Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 34

Fréttablaðið - 04.05.2008, Page 34
ATVINNA SUNNUDAGUR 4. maí 2008 180 H u g sa s ér ! Skólastjóri Gerðaskóla í Garði Staða skólastjóra Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. Nemendur Gerðaskóla eru 245 í 1. – 10. bekk. Gott samstarf er við leikskóla og framhaldsskóla og aðgangur greiður að góðri sérfræðiþjónustu. Í skólastefnu Sveitarfélagsins Garðs eru eftirfarandi áherslur lagðar í skóla- og æskulýðsstarfi bæjarins: • Öll samskipti einkennist af gagnkvæmri virðingu. • Fjölbreyttir hæfileikar barna séu viðurkenndir og sjálfsmynd þeirra styrkt. • Aðstæður til náms séu góðar og hvetjandi. • Samvinna heimila, skóla og æskulýðsstarfsemi sé góð og samskiptaleiðir greiðar. • Tengsl við umhverfi, fyrirtæki og stofnanir bæjarins séu virk. • Gleði, metnaður og umhyggja einkenni allt starf með börnum og ungmennum. Leitað er að kraftmikilum og drífandi stjórnanda sem er tilbúinn til að starfa að öflugri skólaþróun. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennarapróf og kennslureynsla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg og reynsla af skólastjórnun. • Frumkvæði, samstarfsvilji og góðir skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hafi áhuga á að leiða þróunarstarf í átt að einstaklingsmiðuðu námi. Umsókn skal fylgja yfirlit yfir menntun og störf umsækjanda og hver þau verkefni sem varpað geta ljósi á færni til að sinna skólastjórastarfi. Við ráðningu í starfið verður tekið tillit til menntunar, kennsluferils, stjórnunarreynslu og umsagna um starfshæfni umsækjanda. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2008. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til 9. maí og skal skila umsókn á bæjarskrifstofu Sveitar- félagsins Garðs að Sunnubraut 4, 250 Garður. Nánari upplýsingar veitir Oddný Harðardóttir bæjarstjóri í síma 4227150, netfang oddny@svgardur.is. þar sem ferskir vindar blása H en na r h át ig n 08 -0 06 2 www.svgardur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.