Fréttablaðið - 01.05.2008, Side 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem bar sigur úr
býtum í sjónvarpsþáttaröðinni Bandinu hans
Bubba, hefur sínar hugmyndir um tískuna þótt
hann liggi ekki vakinn og sofinn yfir henni.
Eyþór Ingi sem vann sannfærandi sigur í Bandinu
hans Bubba, þótti hafa einstaklega þroskaða söng-
rödd og framkomu. Hann hefur ekki síður þroskaðan
fatasmekk þótt hann segist ekki endilega á kafi í
tískupælingum.
„Ég hleyp ekki á eftir ákveðnum merkjum en gríp
það sem mér finnst flott. Ég reyni að velja föt sem
eru pínulítið sérstök en þó ekki einum of,“ segir hinn
átján ára gamli Dalvíkingur. Þessa dagana heldur
hann mikið upp á frakka sem hann fékk í jólagjöf frá
foreldrum sínum.
Meðan á sjónvarpsþáttunum stóð hélt Eyþór að
mestu í eigin stíl en þáði þó góðar ráðleggingar. Það
mátti til dæmis sjá honum bregða fyrir í rauðum
gallabuxum og segir hann þær dæmigerðar fyrir
sinn stíl. „Ég á það líka til að fá æði fyrir hlutum og
upp á síðkastið hef ég keypt mér mikið af furðuleg-
um skóm.“
Eyþór er að mestu leyti sjálfmenntaður í tónlist.
Hann lærði á harmonikku þegar hann var yngri en
komst upp með að spila eftir eyranu. Hann ætlar sér
á næstunni að leggja stund á tónfræðinám enda telur
hann sig hafa gott af því. „Annars er markmiðið að
sanna mig sem tónlistarmann.“ vera@frettabladid.is
Frakkaklæddur rokkari
Eyþór Ingi fékk frakkann að gjöf frá
foreldrum sínum og rauðu gallabuxurnar
segir hann dæmigerðar fyrir sinn stíl.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL
SUMAR Í LOFTI
Stjörnurnar eru margar farn-
ar að skarta léttum kjólum í
líflegum litum enda styttist
í sumarið.
TÍSKA 2
ALLS KONAR PÚÐAR
Þórdís Jónsdóttir saumar
ýmis mynstur út í púða en
áhugann á hannyrðum segist
hún hafa fengið frá ömmum
sínum.
HEIMILI 3
Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri - Sími 588 2600
Áreiðanlegir og endingargóðir
VÖKVAHAMRAR
- Skilvirk og sterkleg hönnun
- Lágur viðhaldskostnaður
- Framúrskarandi afköst
- Aflmiklir
- Utanáliggjandi ventlakerfi
- Umskiptanlegar fóðringar
- Stillanlegur hraði
- Stillanlegt olíuflæði
Stærðir frá 100 kg. - 4500 kg.
Stauraborar
Kraftmiklir - Þurfa lítið olíuflæði - Sterkbyggðir
- Endingargóðir - Lág viðhaldstíðni
Henta á allar gerðir vinnuvéla,
dráttarvéla, bílkrana ofl...
MIKIÐ ÚRVAL Í BOÐI
HAFÐU SAMBAND OG KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