Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 14

Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 14
14 4. maí 2008 SUNNUDAGUR Hvað vitið þið um æsku hvor ann- ars? Felix: Gunni er Þróttari, ólst upp í því hverfi og spilaði fótbolta. Hann á ættir að rekja austur á land. Foreldrar hans heita Helgi og Margrét – mikið eðalfólk – en móðir hans er frömuður í leik- skóla- og kennslumálum þannig að þaðan kemur mikið inpútt í það sem við höfum verið að gera í okkar barnaefni. Faðir hans er hins vegar fyrrverandi vega- málastjóri og það varð þess vald- andi að Gunni þekkir alla vegi á Íslandi. Ég held að enginn nema hann fari um landið og sýni fólki fallega vegi. „Þessi hér sem við sjáum fram undan er sérstaklega vel uppbyggður.“ Hver var sá fal- legasti aftur? Gunni: Nú, það er vegurinn í Langadalnum. Hann var sléttasti vegur landsins í nokkur ár eftir að við lögðum hann. Felix: Svo þekki ég systkini hans ágætlega, Nínu, Hallgrím og tví- burabróður hans Ásmund. Kom eitthvað dramatískt fyrir hann, spyrðu? Ehehehehe... Gunni: Þú mátt alveg nefna ster- ana. Felix: Nei, er það? Ég fer ekkert að ræða það í einhverju viðtali við Fréttablaðið að þú hafir farið á stækkunarstera. Gunni: Það hafði allavega áhrif á æskuna. Felix: Það hafði mikil áhrif á hann að vera tvíburi og alls ekki á neikvæðan máta. Og Ási er mjög skemmtilegur. Gunni: Ef það er verið að fiska eftir því hvort eitthvað gerðist á mínum uppvaxtarárum, þá gerð- ist bara nákvæmlega ekki neitt. Það var bara heiður himinn og sól. Og það stendur mér fyrir þrifum sem listamanni. Felix: Já, þú varst ekki í svona austurrískri fjölskyldu? Gunni: Karlinn í kjallaranum var kannski skrítinn en það var ekk- ert meira en það. En að Felixi. Hann kemur úr stórum systkina- hópi eins og ég og á líka frábæra foreldra. Hann er elstur sinna systkina og það mótar hann: Er með mikla ábyrgðartilfinningu. Manna hans er hjúkrunarfræð- ingur og pabbi hans var leik- skólaforinginn í Reykjavík í 20- 30 ár og þar af leiðandi þekkti hann mömmu mína þannig að þegar við Felix byrjuðum saman voru foreldrar okkar mjög ánægðir. Felix: Hahahaha! Gunni: Allt þeirra tal um börn og hvað er gott fyrir þau síaðist inn og ég efast ekki um að það hefur haft áhrif á okkur Felix. Felix eyddi fyrstu árunum sínum á Blönduósi og ég var mjög hissa þegar hann sagði mér það því hann er eins mikill 101-gæi og hægt er að vera. Það er reyndar svolítið þannig með fólk úti á landi sem flytur í bæinn – það gengst upp í því að búa í miðbæn- um. Felix er kominn í einhver borgarráð og svona – ennþá að reyna að sanna sig í bænum þegar hann er í rauninni bara utan af landi. Felix er harður KR-ingur, ólst upp í Vesturbænum og býr í dag í húsinu sem hann ólst upp í, ég man nú aldrei hvað gatan heit- ir, þetta er rétt hjá Ægisíðunni. Felix: Starhagi. Mesta ríkisbubb- a gata Reykjavíkur núorðið. Gunni: Þarna heyrirðu snobbið í honum. Þetta finnst honum gaman. Við hin sem ólumst hins vegar upp í Reykjavík – okkur finnst bara allt í lagi að búa í Hafnarfirði í dag. Við þurfum ekkert að vera að stressa okkur á þessu. Ekki má gleyma því að Felix varð svo poppstarna á Íslandi með Greifunum. Í þrjú, fjögur ár var hann aðalstjarnan. Felix: Nei, nei, það var nú bara eitt ár. Það halda allir að það sé lengri tími. Gunni: En það var sjokk fyrir þjóðina þegar Felix ákvað að hætta í Greifunum og fara í leik- listarskólann. Felix: Og þá var æskunni lokið. Eflaust útskrifast úr bréfaskóla Hvernig leist ykkur á hinn við fyrstu kynni: Gunni: Ég var nú með smáfor- dóma gagnvart Felix þegar ég hitti hann fyrst. „Þarna er þessi poppstjarna sem fór í – puh – ein- hvern leiklistarskóla í útlöndum. Örugglega einhvern bréfaskóla.“ Þarna var maður nýútskrifaður úr þessum, að því er manni fannst, stórkostlega Leiklistar- skóla Íslands og maður var svo rosaleg stjarna. En var auðvitað bara með minnimáttarkennd gagnvart raunverulegu stjörn- unni. Fordómarnir skoluðust svo af eftir mínútukynni. Felix: Ég var einmitt ekki með neina fordóma og var rosalega spenntur að fá að vinna með Gunna. Við útskrifuðumst á sama árinu og höfðum verið samtíma í leiklistarnáminu, hann hér heima og ég úti, og ég fylgdist því vel með hans bekk og átti góða vini þar. Ég hafði því séð þeirra sýn- ingar og var bara rosa spenntur fyrir þessum strák: Gunna Helga. Gunni: Er það? Felix: Já, Gunni – bara sem leik- ara. Gunni: Já, ég veit það! Ég er bara að heyra þetta í fyrsta sinn, gaman að heyra þetta. Betra tveir en einn Hvert var ykkar fyrsta verkefni saman? Felix: Það var þessi talsetning á barnaefni fyrir Stöð 2. Þættirnir hétu: Sesam opnist þú. Við lékum þá félaga Bert og Árna og hitt- umst tvisvar til þrisvar í viku og þá byrjuðu miklar samræður á milli okkar, meðal annars um barnaefni. Gunni: Því þegar maður er að lesa inn á barnaefni verður maður svo pirraður á lélega barnaefn- inu og aftur á móti svo glaður yfir því góða en þessir þættir voru frábærir. Felix: Þennan vetur var ég svo að vinna fyrir sjónvarpið, var með skemmtiþátt sem hét Slett úr klaufunum, og í kjölfarið var mér boðið að taka við Stundinni okkar haustið 1994. Ég sá mig einhvern veginn ekki fyrir mér gera það Á RÖKSTÓLUM Aldrei vesen en stundum tuð Gunnar Helgason var með poppstjörnu-fordóma gagnvart Felix Bergssyni þegar hann kynntist honum fyrir um 15 árum. Felix hlakkaði hins vegar til að vinna með Gunna og í dag hafa þeir gert eina fimmtíu sjónvarpsþætti saman og eru enn að skemmta börnum þessa lands og ekki síður foreldrum. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við félagana um útlönd, æsku og leiklist. Felix: Ég hafði því séð þeirra sýningar og var bara rosa spenntur fyrir þessum strák: Gunna Helga. Gunni: Er það? Felix: Já, Gunni - bara sem leikara. Gunni: Já, ég veit það! Ég er bara að heyra þetta í fyrsta sinn - gaman að heyra þetta. AUKAVERKEFNI Á LISTANN Ef Gunn- ar Helgason fengi að ráða myndi hann láta Felix Bergsson stjórna Listahátíð. Felix myndi hins vegar vilja að Gunnar skrifaði meira. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.