þyngdin né breyttur hárlitur sem staðfesti endanlega að þrjátíu ár voru liðin síðan drengurinn kom í heiminn. Sú sönnun fékkst þegar tekið var utan af afmælispökkun- um. Þegar maður varð sjö ára var það tölvuúrið frá Casio sem átti hug manns og hjarta. Ári seinna stálu markmannshanskar merktir Peter Höeg senunni og ekki versnaði ástandið þegar níu ára aldrinum var náð; Patrick-takkaskór eins og Michael Laudrup lék í. Ef Select- bolti fylgdi í kjölfarið var dagurinn hreinlega fullkomnaður og nákvæm- lega ekkert gat skyggt á gleðina. Og svona hélt veislan áfram langt fram á þessa öld. Leikföngin hrein- lega hrúguðust inn og litli strákur- inn vaknaði til lífsins einu sinni á ári þegar hann gat farið út að leika sér með afmælisgjöfina. En þegar maður fagnar þremur áratugum á hótel jörð breytist allt. Tölvuúrið með reiknivél og vekjaraklukku varð allt í einu tveir borðstólar og markmannshanskarnir umbreyttust eins og Öskubuska á miðnætti í upp- þvottavél. Og þegar maður verður þrítugur kann maður allt í einu að meta slíkt og litli strákurinn verður bara að bíða fram til jóla og vona að einhver hafi gleymt hversu langt sé liðið. STUÐ MILLI STRÍÐA Aldurinn sem drap barnið FREYR GÍGJA GUNNARSSON ÞJÁIST AF ALDURSKRÍSU MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.