Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 15

Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 15
SUNNUDAGUR 4. maí 2008 15 en fór svo að tala um þetta þegar ég hitti Gunna næst í talsetning- unni og hann rétti upp hönd og sagði: Ég skal gera þetta með þér! Og þá meikaði hugmyndin ein- hvern veginn algjörlega sens. Og í kjölfarið hófust þessi tvö ævin- týraár okkar þar sem við gerðum um fimmtíu þætti. Jin og jang Hvað er það sem hvor um sig kemur með inn í „Gunna og Felix- tvíeykið“? Hvernig bætið þið hvor annan upp? Gunni: Felix hefur ábyrgðartil- finninguna og er eldri bróðirinn í sambandinu. Þegar við erum að skemmta sér hann um að græj- urnar séu í lagi, er búinn að raða lögunum upp og það er allt saman mjög þægilegt. Ef það á hins vegar að semja um peninga þá er betra að ég sjái um það. Hann skipuleggur og skipuleggur, full- komlega, en svo þegar einhver spyr: „Og hvað viljið þið fá borg- að?“ „Æi, eigum við ekki bara að gera þetta ókeypis?“ Felix: Jú, akkúrat, það er svolítið þannig. Heitir að vera aumingi. En ég verð nú samt að segja, að það er svolítið augljóst að Gunni er loftkenndari og er með brjál- uðu hugmyndirnar á meðan ég á það til að kippa honum svo niður. Gunni: En það fallega við það er að svo snýst dæmið alveg við og Felix fær brjálaða hugmynd og ég toppa það ekki. Það er bara eitthvað jin og jang í gangi þarna á milli okkar. Og aldrei vesen. Nema einu sinni. Þegar Felix missti sig, í eina mínútu. Og svo búið. Felix: Nei, við rífumst aldrei. Tuðum kannski eins og gömul hjón, pirrumst aðeins og svona. En fyrr má nú vera í samstarfi sem hefur náð yfir fimmtán ár. Fullorðinshúmor Þegar þið byrjuðuð að gera barna- efni - hvernig barnaefni vissuð þið að þið vilduð gera og hvernig barnaefni vissuð þið að þið vilduð alls ekki gera? Felix: Við tókum meðvitaða ákvörðun um það að gera efni fyrir börn en vera hins vegar ekki með börn í þáttunum. Annað sem við ákváðum var að blanda saman skemmtun og fræðslu og þriðja atriðið sem kom inn var að við bærum virðingu fyrir viðfangs- efninu. Gunni: Já, að tala ekki niður til barnanna. Og við vildum alls ekki innihaldslaust grín og glens held- ur geta kennt eitthvað í leiðinni. Án þess þó að krakkarnir hugsi: „Já, núna er verið að kenna manni eitthvað,“ því það setur þau í varnarstöðu. Við gerðum það líka meðvitað að setja inn fullorðins- húmor enda gátum við ekki hugs- að okkur að gera eitthvað sem okkur sjálfum þætti ekki fyndið. Felix: Enda nenna foreldrarnir þá frekar að setjast niður og eyða tíma með börnunum meðan horft er. Við lögðum líka óneitanlega minni áherslu á myndræna hlut- ann og meiri á það hvað væri skrifað og fengum rithöfunda til að skrifa fyrir okkur. Þorsteinn Guðmundsson skrifaði fyrir okkur fyrsta árið og Þorvaldur Þorsteinsson allan tíman. Hall- grímur Helga skrifaði og Davíð Þór Jónsson. Við vorum svo með alveg frábæran upptökustjóra allan tíman, hana Ragnheiði Thor- steinsson. Gunni: Og þættirnir hefðu ekki orðið neitt ef hennar hefði ekki notið við. Við vorum þríeyki, nema að við tveir vorum þeir einu sem sáust í mynd. Og hún var ekkert að skafa utan af hlutunum, hún sagði hiklaust við okkur: „Strákar, þetta er leiðinlegt.