Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 04.05.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50004. maí 2008 — 121. tölublað — 8. árgangur ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 12 NEYTENDAMÁL Íbúðalánasjóður og Lánastofnun íslenskra námsmanna voru einu stofnanirnar sem gátu vísað til fullnægjandi lagaheimilda fyrir innheimtu seðilgjalds í könn- un Neytendastofu. Fjörutíu og tvær opinberar stofnanir og fyrirtæki sem innheimt hafa slíkt gjald gátu það ekki. Nítján þeirra hugðust ekki hætta henni og sex höfðu ekki tekið ákvörðun þegar fyrirspurn frá Neytendastofu var svarað. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri neytendaréttarsviðs Neyt- endastofu, segir að þrátt fyrir að heimild til að leggja á stjórnvalds- sektir gagnvart lögaðilum sé skýr, þá efist hún um að stofnunin muni þurfa að grípa til slíkrar heimildar. „Ég sé ekki að til þess komi að opin- berar stofnanir og fyrirtæki haldi áfram innheimtu seðilgjalds án lagaheimildar.“ Þórunn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvað stjórnvaldssektirnar yrðu háar ef til kæmi. „Sektarhámarkið samkvæmt lögum er tíu milljónir króna en við höfum aldrei nýtt þá heimild. Ég get því ekki sagt til um hversu háar sektir yrðu í þessu til- viki.“ Þórunn segir að Neytendastofu hafi borist mikill fjöldi kvartana vegna innheimtu seðilgjalda en þær séu ekki síður vegna einka- fyrirtækja en opinberra stofnana. „Opinberu fyrirtækin þurfa laga- heimild en aðrir geta lagt á slíkt gjald samkvæmt samningi.“ Við- skiptaráðuneytið hefur falið Neyt- endastofu að gera úttekt á inn- heimtu seðilgjalda og sambærilegra fylgikrafna á einkamarkaði, en viðskiptaráðherra hefur mælst til þess að af slíkri innheimtu einka- fyrirtækja verði látið. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir ljóst að óheimilt sé að bæta aukakröfu við aðalkröfu án sérstakrar heimildar. „Ef ekki verður látið af þessari gjaldheimtu mun Neytendastofa stíga næsta skref sem er að beita sektum. Þetta er óheimilt og við ætlum að stoppa þetta.“ Björgvin segir ekki viðunandi að nokkur fjöldi stofnana og fyrirtækja ætli ekki að láta af gjaldheimtunni. „Það verður ekki liðið. En kjarni málsins er sá að það sé skýrt gagn- vart neytendum og fyrirtækjum hvaða gjaldtökuheimildir eru til staðar.“ - shá / sjá síðu 11 Tvær stofnanir gátu rökstutt innheimtu Aðeins tvær stofnanir, af 44 opinberum stofnunum og fyrirtækjum, gátu rök- stutt innheimtu seðilgjalda á fullnægjandi hátt. Neytendastofu er heimilt að beita stjórnvaldssektum að upphæð tíu milljónum króna vegna innheimtunnar. SUNNUDAGUR Í BLÍÐU OG STRÍÐU Gunnar Helgason og Felix Bergsson ræða 15 ára vináttu, æsku og útlönd 14 VESTMANNAEYJAR „Ég held með Arsenal og er heiðursfélagi í Arsenal-klúbbnum,“ segir Haukur Guðjónsson, eigandi hrútsins Wengers, sem heitir eftir Arséne Wenger, þjálfara Arsenal. Hrúturinn kom í heiminn í ágúst í fyrra, einmitt þegar Haukur var á leið út til Englands á fótbolta- leik. „Ég hef átt hrúta með skemmtilegum nöfnum eins og Clinton sem var sonur Móniku,“ segir Haukur. Á föstudag þurfti Wenger í rúningu og þá fengu þeir Haukur sér göngutúr um bæinn. „Hann hefur komið með mér í sjoppu og fengið ís, þetta er eins og hundur og er mikið gæfur.“ - ovd Heitir eftir þjálfara Arsenal: Wenger í Vest- mannaeyjum HAUKUR OG WENGER Hrúturinn Wenger fær stundum að fara í göngutúr með Hauki Guðjónssyni, eiganda sínum, um Vestmannaeyjabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR VÆTUSAMT Í dag verður yfirleitt austlæg átt, víðast 8-13 m/s en þó hvassari með suðurströndinni og sumstaðar norðvestan til. Rigning eða skúrir um mestallt land þegar líður á daginn. Hiti 6-14 stig. VEÐUR 4 6 11 8 1212 VEÐRIÐ Í DAG STJARNAN SIGRAÐI Stelpurnar í Stjörnunni vörðu Íslandsmeistaratitil- inn í Mýrinni í gær. ÞREFALT HÚRRA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær á móti Packard-forsetabifreið Sveins Björnssonar sem nýlega var endurgerð. Bifreiðin er í eigu Þjóðminjasafnsins en verður geymd á Bessastöðum og notuð við sérstök tækifæri. Landsmenn mega búast við að sjá bifreiðina á þjóðhátíðardaginn 17. júní í sumar þegar forsetinn hyggst ferðast á hinni nýuppgerðu glæsibif- reið. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÁDI-ARABÍA, AP Þýskur kvartett flutti tónlist eftir Mozart á tónleikum í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, á föstudagskvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem vestræn klassísk tónlist er flutt þar opinberlega. Tónleikarnir voru ekki síður merkilegir fyrir þær sakir að kynin voru ekki aðskilin á áhorfendasvæðinu eins og tíðkast í Sádi-Arabíu, heldur fengu áhorfendur að sitja þar sem þeim sýndist. - vþ Óvenjulegir tónleikar í Riyadh: Kynin hlusta á Mozart saman ÍÞRÓTTIR 24 LÖGREGLUMÁL Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, óskaði í síðustu viku eftir tímabundinni lausn frá störfum eftir að hafa verið kærður fyrir kynferðis- brot gegn tveimur unglingsstúlkum. Stúlk- urnar sem um ræðir eru sextán og sautján ára. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ná meint brot Gunnars nokkur ár aftur í tímann og sömu heimildir herma að fleiri stúlkur íhugi nú að kæra. Málið kom upp í byrjun síðustu viku. Þá barst lögreglunni á Selfossi erindi frá barnaverndaryfirvöldum og kærurnar tvær bárust næstu daga þar á eftir. Lögreglan staðfestir að kærurnar hafi borist en vill lítið tjá sig um málið að öðru leyti. Rannsókn málsins er á frumstigi. Búið er að frumyfirheyra séra Gunnar og teknar verða ítarlegri skýrslur af stúlkunum tveimur eftir helgi. Gunnar óskaði eftir hálfs árs leyfi frá störfum í fyrradag. Honum var veitt það og lét hann samstundis af störfum. Sóknarpresturinn á Eyrarbakka mun taka við verkefnum hans fyrst um sinn. - sh Tvær unglingsstúlkur hafa kært séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi: Prestur grunaður um kynferðisbrot GUNNAR BJÖRNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.