Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 11

Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 4. maí 2008 11 UMRÆÐAN Björgvin G. Sigurðs- son skrifar um seð- ilgjöld Um áramótin skilaði niðurstöðu starfs- hópur á mínum vegum um heimildir fjármála- fyrirtækja til gjald- heimtu. Hópurinn vann hratt og vel og í honum sátu fulltrúar fjármálafyrir- tækja, neytenda og eftirlitsaðila m.a. og stóðu að niðurstöðu starfshópsins sem tók til margra hluta. Eitt af meginatriðum nið- urstöðunnar var að innheimta seðilgjalda væri óheimil sam- kvæmt lögum. Beindi ég í kjöl- farið tilmælum til fjármálafyrir- tækja um afnám innheimtu seðilgjalda og sambærilegra fylgikrafna, sem neytendur hafa ekki átt kost á að samþykkja eða taka afstöðu til, til viðbótar við fjárhæð aðalkröfu. Tilmælin fólu ennfremur í sér að í þeim tilvikum sem samið hefur verið um greiðslu á seðil- gjöldum og sambærilegum fylgi- kröfum við neytendur skuli fjár- hæð gjaldsins endurspegla raunkostnað við útsendingu seðla. Enda fái neytendur lögum samkvæmt reikning vegna við- skipta og að þeim standi til boða raunhæfur gjaldfrjáls valkostur, svo sem að greiða með milli- færslu. Miklu skiptir að skýrt sé hvaða heimildir fjármálafyrirtæki hafi til gjaldtöku og ekki sé um það deilt. Hvort heldur eru yfirdrátt- argjöld, seðilgjöld eða upp- greiðslugjöld. Það skiptir miklu fyrir bæði banka og neytendur að heimildir séu skýrar. Þess vegna var hópurinn m.a. skipaður og til að byggja undir sanngjarna við- skiptahætti í samfélaginu. Úttekt á stöðunni Til að fylgja niðurstöðunni eftir fól ég Neytendastofu að gera úttekt á því í hvaða mæli opin- berar stofnanir og fyrirtæki inn- heimtu slík gjöld. Neytendastofa vann vandaða og góða úttekt á því og hefur nú hafið úttekt á inn- heimtu seðilgjalda á einkamark- aði. Niðurstaðan er sú að af 278 opinberum stofnunum, fyrir- tækjum og hlutafélögum svöruðu 246. Svarhlutfall var því 88,4%. Af svarendum kváðust 181 senda út kröfur og þar af 44 eða 24,3% leggja seðilgjald eða annan auka- kostnað við aðalkröfu, þó ekki endilega við allar innheimtar kröfur hlutaðeigandi aðila. Í fyrirspurn Neytendastofu til opinberra stofnana og fyrirtækja var upplýsinga óskað um grund- völl innheimtu seðilgjalds eða sambærilegra fylgikrafna og fjárhæð, ef slík innheimta væri á annað borð tíðkuð. Umboðsmað- ur Alþingis hefur fjallað um heimildir opinberra stofnana og fyrirtækja til gjaldtöku í álitum sínum. Almennt er opinberum stofnunum og fyrirtækjum óheimilt að leggja gjald á ein- staklinga nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar. Niðurstöður Neytendastofu eru þær að af þeim opinberu stofnunum og fyrirtækjum sem þátt tóku í könnuninni og inn- heimta seðilgjöld eða sambæri- legar fylgikröfur hafa ein- ungis tvær stofnanir, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Íbúðalána- sjóður, vísað til fullnægj- andi lagaheimilda til gjald- tökunnar. Úrræði Neytendastofu Í erindi sínu til opinberra stofnana og fyrirtækja óskaði Neytendastofa upp- lýsinga um hvort greiðandi kröfu gæti greitt hana með öðrum hætti, þannig að ekki kæmi til greiðslu seðilgjalds. Af þeim 44 aðilum sem innheimta seðilgjöld bjóða 32 greiðendum að semja um greiðsluleið. Þar af bjóða 14 stofnanir og fyrirtæki greiðendum upp á að greiða með öðrum hætti, án greiðslu seðil- gjalds eða sambærilegs auka- kostnaðar. Einkum voru boð- greiðslur, beingreiðslur, milli færslur í banka eða bein greiðsla á starfsstöð stofnunar/ fyrirtækis nefnd í þessu sam- bandi. Af þeim 44 opinberu stofnun- um og fyrirtækjum sem inn- heimtu seðilgjöld kváðust 19 aðspurð ætla að hætta gjaldtök- unni, en 19 hugðust ekki hætta henni. Sex höfðu ekki tekið ákvörðun um það, þegar fyrir- spurn Neytendastofu var svarað. Úrræðin sem eru til staðar ef lögaðilar láta ekki af innheimtu seðilgjalda eru skýr. Neytenda- stofa mun fylgja málinu eftir. Samkvæmt lögum hefur stofnun- in heimildir á borð við álagningu stjórnvaldssekta gagnvart lögað- ilum vegna óréttmætra viðskipta- hátta. Viðskiptaráðuneytið hefur falið Neytendastofu að gera úttekt á innheimtu seðilgjalda og sambærilegra fylgikrafna á einkamarkaði. Kannaðar verða fjárhæðir og grundvöllur slíkrar innheimtu, þ.e. hvort innheimtan byggist á samningi milli aðila eða öðrum grundvelli, sem og hvort greiðendum bjóðist að greiða kröfur með öðrum hætti þannig að ekki komi til greiðslu seðil- gjalds. Nákvæm úttekt á því hverjir innheimta seðilgjöld og á hvaða forsendum mun því liggja fyrir og úrræðin við því ef ekki er látið af henni eru skýr. Höfundur er viðskiptaráðherra. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein- göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Seðilgjöld og óréttmætir viðskiptahættir Úrræðin ef lögaðilar láta ekki af innheimtu seðilgjalda eru skýr. Neytendastofa mun fylgja málinu eftir. Hefur stofnunin heimildir á borð við álagningu stjórnvaldssekta gagnvart lögaðilum vegna óréttmætra viðskiptahátta. Ferðaskrifstofa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.