“ Og við urðum þá að gera eitthvað nýtt. Felix: Og svo er hitt þríeykið sem við eigum með Jóni Ólafssyni tón- listarmanni og með honum höfum við gert ógrynnin öll af geisla- diskum. Útlönd Hvað vitið þið um hvað hinn er að gera í dag? Felix: Gunni er á fullu að leik- stýra. Gunni: Tekurðu eftir því að Felix byrjar alltaf að tala? Mér finnst það reyndar mjög þægilegt. Felix: Gunni er fyrst og fremst leikstjóri og er búinn að vera að gera það rosalega gott erlendis, í Finnlandi, Póllandi og Rússlandi. Og er nú í þriðja skiptið í Þjóðleik- húsinu með leikrit: Ástin er diskó, lífið er pönk, sem mun eflaust slá í gegn. Síðan er hann á leiðinni til Stokkhólms að leikstýra Hellisbú- anum og ætlar eftir það í frí, lang- þráð, með fjölskyldunni. Í allt sumar verður hann svo að skemmta börnum um allt land. Hvert ætlar hann í frí? Kýpur, var það ekki? Gunni: Það byrjar á K. Felix: Bíddu... Kó ... Kósóvó? Gunni: Nei! Felix: Nei, þarna hitt landið, meina ég! Gunni: Já, Afganistan kannski? Felix: Nei, æ, ég veit það, ég veit það... ekki Bosnía heldur − Króat- ía! Því þar var Gunni nefnilega skiptinemi. Gunni: Jamm. En ég hef ekki hug- mynd um hvað Felix er að gera! Hann er bara í útlöndum! Bara núna í vetur er hann búinn að fara til Argentínu, Perú, Bólivíu, Venes- úela og Kostaríku. Og Bandaríkj- anna, Kína og Frakklands. Næst á dagskrá er Írland. Þú veist, hvað ertu eiginlega að gera Felix? Felix: Ja, þegar stórt er spurt. Ég vinn auðvitað á Rás 2 og geri efni frá öllum þessum stöðum. En svo hef ég verið að fylgja eiginmanni mínum eftir sem er í rannsóknar- leyfi frá Háskóla Íslands og hann hefur verið á fyrirlestrarferðum. Gunni: Ég hef fengið ímeil frá öllum þessum stöðum. Felix: Já. Svona „ógeðslega gaman hjá mér en ekki þér-tölvupóst“: „Sit úti á svölum í geðveiku veðri.“ Stjórna og skrifa Ef þið ættuð að lokum að bæta inn einu verkefni á verkefnalista hins: Hverju mynduð þið skella þar inn? Felix: Nú mátt þú byrja, Gunnar Helgason. Gunni: Gunni og Felix – the Movie. Felix: Mér finnst að Gunni ætti að skrifa meira. Gunni: Já, ég segi það sama um Felix. Felix: Hann er miklu betri en Hallgrímur. Og ætti að skrifa fyrir miðlana sjónvarp og bíó. Gunni: Ég er nú alveg sammála með Felix, hann hefur skrifað barnabók og nokkur leikrit. En eitt sem ég vil að Felix verði í líf- inu umfram annað: Hann á að verða stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Hann veit allt um allt, allar listgreinar og hefur þessi mannlegu samskipti. En þá getur hann því miður ekkert unnið með mér. Sem er verra. www.hyundai.is He fu r g æ ði n …Gunni og Felix fá grænar yfir laginu sínu um Markó Póló. …fyrsta verkefni Felix á opinberum vettvangi var þegar hann var fenginn til að afhenda blómvönd á Sinfóníutónleikum á Blönduósi. Hann var sex ára. …fyrsta verkefni Gunna var þegar hann var kynnir á skólaskemmtun í Álftamýrarskóla.Gestir veltu því fyrir sér hvernig hann komst upp og niður af sviðinu því þangað gekk hann með lokuð augun og talaði allan tímann með lokuð augun. Hann var sjö ára. …Felix á afmæli á fyrsta degi ársins. Gunni á hinsvegar afmæli seint, 24. október. ➜ VISSIR ÞÚ AÐ ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.